Fálkinn - 15.07.1949, Blaðsíða 9
FÁLKINN
9
Karsten, alvarlega ástfangin í
fyrsta skipti á ævinni. Nú skild-
ist henni að ástin var alvörumál,
en ekki til að leika sér að. En gat
hún ekki barist fyrir ást sína?
Þýddi nokkuð að reyna að keppa
við þessa Elsu, sem hún hafði
aldrei séð ? Það mundi engan veg-
inn verða auðveld barátta, úr því
að Elsa átti heima í innstu fylgsn-
um Karstens. Það var ekki að
ófyrirsynju að Lydia hafði þetta
klókindabros um varirnar. Hún
skildi að hún varð að fara var-
lega í málið, og ekki gera Karsten
leiðan á sér.
Tíminn ieið og nú var kominn
nóvember. Var Elsa búin að gift-
ast hinum? Og ef svo væri —
mundi Karsten þá hafa augun
opin fyrir yndisþokka annarra
kvenna? Óvissan kvaldi hana. —
Hvers vegna átti hún að vekja
Karsten? Nú gerðist það í fyrsta
sinn að hún vissi ekki hvernig hún
átti að koma manni til við sig.
En hún hafði hugboð um, að ráð-
legast mundi vera að hafa þolin-
mæði og láta hann fá tíma til að
gleyma Elsu. En þolinmæðin var
ekki Lydiu sterka hlið, hún var
að eðlisfari eirðarlítil og fram-
hleypin.
En lífið varð að hafa sinn gang
meðan á biðinni stæði, og hún
skemmti sér með hinum kunn-
ingjunum, sérstaklega Árna, því
að þá voru mest líkindi til að hún
hitti Karsten. Áður hafði hún
jafnan hlakkað til þegar henni
var bcðjö út. Hún var vön að
vanda mikið til klæðaburðar síns
við siík tækifæri, og þegar hún
hafði dubbað sig upp, hafði hún
kinkað ánægjulega kolli til sjálfr-
ar sín í speglinum. Og svo lagði
hún af stað til að hitta h'errann
sinn, vígreif og eggjandi — og
alltaf viss um, að það væri hún
sem hlæði síðast. En það var áður
en hún hitti Karsten. Nú var hún
hætt að skemmta sér, fannst
skemmtanalífið ekki annað en
hjóm. Eins og t. d. þessi för með
Árna út í bæ — hún hlakkaði
ekkert til. Hún klæddi sig eins og
sjálfvirk vél, en var að hugsa um
hvað Karsten hefði fyrir stafni
núna.
Árni var fæddur gentilmaður.
langmyndarlegastur og skemmti-
legastur af kunningjunum henn-
ar. Lydiu fannst það nærri því
skrítið, að hún skyldi ekki hlakka
til að vera með Árna, — allar
vinstúlkur hennar mundu vafa-
laust öfunda hana af því.
Fyrst fóru þau inn í litla vín-
stofu. Árni leit rannsóknaraug-
um á hana. — Þú ert þreytuleg.
Tekurðu þér of mikið neðan í því ?
Lydia hrökk upp. Var henni svo
gramt í geði að það væri farið að
sjá á henni? En hún vildi ekki
láta á neinu bera og svaraði:
,,Þú ættir sanarlega að hafa svo
mikla reynslu að þú vissir að
kvenfólkinu er ekki vel við að
heyra, að það sé þreytulegt, jafn-
vel þó að það væri satt. Það er
alls ekki skemmtileg byrjun —
svona þegar maður ætlar að fara
að skemmta sér.“
Árna þótti þetta auðsjáanlega
leitt og reyndi að bera í bæti-
fláka: „Góða Lydia, það var ekki
svoleiðis, sem ég meinti þetta. Þú
ert jafn yndisleg og þú átt að þér
að vera, en mér fannst bara þú
vera svo hljóð, og það er ekki líkt
þér.“
Lydia slökkti í vindlingnum og
drakk glasið í botn án þess að líta
á hann: Þú talar eins og gömul
frænka, Árni!
Árna létti og hann brosti er
hann heyrði svarið. Nú var hún
líkari sjálfri sér, en samt var hún
eitthvað öðruvísi en hún átti að
sér. — Eg held að eitthvað hljóti
að hafa komið fyrir þig, Lydia, ég
veit ekki hvað það er, en þú ert
svo annarleg. Venjulega finnst
mér eitthvað liggja í loftinu milli
okkar, hvort sem við dönsum eða
erum að tala saman.
Einmitt þetta fannst henni
sjálfri. Bara að hún hefði getað
skýrt fyrir honum hvers vegna
þetta var svona. Allt í einu stóð
hún upp: Við skulum fara, ég
cr svöng. Hann spratt upp og lagði
herðaskjólið á axlirnar á henni.
Nú var augnablikið komið — að
hún sneri sér að honum og segði
honurn að þetta væri ekki nema
ímyndun — það væri ekkert að
henni. En hún gat það ekki. Hana
langaði til að segja honum að
hún væri breytt, að hún væri
orðin ástfangin í fyrsta sinn á
ævinni, en hún gat það ekki. Eng-
inn af kunningjum hennar, og
síst Árni, mundi trúa því, hvort
sern var.
