Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1949, Blaðsíða 9

Fálkinn - 17.06.1949, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Þau spruttu upp öll fjögur. Hljóðið kom þaðan sem lafði Whycliff sat. Þau flýttu sér þangað. Jerryl og ung- frú Brooks fyrst, svo Michael og Muriel. LAFÐI Whycliff lá á bakið og hélt krampataki i borðið, sem lá á hlið- inni og brotið glas og kanna hjá. Hún var grafkyrr — steindauð. í brjóstinu á henni, undir sloppnum, stóð hnífur á kafi. Jerryl og lijúkrunarkonan lögðust á liné hjá líkinu, en svo rýmdi ung- frú Brooks fyrir Muriel, sem fór að rannsaka likið, með læknakunn- áttu sinni. Hún leit til Jerryl. — Hér cr lítið hægt að gera, sagði hún lágt. Lafði Whycliff er dáin ■— myrt. Merkilegt að það skyldi ske ein mitt meðan ........ Jerryl stóð upp og dustaði af buxnalinénu. — Það er svo að sjá sem einhver hafi verið orðinn leið- ur á biðinni, sagði hann. •— Hvað gengur á? Eru blessað- ir erfingjarnir farnir að berjast með gierílátum? Það var rödd Irwing Ransdale. Hann kom að með bók i hendinni. Jerryl tók eftir að þetta var rit um hagfræði, ■— um hvernig eigi að ávaxta fé. -— Drottinn minn! .hrópaði hann er hann kom auga á likið og hnif- inn. Er hún .... er hún .... Þegar enginn svaraði bætti hann við í liálf- um hljóðum: — Já, vitanlega. Mað- ur getur sagt sér það sjálfur .... Nú sást hyila undir Mary og Edgar Notliam í hinum enda garðsins. Þau sögðu ekkert - störðu bara. — En hvernig hafði þetta skeð? spurði Muriel. — Við lieyrðum borð- ið vella. Jafnvei þó lafði Whycliff væri lasburða þá iicfir samt orðið handalögmál. — Já, það er auðséð, sagði Jerryl, — Hún hefir misst af sér gleraug- un, — sjáið þið, þau hafa lent þarna. Hann benti á lágan runna hjá lík- inu. Gleraugun hengu á einni af neðstu greinunum og glampaði á þau i sólinni. — Hún var með þau þegar við skildum við liana, sagði Michael. — Og líka þegar ég fór til henn- ar með glasið, sagði Brooks. — Haldið þér að liún hafi verið lifandi þegar þér voruð lijá henni, ungfrú Brooks? spurði Jerryl. Hún hefir verið rekin i ge'gn undir sloppnum, svo að liari hann verið dreginn saman þá hefir hnífurinn ekki sést. Hjúkrunarkonan leit á hann. Hún var á báðum áttum. — Eg veit ekki —- ég veit sannar- lega ekki .... muldraði hún, ■— ég gaf lienni ekki svo nákvæmar gætur. Eg setti bara glasið á borð- ið. En hún sat að minnsta kosti í legustólnum, með gleraugun á nef- inu. Ilún svaf oft með gleraugun. Eruð þér þá að gefa i skyn að hún liafi veriS dauð áður en ungfrú Brooks kom til liennar? spurði Michael sótrauður. Dauð manneskja getur tæplega velt um borði. Bak við heyrðist nöpur rödd Rans- dales: — Nú man ég, mr. Lescott. Þér sýslið við svona glæpamál — eruð sannkallaður Sherlock Holmes, lieyri ég sagt. Viljið þér ekki gera okkur þann greiða að upplýsa þetta morð áður en við köllum lögregluna? Það getur Iilíft fjölskyldunni við ýmsu. —- Eg skal reyna, svaraði Jerryl án þess að setja fyrir sig tóninn hjá Ransdále. Meðal annarra orða — kannast nokkur við morðvopnið? — Já, ég, sagði hjúkrpunarkonan. — Þetta er pappirshnifurinn, sem liggur venjulega á skrifborðinu. Jerryl sneri sér að Ransdale. — Þér sátuð og voruð að lesa inni í skrifstofunni? sagði hann alúðlega. Illviljasvipurinn hvarf af Ransdale og hann varð öskugrár í framan. ■— Eg hefi engan pappírshnif séð, sagði liann. -— Eg sat bara og ias — ég var að lesa þegar ég lieyrði hávað- ann. Jerryl brosti. — Þegar liávaðinn heyrðist voru ungfrú Muriel, ung- frú Brooks, Michael og ég þarna á flötinni. Ransdale og Nothamslijón- in voru þar ekki. Fræðiega séð .... — Maðurinn minn og ég vorum á gangi i garðinum, tók frú Notham fram í með reiðiþrunginni raust. ■— Okkur er þetta liræðilega morð al- veg óviðkomandi ......... -— Framburður lijóna hvers um annað, þykir ekki mikils virði, sagði Jerryl og brosti enn.