Fálkinn


Fálkinn - 15.07.1949, Síða 8

Fálkinn - 15.07.1949, Síða 8
8 FÁLKINN )<«<«««««««■««««««* v V V >ó >' V > r >r Sf V1 v S r >r >->->->>->->->>->->->~>>^^^ i \ /«, - C i \ t. > < /. i s, > ^ ístfflnginn nf nnnnrri ÞÝDD SMÁSAGA— ■ ->->->->->->-> -> ->->->->-> >->->-> ÞEGAR Lydia var kynnt Kar- sten hugsaði hún með sér: Hann er ljómandi, en virðist taka sjálf- an sig og lífið full hátíðlega. Hann mundi líklega ekki verða viðfelld- inn eiginmaður. I hvert sinn sem Lydia hitti nýj- an mann, reyndi hún að gera sér grein fyrir hvernig eiginmaður hann mundi verða. Tökum til dæmi hann Árna, þennan trygga fylginaut hennar, glæsiklæddan svo að lá við tildri, en mann sem alls ekki mundi hægt að reiða sig á. Það mundi geta verið gam- an að honum, en ónærgætinn mundi hann verða og hætta við að gleyma smámunum, sem ekki væru þýðingarlausir, svo sem mánaðarpeningunum. — Hann mund eflaust færa henni blóm og glys, en erill af rukkurum yrði við dyrnar alla daga. Eða Sverrir, leiðinleg mann- tegund, sem vafalaust mundi temja sér ýmiskonar óþolandi dynti, svo sem að lesa blöðin á ákveðinni klukkustund á hverj- um degi eða líta á klukkuna þeg- ar hún yrði átta á kvöldin og segja: „Viltu gera svo vel að opna útvarpið, það er fróðlegt að fylgj- ast með því, sem gerist í veröld- inni. Konu Sverris, hver sem hún yrði, mundi aldrei skorta þægindi og hugulsemi, en ef hún gæti ekki sætt sig við hinar fábreytilegu og skorðuðu lífsvenjur Sverris, hlyti hún að verða móðursjúk. Eða-Óli, léttlyndur og gaman- samur og alltaf með fyndni eða bros á vörum. En til lengdar varð maður leiður á honum. Eða Níls, sem alltaf var að segja sögur, og oftast sömu sögurnar, og hlyti að verða hundleiðinlegur innan við þrítugt. Hann var nú verstur þeirra allra. Þessir menn áttu eitt sameigin- legt. Þeir höfðu allir beðið henn- ar. Það var svo sem engin furða, því að Lydia var manneskja, sem hver karlmaður gat verið stolt- ur af að kalla konuna sína. Hún var ekki aðeins lagleg. Hún var ómótstæðileg, með ljósa hárið, lokkandi brosið og gáfuleg brúnu augun — svo djúp og leyndar- dómsfull að ailir kunningjar henn- ar þóttust geta lesið hvað sem þeir vildu úr þeim. Svona var augnaráð hennar líka þegar hún hitti Karsten. Og áhrifin hjá Karsten urðu söm og hjá öllum hinum. Hann dansaði við hana einu sinni, tvisvar, þri- svar. . . . og svo iagði hann hald á hana það sem eftir var kvölds- ins. Hann sagði það, sem hún bjóst við að hann mundi segja: Þú dansar eins og engill. Þú ert yndisleg, Lydia! Auðvitað reyndi hann að kyssa hana og hún lét hann ráða því. Þegar þau kvödd- ust sagði hann innfjálgur: Lydia, við verðum að sjást aftur! Henni fannst að það gæti verið gaman að því svona nokkrum sinnum, og gaf honum símanúmerið sitt. Hann hringir vafalaust áður en ég vakna í fyrramálið, hugsaði hún með sér og glotti. Svo sagði hann: Lydia, það er himneskt veður núna, eigum við ekki að ganga niður að á. — Þeir sögðu þetta allir, svo framarlega sem nokkur sólarglæta sást á sunnu- dagsmorgni. Og svo héldu þeir áfram með því að bjóða henni á veitingastað að kvöldinu og bjóða henni í bíó næstkomandi miðviku- dagskvöld. Það var eins og þeir notuðu sömu uppskriftina allir, fannst Lydiu. Hann simaði klukkan níu á sunnudagsmorgun. — Halló, svaraði Lydia syfju- lega og opnaði augun rétt svo, að hún gat séð hve allt óð á súðum í herberginu. öll fötin, sem hún hafði verið í daginn áður, voru þarna eins og fjaðrafok. — Halló, það er Karsten, ég vona að ég hafi.ekki vakið þig. Röddin var skær og hressileg. — Nei, vitanlega ekki, Karsten. En hvað þú varst vænn að hringja (Æ, hver skrambinn, hugsaði hún með sér, — nú verð ég að pressa græna kjólinn minn. Ekki skil ég hversvegna ég get aldrei lært að hengja upp fötin mín). — Það er himneskt veður, sagði Karsten. Ertu við nokkuð bundin í dag? Lydia hélt trektinni frá sér meðan hún geispaði, en Karsten hélt áfram: Ef þú værir ekki við annað bundin, datt mér í hug að við gætum gengið niður að á, — það er svo rólegt þar, og — Og mér datt einmitt það sama í hug, tók Lydia fram í. Eg verð víst að hressa svolítið upp á litinn á þessum kjól, hugsaði hún og horfði á kjólinn sem lá á stólbakinu. — Fyrirtak! sagði Karsten. — Hvernig litist