Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1949, Page 6

Fálkinn - 19.08.1949, Page 6
6 FÁLKINN LITLA SAGAN i úlfohreppo — Jú, á minni löngu ævi sem fyr- irlesara, liefir ýmislegt komið fyrir mig, sem kalla mætti broslegt, sagði Iversen prófessor og tollaði vind- ilinn, — en líka ýmislegt sem heita má vandræðalegt, að maður ekki segi hræðilegt iíka, tautaði liann svo og varð hugsi. ■— Æ, hlessaðir segið þér okkur frá, kölluðum við öll, hvcrt sem betur gat, því að við vissum af reynslunni að þegar Iversen prófes- sor oftasl kallaður „náttúrulæknir- inn“, fór að rifja upp gamlar end- urminningar hafði hann ailtaf ein- hverja gamla sögu í huganum, sem iiann vildi ekki brenna jnni með. — Jú — jamm —- það var vist 1922 eða ’23, nei, bíðið þið hæg, 1924 var það, síðsumars 1924, i ágúst ef ég man rétt, byrjaði Iver- sen aftur og hagræddi sér í sófan- um. — Það var í þá daga, sein það var orðin tíska þctla með sólbað, striplingastúkur og þess háttar, skilj- ið þið. Sérstaklega iiafði hreyfingin fengið góðan byr i Svíþjóð og þar skaut striplinganýlendunum upp eins og gorkúlum. Blöð undir nöfnunum „Heilsa og náttúra“, „Hið græna fíkjublað“ og þvi um líkt fóru eins og hundafár um allt landið, og fólk af öllum stéttuni stofnaði striplinga- félag. Jæja nú hcfir „heilbrigð sál i hraustum líkama" jafnan verið kjörorð mitt, og það var enginn vafi á , að tilgangurinn með þessu var góður. Þess vegna var það, að þegar ég fékk beiðni um að halda fyrirlestur í einu af liinuin stærri striplingafé- Iögum Svíþjóðar, þá svaraði ég und- ir eins játandi og hélt af stað. Þegar ég kom þangað varð ég þess vísari að félagið ætlaði að fara að halda eins árs afmæli sitt, og fyrirlestur minn, „Náttúran lagar allt“ átti að flytjast á hátíðinni, en á eftir átti að verða veisla. Jæja, ég liafði samkvæmisfötin min með —- ég gat ekki haldið fyrir- lestur nema í kjól og með hvíta slaufu — og vandlega undirbúinn gekk ég inn í salinn með handrit- ið undir hendinni. - Hvílik skelfing! Hvað haldið þið að hafi blasað við inér? Salurinn troðfullur af konum og körlum -—• allsberum! — Eg hafði vitanlega ekki gert ráð fyrir þessu, og ég segi ykkur það satt, að jiað var hörmung að vera eini maðurinn í fötum, i svona samkvæmi. Gagnvart allri þessari nekt fannst mér ég vera eins og kamar á Holtavörðuheiði, og ég átti erfitt með að einbeita mér að fyrirlestrinum, enda var hann langur. Hér tókum við fram í fyrir Iver- sen með því að reka upp hlátur, en hann bandaði og sagði: -— Nei, bíðið þið við, sagan er ekki búin. Bíðið þið nú hæg. — Eins og ég sagði átti að vera stór veisla eftir fyrirlesturinn og brennt barn forðast eldinn. Eg vildi ekki skera mig úr, og þegar fyrir- lestrinum lauk skaust ég upp í her- bergið mitt og íklæddist gervi Adams sáluga. Með blendnum tilfinningum virti ég fyrir mér mitt tuskulega holdlega ég í stóra veggspeglinum en ég vísaði öllum samviskunnar mótmæhim á bug, af eintómri hug- ulsemi við forstöðunefndina. Krump inn og kengboginn laumaðist ég nið- ur stigann til að sameinast sálu- frændum mínum. Eg komst að dyr- unum á veislusalnum án þess að mæta nokkrum, og skaust inn fyrir. Þegar ég kom inn sló öllu í dúna- logn eins og samkvæmt skipun, og allra augu beindust að mér, aum- ingjanum i allri minni nekt. Eg var eins og ég hefði fengið slag, og starði bara á móti •— starði, starði — á viðhafnarkjóla kvenfólksins, á kjól- föt karlmannanna — á einkennisbún- inga og loðskinn. Af kurteisi við mig hafði allt samkvæmið klætt sig! Jú, jú, sagði Iversen að lokum og hallaði sér aftur í sófanum og starði hugsandi út í bláinn. — Það var nú í þá daga. Og svona var sagan. Við horfðum öll á hann og enginn sagði neitt og engum stökk bros. En sagan var skrítin, ekki varð )>ví neitað. Stiafénnínn bjarnaii lifi Itarn ÁÐUB en Adolf Sax, sá sem bjó til vinsælasta hljóðfæri nútimans, saxófóninn, var orðinn 21 árs, liafði hann orðið fyrir margs konar slysum, sem vafalaust hefðu' orðið venjulegum mönnum að bana. Þegar hann var barn datt hann niður stiga, og slasaðist svo mikið á höfði, að talið