— En hins vegar felli ég ekki grun á neinn — ennþá. Eg slæ bara föstum stað- reyndum. Og sú staðreyndin er mest, að lafði Whycliff hefir verið stungin með Iinífi i hjartað •— liik- laust og með öruggri liendi. Það var eins og honum .yrði ó- sjálfrátt litið á Muriel, svo sagðist hann aftur á hnén og fór að skoða líkið betur. Hann athugaði lika stól- inn og það sem næst honum var. Við stólinn sá hann nokkrar notað- ar eldspýtur og grasið var sviðið kringum þær. Ilann skoðaði þær i krók og kring, Svo athugaði hann vasana á sloppnum. Þegar hann var staðinn upp aftur spurði hann: — Reykti lafði Whycliff? Ransdale hristi liöfuðið, og eins gerði Mary Notham, en Micliael yppti öxlum. — Já, hún reykti litið eitt, sagði hjúkrunarkonan. Eiginlega mátti hún ekki reykja, en hún laumaðist til þess þegar enginn sá. Jerryl kinkaði kolli og fór svo að runnanum, þar sem gleraugun lágu. Hann mældi stutta fjarlægðina frá stólnum til gleraugnanna. Svo sagði hann: ■— Þér voruð svo skjallmæltur að líkja mér við Sherlock Holmes, mr. Ransdale. Það var nú orlof. Þetta mál er ekki samboðið ódauðlegum leyninjósnara — úr þvi að viðvan- ingur eins og ég hefir getað ráðið fram úr þvi. — Seg-segist þér hafa séð fram úr því? spurði Edgar Notham. — Já, ég held það, sagði Jerryl og leit rólegur kringum sig. •—■ Eg get bent á þann seka undireins og lögreglan kemur. — Segið þér okkur frá þvi, mað- ur! Rödd Ransdale var hás — ekki af illsku í þetta skipti heldur af geðshræringu. Jerryl leit aftur kringum sig, en svo sagði liann: •— Við þetta morð hefir morðingjanum verið fyrir mestu að svo skyldi Hta út, scm morðið hafi verið framið þegar liann var livergi nærri. Eins og við vitum voru Notham-hjónin á gangi í garðinum, og hafa því ekki fjar- verusönnun sem dugir. Og fram- burður mr. Ransdale er ekki held- ur einhlitur, -— hann segist hafa setið í skrifstofunni og verið að lesa. Með öðrum orðum: þessum þremur persónum er eklci neinn hagur að því, að morðinu væri hag- að eins og gert var. Svo er ótalað um ungfrú Brooks, ungfrú Muriel, Michael og mig. Eft- ir að ungfrú Brooks og ég höfðum fylgt lafði Whycliff og komið henni fyrir i stólnum, fóru Muriel og Michael og töluðu við liana. Hvern- ig viðtalinu lauk vitum við ekki. Ungfrú Muriel er læknir — og það gæti hugsast að hún liefði rekið hana í gegn. Hún og unnusti henn- ar hafa getað dregið sloppinn saman að henni, svo að það iiti út sem liún svæfi þegar ungfrú Brooks kom með svaladrykkinn til hennar. —• Það er lygi! hvæsti Michael og steytti hnefana framan í Jerryl. Við Muriel fórum til hennar til þess að biðja liana um að lána okkur peninga. Hún neitaði því. En hún var bráðlifandi þegar við fórum frá henni. Hún sat og mókti. Jerryl bandaði með hendinni og sagði brosandi: — En þetta er engin skýring á hávaðanum, sem við heyrðum þeg- ar borðið valt með könnunni og glasinu -— eða á þvi hvernig gler- augu lafði Whycliff lentu á grein- inni ...... Meðan hann var að segja þetta greip hann um liönd ungfrú Brooks og hélt lienni fastri, eins og i skrúf- stykki. ■— Nei, þér fáið ekki að koma sönnuninni undan, sagði hann harkalega. Hann sneri á úlnliðinn á henni. í lófa liennar voru brunn- ar leifar af eldspýtustokk. — Þetta er nefnilega ]>að, sem allt veltur á, hélt liann áfram. •— Ungfrú