ÞAÐ VARÐ ekki Karsten held-
ur vinstúlka hans, sem sagði henni
frá giftingu Elsu. Lydia hitti hana
í sporvagni og þær fóru að tala
saman. Þær töluðu um kunningj-
ana og um new look og hattinn
dömunnar í sætinu fyrir framan.
Svo sagði vinstúlkan: Þú hefir víst
heyrt um gamla ljósið hans Kar-
stens? Hún var að giftast öðrum
hérna um daginn, einhverjum Jan
Ppiiorson eða Pedersen. . . . Það
verður víst reiðarslag fyrir Kar-
sten, jafn vitlaus og hann var eftir
henni. Það var frekar hlökkun
en samúð í röddinni. — En ætli
hann jafni sig ekki eftir þetta.
— Já, sagði Lydia og reyndi að
sýnast hlutlaus um málið. Alltaf
skeður eithvað nýtt. —r Jæja,
blessuð — hérna fer ég út.
Hvers vegna brosti Lydia svona
glaðlega þegar hún kom út úr
vagninum? Hafði hún von?
Tveimur vikum síðar hitti hún
Karsten í leikhúsinu. Þau töluðu
saman í hléinu. En það var fólk
með þeim báðum og þau töluðu
bara um veðrið og verðið á sigar-
ettunum. Nokkrum dögum síðar
hittust þau fyrir utan Tjarnarbió.
Bæði eins síns liðs. Karsten á leið
inn og Lydia á leið út. Karsten
sagði góðan daginn, — það er fall-
egur hattur, sem þú ert með í dag.
öllu meira var ekki sagt í það
skiptið.
Svo gerðist dálítið. Viku fyrir
jól símaði hann og bauð henni
að borða með sér miðdegisverð.
Hún svaraði rólega, en hjartað,
tók loftköst. Loksins, loksins.
Hann brosti hikandi til hennar
yfir borðið. En hvað þú varst væn
að koma, Lydia.........
— Já, það er orðið langt síðan
seinast, svaraði hún léttilega og
brosti gamla brosinu sínu. En
henni var fyllilega Ijóst að þessir
samfundir gátu spillt öllu. . Hún
var ekki lengur sú gamla, ósær-
anlega Lydia, sem lék sér að ást-
inni...... ,
— Elsa giftist í nóvember, sagði
Karsten upp úr eins manns hljóði.
Lydia leit forviða á hann. Hún
hafði ekki búist við að hann
minntist á þetta, og síst svona
beinlínis.
— Já, sagði hún, — ég hefi
heyrt svo sagt.
Þau töluðu ekki meira um Elsu.
Þetta varð skemmtilegt kvöld og
þau sömdu um að hittast aftur.
ÞETTA HÉLT áfram. Hvert
stefnumótið rak annað. Bráðurn
var komið sumar. Og loksins sagði
Karsten orðin, sem Lydia hafði
þráð í meira en heilt ár.
— Eg elska þig, Lydia. — En
hann faðmaði hana ekki að sér,
eins og hún hafði búist við. 1
staðinn stóð hann kyrr og horfði
alvarlega á hana: Lydia, manstu
hvað ég sagði þér um Elsu, hve
mikils virði hún væri mér?
— Já.
— Eg veit ekki hvernig ég á að
koma orðum að þvi, en mig lang-
ar til að þú skiljir, að nú er hún
mér einskis virði framar. Eg hefi
verið hræddur við að segja frá
tilfinningum mínum til þín, en ein-
mitt vegna þess að ég sagði þér
svona frá Elsu. En nú veit ég að
hugur minn til hennar var ekkert
á móti hug mínum til þín.
— En þú gleymir aldrei Elsu,
sagoi Lydia rólega. Hver veit
nema þú minnist hennar í hvert
sinn sem þú lítur á mig. Hún
mundi hvað hann hafði sagt: Þið
eruð svo líkar í göngulagi og þeg-
ar þið hlæið. — Hún horfði á
hann og sagði: En ég elska þig,
Karsten, og ég hætti á þetta.
Röddin var heit og sannfærandi,
augun ljómuðu. Aldrei hafði hún
verið svona falleg — og kannske
var það af því að gamla sigur-
vissubrosið var horfið.
Sterkar taugar. Fijrir nokkrnm mánnðnm nppgötvaðist í
London 1200 kg. þnng Jnjsk sprengja, sem hafði fallið 1941 og
grafist djúpt í jörð. Sex fyrrverandi þýskir stríðsfangar huðn
sig fram af frjálsum vilia lit þess að hjálpa sprengjusérfræð-
ingum liersins til að ná sprengjunni upp. Meðan á því verki
stóð voru mörg þúsund manns í nágrenninu látin yfirgefa
íbúðir sínar og öllum strætum i kring var lokað fýi'ir umferð.
Myndin sýnir hið spennandi augnablik er sprengjan var
dregin upp úr gignum. Ljósmyndarinn hefir vafalaust verið
miklu hræddari en verkamennirnir, því að þeir virðast vera
ofur rólegir.