Fálkinn


Fálkinn - 24.06.1949, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.06.1949, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Grænlensk búlönd, sem aldrei voru numin Eftir dr. Jón Dúason. Frh. úr síðasta blaði. berjum,'en sums staðar voru skell- ur af rauðum berjuni, mjög, góm- þckkum (Tytteber), sem eru sjald- gæf á íslandi. Næsta dag var baldið áfram jnn eftir í sama veðri; þetta fjarska skarpa ljós, skuggarnir dökkbláir, en íildrei, svartir; himinninn bleik- blár. Um iiádegi sáum við i jökul- inn mikla. Yið áðum þar sem var gott berjapláss; sólarhitinn var sleikjandi, og flugurnar mjög nær- göngular,- og það var skrítið í þessu veði'i að stíga á freðinn jarðveg, og heyra lækjarsitrurnar klingja undir klakanum. Við tjaldstað okkar um kvöldið var fjarðarvatnið okkar orðið alveg leirgrátt. 1 mosanum og lynginu sá á hreindýrahorn, og var algengt að finna þau um þessar slóðir.“ Næsta dag, 25. ágúst, rákust þeir á leirur í fjarðarbotninuhi, og lík- lega sandbleytu. „Við snerum })á aftur sömu leið, sem við komum, og lentum í vík eirini, ekki langt fyrir innan sið- asta tjaldstaðinn okkar, og.tjölduð- um þar. Lautenant Petersen og ég gengum in á fjöllin til að kanna landið, hvor í síria átt. Megn sólar- hiti var og flugurnar margar og fjör- ugar, svo það veittist erfitt að ganga upp brekkurnar; en það var þess vert þetta land, að skoða það. Inn á milli fjallana skarst langur dalur og var dalbotninn alveg sléttur, að þvi er virtist ofan að (að sjáj, og f>—(iOO feta liátt yfir fjörðinn, en fremst’var þrép niður að firðinum, og hafði lækurinn (eða áin) skorið niður úr því, svo að sá i hvíta leir- bakka yst. En það var líka eini staðurinn í dalnum, þar sem ég sá flag. Á miðjum dalbotninum var eins og breitt band, grágrænt, gulgrænt og rauðbrúnt, og sýndi það, hvar lækurinn rann. Mér var að vísu kunnugt um það af ritum ýmissa, sem ferðast hafa á Grænlandi, að.það er mikill munur á gróðrarlífinu í jörðum inni og úti við hafið. En að það væri svona mikill munur, liafði mér síst dottið i hug. Þetta var eins og ég væri kominn i allt annað land, en ég hafði séð nokkrum dögum áður; allt var vafið í gróðri nema Jágir, ]>ver- hnýptir hamrar hinu megin við dal- inn. Hlíðarnar að dalnum voru bratt ar, víða alveg ógengar, en þó voru þær alhuldar gróðurbreiðu, og Jivergi rifin skörð i. Eg þefi ckki séð ncitt svipað. á . Islandi, þar sem ég hefi l'arið, og liafi . n.okkuð litið líkt út og þetta, þar sem Eiríkur rauði nam land forðum, þá skal mig. ekki lurða, þó að liann, nefndi landið Grænland. Brúnleitnr haustblær var að vísu farinn að konia á gróður- inn með köflum. I?ar sem. ég gekk upp hlíðina, var viða hnéhátt kjarr af fjalldrapa og viði, en lyngið yfir- gnæfði þó , alveg, bláberjalyng og krækiberjalyng, . og svo mikið af bláberjunum, að yfirborðið var al- veg blátt, þegar maður leit inn cftir hlíðinni. í gróðurbreiðunni sáust bláklakkur, augnfró og ilmandi letl- um, rauðu berin, sem áður eru nefnd o. fl.; niðri við lækinn var mittishátt kjarr af birki, grávíði og gulvíði, en rauðbrúni borðinn utan með var bláberjalyng. Eg get ekki líkt gróðrinum í hlíðinni við annað betur en fjarska þykka, flosaða gólfábreiðu, sem fóturinn sökk djúpt í við hvert spor. Það hefði þótt gott sauðland þetta á íslandi, og í öllum þessum ljóma fannst manni undarlegt, að þetta land skyldi vera algerlega i eyði ........ Loksins komst ég upp á efsta fjall- kollinn í nágrenninu; það var ekki lítið þægilegt að finna aftur klöpp undir fæti eftir allt þófið í þessari gróðurflækju. Út'sjónin þarna af fjallinu var einkennileg. Dalurinn sást liggja' langt inn á milli fjallanna, og sá ekki fyrir endann á honum; við néfndum hann Kardlingúitdal eftir fjallinu suðaustan við hann. Út með firðinum sá í koll eftir koll, hvelfda og sköllótta og gráa efst, ])ví berari sem lengra dró út eftir. Suð.ur á við, þar sem .við ætluðum að leggja leið okkar, risu líka þessi einkennilegu fjöll, hvert af öðru, kúft eins og skjaldarbólur, öll vafin í brúngrænan gróður nema rétt efstu kollarnir. En á milli fjallanna glitfi alls staðar í stálbláa vatnsspegla, og verður því ekki með orðum lýst, hvernig þessir skínandi fletir juku landslaginu yndi. Inn eftir að Hta sást jökullinn mikli á þrenuir stöðum milli fjall- anna, tindrandi hvítur í sólskininu, en fellin fyrir framan hánn fjólu- blá. Að norðanverðu við fjörðinn var landið líka mjög fjöllótt, og skarst þar inn Kardlartokvíkin, um- girt af háum, hvítum leirbökkum. Stórir steinar lágu á víð og dre'if um fjallakollinn, þar sein ég stóð og eins mátti finna þá í lynginu sums staðar, þegar að var gætl. Allt laridið lýsti því greinilega, að jök- ulröndin hefir áður legið vestar, og hefir jökullinn núið fjöllin og gert ])au svona kúft, borið með sér stein- ana og skilið þá eftir, er hann bráðnaði. Jökull hefir gengið út fjörðinn, lengi eftir að allur jökull var horfinn úr Kardlinguitdalnum; afrásin úr d<alnum stíflaðist við jökulveginn og myndaðist þar stöðu- vatn; af þessum ástæðum liggur dal- botninn svona'hátt yfir fjörðinn, og er þessi brekka utan til, niður að firðinum. — En sú kyrrð þarna uppi. Ekkert hljóð barst áð eyrum, nema við og við þytur i vindblæ og suðið j flugunum, sem vóru þó ekki nærri því eins ásæknar þarna uppi eins og niðri í dalnum. Eg átti illt með að slita mig fyrst af þessum stað, en það var liðið á daginn, og við urðum að búa okkur undir að leggja upp í gönguförina næsta dag. Nokkru fyrir miðjan morgun lögð- um við upp á fjöllin .... Veðrið var likt og undanfarandi daga, og sást ekki einu sinni skýhnoðri á loftinu lieiðbláu, þá daga, sem við vorum í þessari gönguför. Við gengum yfir dalsmynnið og svo upp hlíðarnar og stefndum i suður. Þegar kom 1200—1300 fet yfir sjávarmál, fóru stöku kappar- bungur að standa upp úr lynginu . . Sólskinið var s.teikjandi, en þuml- ungsþykkur ís á lækjunum. Landið reis upp í þessar kollóttu, brún- grænu öldur, en víða spegluðust vötn á milli. Fallegt var þar í sól- skininu, og minnti dálítið á hálsa- héruð sums staðar á Jótlándi, eink- um kringum Silkiborgarvötnin; en hálsarnir voru raunar allmiku hærri og jurtagróðurinn talsvert annar. Jök ullinn hefir unnið að þessu landlags- smíði, og voru öldurnar að miklu leyti byggðar upp af aur og lausa- grjóti; Sums staðar stóðu upp úr klapparbungur og hei'ir sjálfsagt verið klettakjarni í mörgum háls- unum þó að það sæist ekki; en víða sást hin forna jökulurð eins og kemba út af klöppunum á alla vegu, og er margt um þetta að segja frá jarðfræðilegu sjónarmiði, þó að ekki sé farið út í það hér. Hálsarnir hækkuðu þegar suður eftir dró, og af hæðunum sáust æ stærri og stærri flákar af landísnum, hvítum og al- varlegum, en fram af ísnum risu bláleitar fjallöldur, liver af annarri, og allar með sömu stefnu, en djúp- ir dalir á milli, og var það ógisti- legt land að líta yfir, en býsna svip- mikið. Og þó að manni gæti nærri því minnt niðri i dældunum sums staðar, að þetta væri Jótland, þá þurfti ekki annað en koma upp á einhverja hæðina og sjá þessa „undramynd“ jökulsins rísa hátt við austur, til þess að ganga úr skugga um, hvaða land þetta var; en einmitt það gerði þessa likingu ennþá und- arlegri. Mörg hreinhorn sáust á gróður- breiðunni, en flest voru þau fornleg. Sums staðar sáust ný hreinsspor, og fór þá heldur en ekki að koma veiðihugur i Grænlendingana. Snjó- hvítir hérar stukku upp á lcið okk- ar og þöndu sig yfir landið. Græn- lensku hérarnir eru hvítir allt árið og mjög loðnir. Danir á Grænlandi vinna stundum úr „ullinni“ band, og prjóna úr því vetllinga og sokka. Vettlingar úr héra-„ull“, sem ég sá, voru fjarska mjúkir og hlýir og hvítir eins og hvítasta léreft .... Að áliðnum degi reistum við tjald- ið við fallegt vatn, ekki stórt, sem lá spegilslétt í kvöldkyrrðinni. Ekk- ert rauf þögnina, nema