Fálkinn


Fálkinn - 02.09.1949, Page 6

Fálkinn - 02.09.1949, Page 6
6 FÁLKINN - LITLA SAGAN - Jóscfínn frffinka i heimsóhn ERIK RUUI) stóð agndofa með bréf- ið i hendinni. Snemma í morgun liafði komið miði um ábyrgðarbréf á pósthúsinu. Erik og Gerd, unga lconan hans reyndu að geta sér til um hvers konar bréf þetta væri, en árangurslaust. Erik liafði fengið fri á skrifstofunni til að sækja bréfið, óg nú stóð liann mállaus, eftir að hafa lesið það! Það var frá Jósefínu frænku, skruggu ættarinnar. Hún kæmi í heimsókn til þeirra, stóð skrifað, og sendi bréfið með ábyrgð því að það hafði komið fyrir áður að hún hefði komið að tómum kof- unum. Og svo hafði því verið borið við, að ekkert bréf hefði komið. Það var lúðulakálegur maður sem fór heim til sín með fregnina. Ruud reyndi að segja konunni frá hörm- unginni eins varlega og lionum var unnt, en samt var eins og skuggi legðist yfir heimilið. — Jósefina frænka! sagði Gerd og lá við yfir- iiði. — Vatn! Jósefína kom daginn eftir og þau fóru bæði á stöðina, Gerd og Erik. Hún steig niður á stéttina með þóttasvip og spurði hvort Erik hefði séð fyrir bifreið. Hann fór á stjá og var hálftíma að ná í bifrciðina. — Hneyksli, tautaði frænka, þegar jjau loks höfðu hlaðið öllum pjönk- unum hennar á bílinn. Erik þurrk- aði af sér svitann og stamaði eitt- hvað um, að það væri ekki smá- ræði, sem frænka hefði með sér. — Mér veitir ekki af því, — ég verð hér nokkrar vikur, svaraði hún i ströngum töntutón. Jósefína frænka fékk Iijónarúmið og Erik og Gerd bjuggu um sig á eldhúsgólfinu. Jósefína var ekki sem ánægðust með aðbúðina og cinn morguninn sá Gerd að öllu hafði verið breytt í svefnherberginu. Rúm- ið var komið að miðstöðvarofnin- unj og Gerd sá ekki betur en að sængurfötin væru farin að sviðna. Spégillinn horfinn af veggnum og stór ijósmynd af frænku sjálfri kom- in í staðinn og öll húsgögn komin svo langt frá glugganum sem hægt var. — Það var svoddan súgur hjá glugganum, sagði frænka og saup liveljur. Gerd og Erik voru í öngum sin- um. Þau fundu bæði, að þau gátu ekki jjolað kerlinguna öllu lengur, og lá við að færi í hart þegar hún fór einn góðan veðurdag að flytja húsgögnin í stofunnni líka. Fyrir bænarstað Gerd stillti Erik sig um að taka í taumana. En daginn eftir þoldi Erik ekki mátið lengur. Frænka skyldi verða á burt — og Jiað fljótt. Hún hafði haldið yfir þeim hróka- ræður yfir morgunverðinum. — Eg kann ekki við heimilisbraginn, sagði hún. Frá þvi i fyrramálið ætla ég mér að iaka stjórnina. Þið eyði- leggið hjónabandið með þessu hátta- lagi sem liið hafið. kJn frá Jjví á morg un skulum við haga öllu eins og heima hjá mér. Allir fara á fætur klukkan 5. Þið skiptist um að færa kaffið í rúmið. Borðum morgunverð klukkan 10, miðdegisverð kl. 13, kaffi klukkan 17 og kvöldmat klukk- an 19. Það dugði ekkert að Erik reyndi að malda i móinn og ssegja, að Jietta gæti ckki samrýmst vinnu- tímanum sínuni. Jósefína frænka starði bara á hann drápsaugum gegnum gullspangargleraugun sín. Allt i einu datt Erik ráð i hug, og hann brá konunni sinni á ein- mæli. Nágranninn átti tamdar, hvít- ar mýs. Hann yrði að fá þær lán- aðar. Um kvöldið kom hann með 5 mýs. — Við sleppum þeim inn til hennar eftir að luin er liáttuð. Ætli hún hypji sig ekki á burt úr Jjví. Klukkan sló tólf. Erik og Gerd læddust að svefnherbergisdyrunum. Þau heyrðu hrotur. Músunum var hleypt inn og Erik og Gerd brostu út undir