Fálkinn


Fálkinn - 24.06.1949, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.06.1949, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 iskan“ blæ, þau eru þrungin af lífi, litauðgi og birtu. Þess vegna liefir orðið að leggja sérstaka alúð við prentun myndanna í bók hans. Litasamsetningin er svo margbrotin og erfitt að ná lienni á prent. En svo vel eru þessar litmyndir gerðar, að hreinustu furðu sætir. Ásgrímur liefir aldrei starf- rækt málaraskóla, en margir af bestu listamönnum lahdsins hafa notið liandleiðslu lians, þ. á. m. Jóhannes Kjarval, Sigur- jón Ólafsson, Sveinn Þórarins- son og Þorvaldur Skúlason. Einnig munu flestir þeir Islend- ingar, sem eitthvað liafa strokið úr pensli á íéreft, hafa orðið fyrir áhrifum frá Ásgrimi, beint eða óbeint. Ásgrimur er fæddur í Rúls- staðahjáleigu í Gaulverjabæjar- hreppi i Árnessýslu 4. mars 187(5. Hann ölst upp við vinnu og strit eins og flestir i þá daga. Hann sinnti hæði störfum til sjávar og sveita og' var á ýms- um stöðum. Um skeið vann hann að húsamálningu á Bíldudal og' ágerðist þá mjög löngun hans til þess að mála myndir af ýmsu því, sem fyrir augun bar. Rúmlega tvítugur að aldri réðst Ásgrímur utan lil náms. Hann var fátækur, en duglegur og viljasterkur, svo að honum tókst að klífa upp erfiðan bratta námsáranna við mikla sæmd. Dvaldist hann lengst af i Dan- mörku og var m. a. þrjú ár :i listaháskólanum í Charlotten- borg. Fyrsta sýning Ásgríms var haldin 1903 í húsi, þar sem nú stendur Útvegsbankinn. Fjór- árum síðar fór hann í náms- ferð til Ítalíu og varð hann þar fyrir djúpum áhrifum, einkum frá impressionistunum frönsku. Margar mvndir Ásgríms eru mjög þekktar. Ein þeirra er Hjaltastaðaldáin, sem birtist á forsíðu þessa blaðs. Af öðrum þekktum myndum mætti nefna „Útsýni frá Skeiðum“, sem geymd er í safninu í Randers á Jótlandi, og Heklumyndina stóru, sem nú er í forsetabú- staðnum á Bessastöðum. Auk landslagsmyndanna liafa blóma- myndir Ásgrims verið sérlega rómaðar. Teikningar lians úr íslenskum þjóðsögum hafa lika vakið gevsilega athygli. GRÓÐI Á HJÓNABANDINU. Amerísk frú baðst nýlega skilnað- ar við manninn sinn og bar því við, að liún befði gifst honum nauðug •— faðir bennar hefði selt bóndanum hana. Þegar það gerðist varð manns- efnið að borga þyngd hennar í mais fyrir að fá að kalla liana konuna sína. Hún vóg 00 kg. þá. Nú krefst hún eigi aðeins þess að hjónaband- ið sé gert ógilt heldur lika að faðir tiennar greiði henni jafnmikinn þunga í maís og hún vegur nú. Hún er nfl. orðin 95 kg. og auk þess er maísinn í hœrra verði en forðum, svo að lnin hefir dálítið upp úr þessu, ef rétturinn fellst á kröfu hennar. ÆTLAR AÐ VERÐA 200 ÁRA. Frú Barbara Moore-Pataleewe sein er 60 kíló á þyngd þó að hún lifi eingöngu á ávaxtasafa, segist œtla að verða 200 ára gömul. Hún hefir ekki borðað almennilega máltíð svo lengi sem hún man til. Núna cr hún 45 ára og segist vona að hún eigi eftir að iifa 155 á sama gutlinu, sem liún hefir nærst á undanfarið. Hún drekkur þrjú glös af ávaxasafa á dag, eða safa sem hún hefir gert sér sjálf, og sýður úr grösum, sem hún tinir i Hyde Park. KÍNVERJAR TIL KANADA. Kínverjar sækjast mjög eftir að komast til Kanada. í fyrra sóttu 244 sem þegar voru búsettir í landinu, um dvalarleyfi fyrir ættingja sína, en það eru margvislegar hömlur á þvi. Tvöllin á Hellisheiði byggja Vestmnnnaeyjar. — Pennaleikning, gerð 19b8,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.