Fálkinn


Fálkinn - 15.07.1949, Qupperneq 7

Fálkinn - 15.07.1949, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 U.S.A. sýnir kraftana. — Á Messerschmidt flugvellimim í Augsburg í Þýskalandi hafa Bandaríkjamenn fyrir nokkru haft sýningu ú skriðdrekum, 20 og kO smálesta, búnum allra nýj, ustu byssum. Myndin sýnir á- höfn og útbúnað, sem þarf á svona skriðdreka. Hundur fær orðu. •;— Það er tékkneskur flugmaður sem á þennan hund, sem nefnist Antis, og hafa þeir bátðir starfað í franska og enska flugliðinú í stríðinu. Nú hefir hundurinn fengið svonefnda Dickin-orðu í London, sem er veglegasta orð- an, sem hundur getur fengið og svarar til Victoríukrossins hjá hermönnum. Það er sjálfur Wa- vell marskálkur, sem sæmir hundinn orðunni. Heldur sig verða Messías. — Ung- ur amerískur trúboði, Krishna Venta, var nýlega í London ásamt konu sinni, og vekur mikla athygli. Hann er í út- liti líkur því sem menn hafa hugsað sér spámenn Gyðinga. Og nú segist hann hafa fengið þá opinberun, að hann sé Messí- as endurborinn. — Hér sjást þau hjónin vera að matast á gistiherbergi sínu í London. Vcgna klæðarburðar þeirra fá þau ekki að borða í matsalnum. Glaðir tennisiðkendur. — Tenn- ismót stendur fyrir dyrum í Wembley í London og lielsta afreksfólk í þessari íþrótt er þegar komið á vettvang til að æfa sig. Hér sýna nokkrir af stórlöxunum ærslalundina, að afstaðinni æfingu á tennisbraut- unum. Til vinstri sést Panco Segura frá Suður-Ameríku bera Dinna Pails frá Ástralíu á bak- inu, en til hægri hefir Amer- íkumaðurinn Jack Kramer gerst reiðhestur landa síns, Robby Riggs. Til vinstri: Zúlu-höfðingi á ferðalagi. Albert L. Luthuli, hreinræktaður Zulu- höfðingi frá Suður-Afríku hefir verið í fyrirlestraferð í Banda- ríkjum, á vegum kirkjufélags þar. Á myndinni sést hann vera að kveðja Bandaríkin áður en hann stígur inn í flugvélina, sem flytur hann til Johannes- burg. Luthuli, sem er vestrænn í háttum, ræður yfir fjölda þegna og ríki hans er skammt frá Durban í Natal. 'Til hægri: St. Patreksmessa. írar halda hátíðlegan minningardag þj.óð- ardýrlings sins, heilags Patreks, sem flutti kristnina til Irlands. Þennan dag bera írar smára- lauf á höfðuðfati sínu, því að Patrekur noiaði smáralaufið sem tákn heilagrar þrenningar. A myndinni sést liðsforingi festa smáralaufið á einkennishúfu gamals hermanns. Yfir þökum Parísar. — Elting- arleikur við þjófa eftir besta reyfarasniði, fór nýlega fram í París. Þjófurinn var í lögreglu- búningi og komst upp á hús- þak og var eltur hús af húsi. En hann náðist. Parísargáski. Meira samsafn af skeggi hefir aldrei sést en á skemmtun, sem haldin var á Moulin de la Galette í París fyr- ir nokkru. Allir þátttakendur og qðstoðarfólk, þjónar og hljóð- færaleikarar voru skyldaðir til að vera með skegg. Hér sjást tveir af þátttakendunum — skeggjaðar ungfrúr. Blóm meðal ávaxta. í Florida er svo mikið af grape-fruit að fólk getur leyft sér að skreyta heilan grasvöll með þeim við hátíðleg tækifæri. Unga blóma- rósin á myndinni þarf ekki að kvíða því að hún fái ekki nóg af þessum nærandi og hressandi ávexti fyrst um sinn. Síðasti dagur austurmarksins. Austur-markið rússneska var afnumið sem gjaldeyrir í vest- urhverfum Berlínar í mars, og daginn áður en það gekk úr gildi þyrptist fólkið í vestur- hverfunum í búðir til þess að koma þessum peningum í varn- ing. Varð þröng og stympingar við búðirnar og hillurnar tæmd- ust fljótt. En kaupmennirnir stóöu eftir með tómar búðir en fulla skúffuna af austurmörkum

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.