eyru, er Jrau skriðu í flat- sængina. Allt i einu heyrðist hark og háv- aði og nú var hjónunum skemmt. Nú mundi luin koma þjótandi. Nei, J)að væri best að sjá viðureignina. Hávaðinn ágerðist. Þau litu inn og J>ar var umhorfs eins og á vigstöðv- um. Rúmföt og húsgögn í einum hrærigraut. Og á gólfinu stóð frænka á hvítum náttserk með húfu og dansaði villimannadans og rak upp siguróp við og við. Erik greip til Gerd er hún var að hníga i ómegin. Á gólfinu lágu fjór- ar dauðar mýs, en frænka hélt á Jaeirri fimmtu. — Svei mér ef Jíetta er ekki það skemmtilegasta sem ég hefi upplifað lengi, sagði hún og slengdi músinni í þilið, yfir höfðinu á Erik. — Eg var svo dugleg að veiða mýs Jjegar ég var stelpa. Haf- ið þið ekki heyrt það. Farið þið nú að sofa krakkar! Til vinstri: FALLEGA GERT. Þegar heitt er í veöri, þá veröa menn aö hafa þaö hugfast, aö hestar og önnur dýr verða venju fremur þyrst ekki síður en mennirnir sjálfir. — að beinagrindur frægra hesta eru geymd á náittúrugriyasöfnum? Að minnsta kosti er það svo í Englandi, hestamannalandinu mikla. Þar er beinagrindin úr veð- hlaupahestinum Brown Jack kom- in á safn. Hann vann 25 veðhlaup, þar á meðal Ascot-veðhlaupin 8 ár í röð, frá 1927-34 og Queen Alexandrahlaupið í Ascot 6 ár í röð. Eftir slík afrek er það ekki furða þó að fólk skoði hnúturnar úr honum með andakt á náttúru- gripasafninu í South Kensington. aö á síðasta ári fórust fleiri af umferöaslysum í Bandarikjunum, en þeir sem fórust á vígvöllum Evrópu fyrsta hálfan annan mán- uö innrásarinnar í Normandi? 32.000 mann fórust af umferða- slysum í Bandaríkjunum 1948 en yfir milljón særðust. Verður nú reynt að draga úr þessu með á- róðri fyrir aukinni ökumenningu. Á myndinni sést æstur múgur reyna að velta bíl, sem ekið hefir á gangandi mann. aö hægt er aö breyta bráðdrep- andi eitri í kválastillandi lyf? Þannig er t.d. um eitur evgptsk- ar nöðrutegundar. Þegar það er þynnt hæfilega breytist það í taugaeitur, sem fyrst og fremst er notað til að deyfa kvalir. Á nöðrubúunum egyptsku eru nöðr- urnar beinlínis „mjólkaðar“, með því að þrýsta eitrinu úr kirtlunum í nöðrukjaftinum með töng, eins og sýnt er á myndinni. Er eitrið tekið úr slöngunum aðra hverja viku. Frú Hansen snýr sér brosandi að gestinum: — Herra Guðjón, ég veit að yður þykja ketsnúðar góðir — blessaðir fáið þér vður einn í við bót! Brosið gleikkar á Guðjóni: — Svei mér ef mig angar ekki í einn enn, en ég skammast mín fyrir að borða meira, J)ví að ég er þegar búinn með fjóra. — Nei, þér eruð nú búinn að hesthúsa fjóra átta, en hvað gerir J)að til. Hér er enginn að telja ofan í yður. La(/leg hjnkriinarkona: — I hvert skipti sem ég tek um slagæðina á honum J)á fer hún að slá hraðar. Hvað á ég að gera? Lœknirinn: — Binda fyrir augun á honum. að vélin getur líka keppt viö yöur á andlega sviðinu? Það er alkunna að vélin ber langsamlega af manninum í flestu líkamlegu starfi, en nú hefir ver- ið gerð vél, sem nefnist „raf- magnsheilinn, og leysir hún á svipstundu ýms reikningsdæmi, sem menn þyrftu mörg ár til að reikna. Til dæmis getur rafmagns- heilinn, sem Manchesterháskóli hefir látið gera sér, reiknað á þrem vikum dæmi, sem þrír dug legir stærðfræðingar yrðu áreið- anlega 25 ár að reikna til enda. — Hér á myndinni sést einn af starfsmönnum háskólans vera að athuga hina margbrotnu reikn- ingsvél. VITIÐ ÞÉR

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.