Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1949, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.06.1949, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 3) Þegar hann hefir tekið á- lcvörðun eyðir hann aldrei iíma í að liugsa málið ítarlegar. Beil- ir sér öllum að þvi að koma á- kvörðuninni fram. 4) Hann hefir fádæma þekk- ingu á liernaðarmálum. Það eru aldrei mislitar teiknibólur i uppdrættinum á skrifstofuveggn um lians. Hann man allt, veit hvar iiver sveit er stödd og livað hún á að gera. 5) Hann telur ómissandi að fara snenima á fætur og byrja daginn snemma. Etur morgun- verð kl. 7, og' er liann kom- inn á skrifstofuna. Einu sinni sagði liann: „Enginn hefir kom- ið með nýtilega tillögu eða góða hugmynd eftir nón.“ 6) Hann hressir sig á því að fá sér stuttan blund uin miðj- an daginn. Hann hvilir sig áður en hann er orðinn þreyttur, eins og Churchill. Hann fer gangandi heim í hádegisverðinn og hefir þá oft einhvern með sér, sem hann getur rætt liermál við. Undir eins og liann liefir mat- ast leggst liann fyrir á dívaninn, teygir úr sér og sofnar •— og vaknar sem nýr og hetri maður eftir 15 mínútur. 7) Það gengur svo vel undan honum þann tíma sem hann vinnur, vegna þess að liann vinnur aldrei þreyltur. Ilversu alvarleg viðfangsefni scm liann hefir, lætur liann þau aldrei ræna sig svefni. Hann liefir lært það af lierag- anum að liafa fullkomna stjórn á sjálfum.sér. Hann veit að á- liyggjur trufla starfið, svo að hann bannar sér að liafa á- hyggjur. Þegar degi lýkur getur hann losnað við alla umhugsun um dagsverkið, skrifstofuna og samverkamennina. Fyrrum var hann vanur að reyja 20—33 sígarettur á dag, en varð ljóst að reykingarnar drógu úr orku lians og hælti þess vegna að reykja. í síðustu sjö árin hefir hann aldrei reykt. Áður en hers- liöfðingi getur lagt undir sig borgir verður liann að kunna að stjórna sjálfum sér. Marshall kann hvort tveggja. Marshall hefir mjög gaman af hókum, sérstaklega af liersögu- legum bókmenntum. -Þeir menn sem hann lítur mest upp til eru Benjamín Franklin og Bohert Lee, og liann hefir rannsakað hernaðaraðferðir Lees út í æsar. Sjálfsævisaga Franldins er hók, sem hann ies aftur og aftur, — eitt merkasta ritið í bók- menntum Bandaríkjamanna. Það álli elcki fyrir Marshall að liggja að fá hvíld er styrj- öldinni lauk. Þegar Byrnes fór Grænlensk búlönd, sem aldrei voru numin Eftir dr. Jón Dáason. frá utanrikisráðherrastöðunni í Bandaríkjunum tók Marsliall við. Ilermaðurin varð „1. diplo- mat“ Bandaríkjanna. Og að- gerðir hans í þeirri stöðu liafa orðið til þess að milljónir manna, sem aldrei hejæðu get- ið um hershöfðingjann George Marsliall, kannast vel við utan- ríkisráðherrann Marshall og „Marshall-áætlunina,“ „Mar- shall-lijálp“ og því um lílct. Það var vorið 1947 sem Mar- shall hélt ræðu þá, sem varð uppliaf Marshall-hjálparinnar. Hann vildi að Bandaríkin legðu fram fé — ýmist að gjöf eða sem lán — til þess að þau Ev- rópulönd, sem þess óskuðu, gælu komið fyrir sig fótum aft- ur, endurreist atvinnuvegi sína og orðið sjálfbjarga. Honum tókst að fá þingið til að veita féð fyrir fyrsta áætlunarárið, og 10 lönd gáfu sig fram og vildu þiggja hoðið. •— Beynsla flestra þeirra er sú, það sem af er, að hjálpin liafi stórum greitt úr vandræðum þeirra. Sam- kvæmt áætluninni eiga löndin að vera húin að koma fyrir sig fótum aftur 1951. Yestur-Þýska- land er meðal þeirra landa, sem fá hvað mesta hjálp. Á árinu sem leið tilkynnti Marsliaíl að liann mundi segja af sér ráðherraembættinu í hyrjun þessa árs. Bæði forsel- inn og sljórnin vildu fá liann til að halda áfram, en Marshall sal við sinn keip. Hann sagðist þykjast vel að því kominn, að „fú að vera dálítið lieima hjá- konunni sinni.