Brooks sá sér færi á að stinga þvi á sig i uppnáminu, þeg- ar við komum að líkinu .... Og nú, þegar hún finnur að hún er að flækjast i netinu, reynir hún að fleygja öskjunni. Annars mun hún liafa ætlað að hafa eldspýtustokk- inn með sér inn og brenna hann upp til agna. Allir störðu á ungfrú Brooks. Hún var náföl en gerði enga tilraun til að losa sig úr greip Jerryls. Hún starði niður fyrir sig. — Eg veit ekki hvað ungfrú Brooks liefir gengið til þessa, sagði Jerryl. Hún sagði áðan, að liún ætl- aði að koma upp hjúkrunarheimili þegar lafði Whycliff væri dáin. Henni var kunnugt um, að hennar var minnst í erfðaskránni, en nú var biðin orðin of löng og sjúkling- urinn erfiður. Auk þess var tæki- færið hentugt •— kringum Jafði Whycliff var fullt af erfingjum henn ar, sem allir þráðu að hún hrykki upp af. Morðið fór þannig fram í aðalatriðum: Ungfrú Brooks fór til lafði Whycliff þar sem hún svaf, með könnuna og glasið. Hún tók pappírshnífinn, sem hún hafði á sér og rak hann i hjartað á gömlu konunni, eftir að hún liafði opnað sloppinn, lyfli legustólnum upp úr neðsta hakinu og setti stokkinn milli þversláarinnar og liaksins, þannig að Jiann varnaði þvi að stóllinn félli saman. Svo setti hún gleraugu frúarinnar á greinina, þannig að þau verkuðu eins og brennigler á eldspýtustokkinn. Siðan kom lnin aftur lil okkar. Hún sat róleg og prjónaði meðan brenni- glerið var að kveikja i eldspýtu- stokknum — og spratt upp þcgar stóllinn féll saman og gamla kon- an datt og velti borðinu með sér. Svona var þetta einfalt ■— ekki rétt ungfrú Brooks? Jerry liorfði á hjúkrunarkonuna, -— En þér komuð upp um yður, sem kinkaði kolli. . bætti Jerryl við. Þvi að mér var það augljóst, að þessum útbúnaði hafði ekki verið komið fyrir fyrr en eftir að þér settuð glasið og könnuna á borðið. í öðru l.agi fat- aðist yður þegar ég fann brunnu eldspýturnar í grasinu. Þér voruð sú eina, sem sagði að lafði Why- cliff hefði reykt —r þér hélduð að það gæti gefið skýringu á eldspýt- unum. En þér gleymduð þvi, að þarna var ekki nokkur sigarettustúf- gömlu konunnar — og hversvegna ur nærri, og engar sígarettur i vasa hefði hún þá átt að kveikja á eld- spýtu? Auk þess vissi ég að hún reykti ekki •— tóbakið var eitl af heniiar eilífu deilumálum við mann- inn hennar heitinn. Þess vegna . . Hann komst ekki lengra. Það var eins og allan mátt drægi úr ungfrú Brooks og hún riðaði og valt svo út af og það korraði i lienni. Muriel flýtti sér að rannsaka hana. — Hún er dauð, sagði hún. ■— Hún liefir tekið inn eitur. — Sennilega, sagði Jerryl róleg- ur. •— Eg sá að hún stakk einhverju upp i sig. Það var henni líka fyrir bestu. Ungfrú Brooks var forsjál kona — i öllu tilliti. HANN HITTI. NAGLANN Á HAUSINN. Eitt af gömlu höfðingjahúsunum í Sollingen hrundi nýlega og urðu tvær konur undir rústunum. Ástæð- an Yar sú að eigandinn ætlaði að liengja mynd upp á vegg og fór að relca nagla i vegginn til þess að hafa eitthvað til að hengja á. En þetta þoldi húsið eklci, enda var það orðið nokkur hundruð ára gam- alt. Fyrst hrundi stykki úr múr- veggnum svo að eigandinn horfði út á götu gegnum 3 metra breitt og 5 metra hátt op, og rétt á eftir hrundi þakið yfir hann og fjölskyldu hans. Sjálfur komst hann út um opið en það gerðu ekki konurnar tvær á hemilinu. Þær urðu undir rústunum, en komust þó lífs af. Húsið stóðst allan hristing af spreng inguniim, sem sþrungu kringum það á stríðsárunum, en féll svo fyrir einu hamarshöggi. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaðiO kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.