var að hann biði jiess aldrei bætur. Tveim vikum sið- ar glcypti hann saumnál og varð að gera hættulegan skurð á honum til að ná henni. Næsta áfall var það, að hann datt á hlóðirnar í eldhúsinu og skaðbrenndist. Drengurinn er fæddur hrakfalla- bálkur, sagði móðir hans við mann- inn sinn, sem var hljóðfærasmiður í Dinat í Flandern. Adolplie — hann liét Antonie en var ýmist kallaður A'dolphe eða VITIÐ ÞÉR . . . . ? að styttan af frelsisgyðjunni, sem stendur við innsiglinguna til New York, er svo stór að 40 manns rúmast auðveldlega í höfð inu á henni? Frá undirstöðunni og upp að blysinu er styttan 100 metra liá. Hún var gefin Bandaríkjunum af frönsku þjóðinni árið 1860. 1V/V/V/V<V Til hægri: að strætisbrautirnar í New York flytja daglega 5—(> milljónir manna? Til þessara flutninga þarf járnbrautir, sem eru sumpart ofan- og sumpart neðanjarðar, og eru 1175 kílámetra langar. Og þegar mesi er að gera á dag- inn eru um 5.500 vagnar í gangi. Starfsfólkið við strætisbrautirn- ar er samtals um 35.000 manns. að þegar þér notið fallhlíf lend- ið þér á jörðinni með sama hraða og ef þér hefðuð stokkið fram af 4—5 metra háum palli. Þegar maður snertir jörðina á maður að gera sig eins mátt- tausan og maður getur, til þess að forðast beinbrot eðu önnur meiðsli. bara Sax — fór snemma að vinna á stofunni hjá föður sínum. Hann hafði mikinn áhuga fyrir liljóðfær- unuiii. Fyrstu vikuna sem hann vann hjá föður sínum, drakk hann eitt- hvað, sem hann liélt að væri vatn, en það reyndist vera hreisnilögur, sem blandaður var vitrióli. Adolpe lifði þetta af líka. Hvert slysið rak annað. Hanri skað brenndist i annað sinn, fékk gaseitr- un og var dreginn hálfdauður upp úr á. Einu sinni var liann að tala við kunningja sinn fyrir utan púð- urgeymslu, en lnin sprakk þá í loft upp. Þá brann hárið.á honum og fötin utan af honum. Þegar Sax var 21 árs bjó hann til bassa-klarinettu, sem var talin betri en nokkur önnur, sem þá var i boði. Þá afréð hann að fara iil Parísar til að framast, undir eins og hann hefði aflað sér peninga iil ferðarinnar, e jietta dróst þang- að til liann var orðinn 28 ára, og ferðapyngjan var létt. Hann þekkti engan í París og settist að í litlu dvalarheimili og fékk versta herbergið )>ar. Þar skrif- aði hann öllum kunnustu hljóðfæra- leikurum í París bréf og falaðist eft- ir atvinnu, en enginn þeirra svaraði honum. Þess varð skemmst að bíða að peninga hans þryti. Hann lagðist í hólið sitt þreyttur og svangur og var að hugleiða, hvað hann ætti að gera, þegar hann heyrði undarlegt skrjáf við dyrnar. Bréfi hafði verið stungið undir hurðina. Það reynd- ist vera frá tónskáldinu Berlioz. Hann hngaði til að tala við Sax. Þeir samfundir urðu iimamót :i ævi Sax. Nú fékk hann tækifæri iil að gera tilraunir og smiða ný hljóð- færi. Eftir eitt ár hafði hann smíð- að saxofóninn, sem vakti þegar i stað aihygli tónlistarmanna. Og Sax varð kennari við tónlistarháskólann í París, og hafði saxofónblástur að kennslugrein. Þetta var byrjunin á frægðarferli Sax. Nýja hlj óðfærið fékk fyrslu verðlaun i samkeppni um besta ein- stakt hljóðfæri fyrir Jiermanna- hljómsveitir. Á sýningunni miklu i London fékk Sax eina gull-heiðurs- peninginn, sem þar var veittur fyrir uppgötvun nýrra hljóðfæra. Þetta sama ár •— Louis Napoleon hafði völdin þá — flæktist Sax alsaklaus inn i málj sem lauk þannig að hann var dæmdur til dauða. Þcgar hann stóð frammi fyrir aftökusveitinni tók hann enn á ný til máls til að verja sig og gera grein fyrir hver hann væri. — Við biðjum yður mikillar af- sökunar, sagði foringinn, sem rann- sakaði skilríkin hans. — Hermenn! Þetta er hinn mikli franski snilling- ur, sem bjó til saxófóninn! Heilsið! Hermennirnir settu byssurnar við lilið og báru höndina upp að luif- unni. En þarna hafði Sax verið i mestri lifshættunni af mörgum. Evrópa minnist ennþá Sax, sem hins fræga höfundar saxófónsins. Við og við er hans minnst í franska út- varpinu og oft heyrist í öllum hljóð- færunum, sem hann ýmist hefir end- urbætt eða smíðað að nýju. Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.