þér á að hafa með sér nestiskörfu, ég get fengið hana mömmu til að búa til eitt- hvað gott. — Það er freistandi, sagði Lydia. — Ágætt. Þá sæki ég þig klukkan tólf. ÞAÐ VAR hressandi kaldi nið- ur við ána. Lydia hafði tekið af sér skóna og sat berfætt í gras- inu. Karsten lá og hallaði höfðinu upp að hnjánum á henni og and- litið sneri frá henni. Skelfing er hann alvarlegur, hugsaði hún með sér. Hún renndi fingrunum gegnum hárið á honum. Eg veit hvað hann er að hugsa um, hugs- aði hún með sér. Allir karlmenn eru eins, þeir vilja gusa úr sér ástarjátningunum. Þeir geta ekki beðið. Hún hristi höfuðið, eins og hún vildi hrista af sér alvöruna. Hún vildi ekki hugsa um ástir sem alvörumál. Hún hafði ávallt haft kjörorðið: „Leiktu þér við ástina — þá meiðir hún þig ekki.“ Hún leit á ástina eins og leik. Og nú ætlaði hún að leika sér að Karsten. — Karsten, hefirðu nokkurn tima verið alvarlega ástfanginn? Hún beið eftir svarinu með sjálfs- byrgingslegu brosi, sem sýndi að hún þóttist hafa yfirhöndina í leiknum. — Já, ég hefi verið ástfanginn, — ég held ég sé það enn. Hann gutlaði í vatninu með fingrun- um. — Hún hét Elsa, og skrítnast er að ég held að hún sé lík þér. Hönd Lydiu, sem lék um hár hans, stirðnaði snögglega og varð tilfinningalaus. Karsten tók eftir breytingunni. Hann settist upp og mjakaði sér ofurlítið fjær henni. Það var ekki þetta svar sem Lydia hafði búist við. Hún hafði haldið að hann mundi svara eins og allir hinir: Eg er alvarlega ástfanginn, Lydia — í þér. Jafnvel Árni, sem hafði verið mesti kvennavinur frá því að hann var átján ára, svar- áði: Þær eru ekkert á móts við þig, allar hinar, Lydia. En Karsten sagði henni að það væri önnur stúlka. — Verður Elsa ekki móðguð þegar þú duflar við aðrar stúlk- ur, eins og t. d. mig? Flestar stúlk- ur mundu ekki líða það. — Eg dufla alls ekki. Hann virtist verða gramur. En ef þú vilt endilega vita það, þá höfum við Elsa jagast. Það er langt síð- an ég hefi séð hana — nærri því ár. En á þeim tíma hefi ég aldrei rennt hýru auga til stúlku, þang- að til ég hitti þig í gær. Mér fannst eitthvað við þig, sem minnti mig á hana. Ekki útlitið, heldur hvern- ig þú gengur og hvernig þá hiærð. Það er erfitt að skýra þetta, en ég sá svipmótið undir eins og ég sá þig. Lydia sat þegjandi og hugsaði sér: Svo — hann hugsaði sér að hafa mig sem uppbót fyrir Elsu sína. Þegar hann kyssti mig í gær, hugsaði hann til Elsu og í- myndaði sér að það væri hún. Lubbamennið! Skrítið að mér skuli finnast sárt að hlusta á þetta. — Hvað skeði? spurði hún. — Hversvegna jöguðust þið? Hún sá að hann kipraði var- irnar og vissi að hann mundi verða sagnafár. — Það var annar. Gamla sagan. Röddin var beisk. — Giftist hún honum. — Nei, hann er erlendis og kemur ekki aftur fyrr en í nóv- ember. Þá ætla þau að giftast. — Nóvember — eftir þrjá mán- uði! Og þangað til vonar þú, að kannske muni hún taka þig í sátt aftur. Er það þannig, Karsten? Hann tók fram í, óþolinn: Er nauðsynlegt að halda áfram að tala um þetta? Hann tók skó Lydiu upp og rétti henni. — Það dregur fyrir sólina. Það er best að við förum. HANN símaði ekki til hennar aftur. Hollast væri að hún sæi hann aldrei framar, hugsaði Ly- dia með sér. En örlögin voru á öðru máli. Það var beinlínis grun- samlegt hve oft þau rákust hvort á annað, ýmist á götunni eða í samkvæmum. Lydia gat ekki gleymt honum. Hún var alltaf að hugsa um hann, frekar en nokk- urn annan mann, sem hún hafði kynnst. Og hann var óvinnandi! Eða var hann það ekki. Hún greip sig í að telja mánuðina. Meira en einn mánuður var liðinn, og alltaf styttist þangað til Elsa giftist. I hvert sinn sem þau hittust leit Lydia spurnaraugum á Kar- sten, en hann sagði henni ekki neitt. Hafði hann hitt Elsu? — Hugsaði hann til hennar ennþá? Hve lengi mundi hann halda á- fram að vona að fá hana aftur? Lydia var líka farin að hugsa um Elsu. Hvers konar manneskja var hún? Hvernig leit hún út? Þetta var hlægilegt — beinlínis viðsjár- vert. Lydia skildi það ekki sjáif, hún hafði leikið sér svo lengi að ástinni, að hún stóð uppi eins og frávillingur undir eins og ástin varð annað en leikur. En eitt skildi hún. Hún var ástfangin af i

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.