við og við vellið i himbrimunum á vatninu. Við þóttumst taka eftir því, að ein liimbrimahjón hefðu lagt undir sig hvert af þessum mörgu smávötnum, sem voru þarna innan um fjöllin. Þegar við höfðum snætt og drukk- ið með ágætt, ískalt vatn úr him- brimatjörninni, vöfðum við okkur í brekánin, en Grænlendingar voru brekánslausir, og hugðust mundu sofa. En það fór á aðra leið. Við vorum sveittír eftir hitann um dag- inn, en nú var orðið napurlega kalt í tjaldinu. Grænlendingarnir sofnuðu á augabragði, en vöknuðu aftur eft- ir nokkrar mínútur, skjálfandi af kulda og tóku nú að berja saman Iiöndum og fótum af mesta kappi. Á þessu hitnaði þeim svo, að þeir gátu sofnað aftur nokkrar minútur, en vöknuðu svo aftur og fóru að berja sér, og gekk á þessu alla nólt- ina, að þeir hrutu og börðu sér á víxl. Svona gekk það þær nætur, sem við vorum á fjöllunum, og fór þó heldur versnandi. Eskimóar eru hér aldrei á ferð svona siðla sum- ars. 1 fjallgöngum sinum tíðka þeir mikið að troða alls staðar inn á sig' lyngi, áður en þeir leggjast i'yrir og kvað það vera fyrirtaks ráð, til að halda á sér liita, en það þekktum við ekki þá. Næsta dag, föstudag 27. ágúst, risum við á fætur klukkan fimrti, snæddum og héldum svo áfram ferð- innni. Enn sáum við víða hreins- spor, en sums staðar rjúpur. Ekki höfðum við gengið mjög lengi, áður en við komum fram á dalbrún eina háa. Dalurinn var langur og breiður, og sýndist dalbotninn langt, langt fyrir neðún okkur rennisléttur. Á rann eftir dalnum. Þóttumst við vita, að þarna væri Hivilikvatnið. Við gengum — eða réttara sagt renndum okluir — niður hlíðina og var hún fram undir 2000 feta há og fja'rska brött. Hvergi sá flag í hliðinni, þó að hún væri svona brött, og sums staðar var jafnve) skógarkjarr. Við fundum þar líka hvannir, sem eru fjarska sjaldgæf- ar um þær slóðir, en bláberin og krækiberin voru engu minni cn i Kardlinguit-dalnum. í dalnum var fjarska lieitt, og svo mikið af flug- um, að fyllilega gat jafnast við mý- bitið í eyjum, þegar verst hafði vcr- ið í júlímánuði. Víði- og birkikjarr var í dalbotninum en varla eins mikið af berjum og í hlíðinni. Vatn- ið hefir áður staðið miklu hærra og náð lengra upp í dalinn og þcss vegna er dalbotninn svona sléttur. Nálægt vatninu voru á nokkru svæði gulhvítar, lágar sandöldur með blöðkutoppum; var það eini staður- inn, þar sem ég sá votta fyrir upp- blæstri. Sjálft vatnið er leirgrátt að lit, en mjög ólíklegt er að þessi litla á, scm við fórum yfir, valdi því. Hefi ég ýmsar ástæður til að ætla, að á renni sunnar i vatnið, og geri sú á á það jökullitinn. Hvergi höfðum við, enn sem kom- ið var, séð eins miklar minjar eftir hreindýr og þarna í dalnuni, sj)or, horn og bein, og loks sáum við stór- an hrein, sem stóð undir fjallinu og horfði á okkur. Grænlendingunum sveið það sárt að geta ekki farið að elta hann, en þa’ð sáum við, að þeir hugðust mundu koma hér síðar. Enginn Evrópumaður (siðari tíma) liefir fyrr stigið fæti í þennan dal .... Það er lieldur ekki auðvelt að segja, hvar hinir fornu íslendingar hafa komið .... Við arm, sem geng- ur norðaustur úr Nágsugtok, kváðu vera einhverjar byggingarústir, sem ekki eru eftir Grænlendinga ....... Um kvöldið var tjaldið reist við litið vatn á liálsi, ekki liáum, fyrir sunnan Hivilikdalinn. Úti i vatninu var fjarska mikill jurtagróður, og moraði alveg af brunnklukkum og ýmis konar smákröbbum, en ósköp- in öll af vatnabobbum sátu á stcin- unum í vatninu. Okkur furðaði mjög á þessu kvika lifi í fjallavatni svona nálægt jökulauðninni, en i aðra röndina var það okkur Htið gleði- efni. Annað vatn var ekki að fá í nánd, og við höfðum engar tilfær- ingar til að sjóða það. Vatnið reynd- ist furðanlega bragðgott, og kalt var það, en það eru engar ýkjur, að það brakaði undir tönn eða réttara sagt krabbarnir í þvi ...... Framhaltl i næsla hlaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.