“ Viku af janúar lagði liánn niður völd og Dean Aeheson tók við. En Marshall- áætlunin lieidur áfram og mun varðveita nafn lians og vísa þvi til veglegs sætis í sögu þjóðanna. S'VÍÞJÓÐ EKKI TIL! Það er ekkert Jand til sem lieitir Svíþjóð, fullyrti rússneskur liðsfor- ingi, sem liandtók nýlega sænskan kaupsýslumann, sem var á ferð í Austurríki. Svíinn reyndi að mót- mæla, en það stoðaði ekkert og liann varð að dúsa tvo daga í fangelsi fyrir að liafa gefið ranga skýrslu. Honum lenti saman við rússneska foringjann af því að Jiann Jiafði lagt liílnum sinum balc við rússnesk- an bil. Var lionum skipað að flytja bílinn þegar, en gat það ekki vegna þess að öðrum bíl liafði verið lagt bak við lians. Rússarnir fóru þá inn í Jeppann sinn og óku honum á sænska bilinn, svo að lireyfilhúsið eyðilagðist. Og þegar Svíinn reidd- ist og fór að hafa orð á þvi að hann væri Svíi, var ekið með hann i fang- elsið. Og þegar hann slapp út aftur og fór að spyrja eftir bílnum sínum var honum sagt að honum hefði ver- ið stolið. II. Þau byggðust að vísu síðar af íslenskum veiðimannafjölskyldum og voru þá kölluð Karlbúðir og voru þær liluti úr Norðursetu, en aldrei urðu þau bændabyggð. Grænlend- ingar þessa svæðis, afkomendur hinna islensku Norðurseta, kalla sig enn karalit (kallalil) þ. e. karla .— íslenska almúgamenn. En þessi byggð var og er enn aðallega við sjávarsíðuna, en lítið eða ekki inni i landinu. Stórfirðirnir í Karlbúðum eru þvengmjóir og ná oft upp í ca. tutt- ugu danskar mílur (eða álíka langt og miðja vcga milli Dyrhólaeyjar og Sigluness) inn i landið. Við þá innanverða og inn af þeim eru mik- il algróin landssvæði, sem höðuð eru í sól allt sumarið. Vegna fjar- lægðarinnar frá sjónum og legu þessa lands inni á bak við þá fjöll í vestri, er skýla fyrir hafátt, og með jökulinn á aðra hönd, í áustri, er loftið þarna mjög hreint og tært, þnrrt og næstum úrkomulaust. Dr. Helgi Pjeturss er ein af þeim sárfáu Norðurálfumönnum síðari tima er komið liafa inn á þessar slóðir. Sumarið 1897, er hann var við rannsóknir á Grænlandi, fór han'n ásamt félögum sinum inn eftir ca 20 mílna löngum firði er lieitir Nagssugtok, og skerst yfir 20 dansk- ar milur inn í landið skammt fyrir sunnan Aglo eða ca. 08° nbr. Eg set hér svo kafla úr frásögn dr. Helga: „Nagssugtok er einliver lengsti fjörðurinn á Vestur-Grænlandi .... minnir ennþá meira á fljót heldur en Arfersiorfik, enda eru firðirnir dalir, sem straumvatn og jöklar hafa grafið, er landið lá miklu hærra í sjónum en nú; þegar landið sökk, urðu dalirnir að fjörðum. Vatnið í Nagssugtok er grænskolólt á lit, likt og sýrublanda, en þegar innar kem- ur í fjörðinn er það leirgrátt, alveg eins og jökulsá. Löndin að Nagssugtok eru hvergi nærri eins vogskorin og að Afersiorfik, og brattar klettahlíð- ar ganga viða niður að fjörum.