Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1949, Síða 7

Fálkinn - 19.08.1949, Síða 7
FÁLKINN 7 Botnlangaskurður í fjarsýn. Til þess að gefa læknanemam kosl á því að fylgjast með botn- langaskurðum hefir fjarsýnis- tækjum ve.rið komið fyrir á fíuy’s hospital í London. — Minni myndin er tekin við botn- langaskurð, en sá stærri er tek- in á öðrum stað á sjúkrahúsinu, þar sern stúdentarnir fylgjast með af áihuga í fjarsýnistæki. Æskan og ellin sameinast. / Chelsea í London er á hverju ári haldin hátíð, þar sem blóma sýningar, tónlistarhátíðir og í- þróttakeppnir fléttast saman. 1 Chelsea er Royal hospital, dval- arheimili örkumlamanna og gamalmenna. Á hátíðinni, sem haldin var í ár var gamla fólk- ið og öryrkjarnir klætt í gamla, skrautlega einkennisbúninga og séð um, að það gæti tekið þátt í hátíðahöldunum að einhverju leyti. Eins og myndin ber með sér, eru gömlu mennirnir á- nægðir með ungu og fallegu stúlkurnar, sem þeir hafa náð sér í. Heil borg í kafi. Þetta er loftmynd af borginni Maitland, sem er um 150 kilá- metra fyrir norðan Sydney í Ástralíu. Áin Hunter, sem hún stendur við, flæddi nýlega yfir bakka sína á löngu svæði og gerði hinn mesta usla í mörgum borgum og þorpum, þ. á m. i Maitland. Langvarandi stórrign- ingar voru flóðsvaldurinn. Myndin ber það greinilega með sér, að feiknaleg spjöll liljóta að hafa valdist af áirvextinum.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.