Fálkinn


Fálkinn - 18.02.1949, Blaðsíða 7

Fálkinn - 18.02.1949, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Litlir gestir hjá UNO. — Nokk- ur börn af ýmsu þjóöerni voru nýlega boðin í Chaillot-höllina til sameinuðu þjóðanna. Þau fengu m. a. að prófa hlustar- tækin eins og þeir fullorðnu, en annað mál er hvort þau hafa botnað mikið í ræðunum. — Hér eru börnin að skoða túr- baninn og sverðið, sem fulltrú- inn frá Yemen ber. Skilja þau? — Gifting Leopolds Belgakonungs og prinsess- unnar af Rethy hefir jafnan verið litin óhýru auga i Belgíu, og talið er víst, að það sé vegna prinsessunnar, að stjórnarvöld landsins og landsbúar hafa ekki viljað fá konungshjónin heim eftir stríð. Nú gengur sá orðrómur, að þau séu í þann veg- inn að skilja, en opinber staðfesting hefir ekki fengist á því. Vitlaus í hnefaleik. — Barbara Buttrick, sem er hraðritari á skrifstofu í Lotidon, á enga ósk heitari en að verða hnefaleika- kappi. Þegar hiin notar ekki frístundirnar til að æfa sig fer híin og horfir á aðra i kappleik. Hún ætlar að stofna hnefaleika- félag kvenjia og er að ganga frá leikreglum fyrir kvenfólk. Hér sést Barbara vera að æfa sig. í heimsókn í London. Þetta er dr. Juan Bramuglia, utan- ríkisráðherra Argentínu ásamt konu sinni, í heimsókn í Lond- on. Hanti hefir oft heyrst nefnd- ur undanfarið vegna sáttatil- raunanna, sem hann hefir gert í Berlínardeilunni. Nýr skriðdreki. — Þetta er ný tegund skriðdreka, sem Amer- íkumenn framleiða nú og kvað taka öllum eldri fram. Hann heitir Patton, efiir hinum fræga ameríska hershöfðingja. Daglegt líf í París. — Verkföll- in reyna á þolrifin í Parísarbú- um. Þessi mynd er tekin meðan stóð á 24-stunda allsherjarverk- falli. Samgöngutækin gengu elcki, svo að fólk varð að nota vörubifreiðar til að komast leiðar sinnar á. Til hægri: Æ! Æ! — UNO hefir í sam- vinnu við rauða Kross ýmissa landa hafist hatxda um að berj- ast gegn tæringunni í Evrópu. Fimmtíu milljón börn hafa ver- ið rannsökuð, og öll þau sem heilbrigð reyndust hafa verið bólusett gegn tæringu. Hér er verið að bólusetja gríska telpu sem skrækir þegar nálinni er stungið í hana. Það er Tiddles! — 1 dýragarð- inum í London er köttur, sem er svo vel kynntur hjá hinum dýrunum að hann getur heimsótt þau án þess að leggja sig í hættu. Mörgæsirnar eru t. d. svo vanar að sjá hann að þær gefa honum varla gaum. Jumbo leikur cricket. — Jumbo er kominn í jólaskap þarna á myndinni og er kominn í crick- etföt og farinn að æfa sig. Molar af borðum .... — Kolin hafa verið kölluð svartir dem- antar, og hjá fólkinu í Berlin eru þau dýrmætari en gimstein- ar. Hér sjást húsmæður í Ber- lln vera að tína saman kola- mola, sem hafa dottið úr pok- unum á flugvellinum ( Gatow.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.