“ Þessi lýsing Helga minnir á ]>að, að erlendir sæfarar er komu til Grænlands í lok 15. aldar og á 10. og 17. öld, litu á þessa firði sem fljót eða ár. Meðan við vorum í firðinum, var vanalega gott veður, sólskinsdagar og blár liiminn ......... Það var skemmtilegt i firðinum i góða veðr- inu; fjöllin héldu áfram inn með firðinum, lengst hurtu Ijósblá með dökkbláum skuggum og hvitum fannablcttum. Grámávarnir voru að flökta fyrir ofan okkur, og iðulega skaut gljáandi selshausum upp yfir spegilsléttan marflötinn allt í kring; hossuðu þeir sér dálítið í vatninu og horfðu á bátinn forvitnisaugum, en hurfu svo á augabragði.“ „Um kvöldið lentum við á góðum stað norðan við fjörðinn. Kvöldið var mjög fallegt. Tunglið var ein- mitt að gægjast fram undan fjalls- hyrnu fyrir ofan og silfraði spegil- fagran fjörðinn, en dagroðinn var að hverfa af fjöllunum á móti. öfl- ugur lækur niðaði til sjávar milli stórra steina, skammt frá. Við læk- inn stóð Eskimóaskinntjald og .... Grænlendingar urðu lieldur cn ekki glaðir, er þeir sáu landsmenn sína. íbúarnir komu vinalega á móti okk- ur og lijálpuðu okkur til að reisa tjöldin og bera upp það sem þurfti af farangrinum. Þessir Eskimóar áttu lieima í Vestureyjum, langt úti í hafi, og voru nú á heimleið. Þeir liöfðu veitt vel, og stór og mörg heilafiskisflök voru breidd á klajip- irnar við tjaldið .....“ „Næsta dag var logn, og cnn urðu Grænlendingar okkar að róa þess- um þunga bát mílu eftir mílu .... Áfram gutluðum við inn eftir firð- inum, og var óslitin, löng kletta- hlið á aðra hönd; sums staðar foss- uðu ár og lækir' niður eftir hlíð- inni með miklum nið, og lágu eins og hvit bönd í liallandanum. Selir voru alltaf að reka liausana uj)j> úr sjónum .... Rétt eftir hádegið fund- uin við bepjhlegan stað til miðdeg- ishvildar. Lyngið sortnaði af kræki- bcrjum, og þóttumst við aldrei séð hafa annað eins berjaj)Iáss, og gat það þó ekki jafnast við það, sem seinna var'ð. Sums staðar prýddi kveisugrasið landið mcð sinum snotru bleikrauðu blómum. Um kvöldið tjölduðum við i vik einni lítilli og tjölduðum þar á lynggrónum hjalla. Það voru skemmtilegir tjaldstaðir, þessi og aðrír seinni. Berin voru svo inikil, að tjaldgólfið varð sortulitað af berjasafa og drap í gegnum bux- urnar, þegar maður lagðisl á hnén í lyngið; skammt frá voru niðandi lækir með isköldu, krystaltæru vatni; og fjörðurinn blikandi fyrir neðan og svo fjallasýnin i þessu und- ursamlega hreina lofti. Maður ’fer að skilja, hvc skemmti- legt það er, að geta flakkað hér um í þcssari náttúru, engum liáður, nema veðrinu; en í fjörðunum er oft sólskin og blár liiminn, þó að rigni úti í eyjum eða úti við hafið. Þegar Icngra dró inn eftir firð- inum, fór að bera meira á undir- lendi. Á einum stað var allstór hall- andi slétta, og snarbrattur fjalla- hringur i kring, bláir skuggar láu yfir slétlunni undan fjöllunum, en Ijósið var svo sterkt, að hver drátt- ur i landslaginu varð nærri því ó- eðlilega skýr, að því cr manni virt- ist. Yfir öllu var einhver óumræði- lcga undarlegur blær, eins og við værum komnir úr mannaheimum, enda mátti svo segja, að nokkru leyti. Um kvöldið tjölduðum vi'ð á helluspor.ði, sem liggur suður und- an fjöllunum á Kekertaussak. Sást þar, að nú var komið innarlega i fjörðinn, þvi að jafnvel þetta hellu- land var vafið í lyng, sem blánaði og sortnaði af bláberjum og kræki- Frnmhald i næsta blaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.