Fálkinn


Fálkinn - 02.09.1949, Síða 9

Fálkinn - 02.09.1949, Síða 9
FÁLKINN 9 — Nei, nei, Teddu, svaraði hún fljótmælt. — Svei mér ef ég hugsaði út í þetta, sagði hann. Nú kemur þú með mér. Hann togaði hana upp af hekkn um og dró hana með sér. Hún streyttist á móti en varð að láta undan. Þau fundu lítið matsötuluis skammt frá. Þar var fullt af Am- eríkumönnum og japönskum vin- stúlkum þeirra. — Þú verður að borða, sagði Ted ákveðinn. — Nei, nei, Teddu, kveinaði Etzu. — Jú, jú, sagði hann. Hinir gestirnir liorfðu á þau og einhver hermaður kallaði:-—Reyndu að draga hana í iand, lasnt. Hinir hlógu. Haltu þér santan, kallaði Ted á móti. Etzu starði á matseðilinnn með tárin í augunum. — Eg horða heima, sagði hún í önguin sínum. — Nei, þú verður að borða hérna, sagði Teddy hvasst, Hann tók matseðilinn frá henni og benti á ýntsa rétti. Hún horfði á hann með skelfingu og tárin stöðv- uðust við tilhugsunina um allar þess- ar kræsingar. Hún tók matseðilinn af honum aftur og hélt áfram að segja: Nei, nei! Eg er soltinn sjálfur, þú verður að minnsta kosti að biðja um eitt- iivað handa mér, sagði Tyd. Hún gat ekki vel neitað því, og bað um ýmsa rétti handa honum. Þjónustustúlkan starði á liana en liún ieit undan. Þjónustustúlkan mundi . vafalaust vera snótur stúlka, liugsaði Etzu með sér, og þá hlaut hún að fyrirlíta stúlku, sem lét karlmann kaupa mat handa sér. Þegar maturinn kom á borðið sagðist Ted ekki borða munnbita fyrr en hann hefði séð Etzu taka matprjónana. En liún vissi að ef hún byrjaði á annað borð að eta þá gæti hún ekki sillt sig og hætt aftur. Og það var einmitt þetta sem gerðist. Ilún fór að borða og gat ekki hætt. Hún borðaði fiskisúpu og steiktar rækjur og hæsnafrikasse og kál og rísgrjón. Já hún borðaði svo mikið að Ted varð loks að orði: Mikill skratti ...... Etzu hélt áfram að borða þangað til hún gat ekki komið meiru nið- ur. Nú var hún södd í fyrsta skipti í langan tima, kroppurinn var liíýr og hehni leið vel. En hjartað var þungt — hún hafði syndgað. Hún hafði tekið við matnum og nú varð hún að greiða skattinn. Hún fékk tár i augun við tilhugsunina, en vissi að henni var nauðugur einn kostur. Sóma síns vegna varð hún að borga það, sem hún hafði þegið. Hvernig átti hún að fara að segja foreldrum sínum frá þessu? Hún var svo á- hyggjufull að hún liafði enga rænu á að mótmæla þegar hún sá að Ted gaf þjónustustúlkunni allt of mikla drykkjupeninga. Hún stóð hljóðlega upp og fór með lionum út, örvænt- andi ambátt, niðurlút með fing- urna á vörunum. Mennirnir við hin borðin kölluðu á eftir Ted. Hún skildi ekki orðin, en vissi vel hvað þeir meintu. Þegar þau komu út var orðið dimmt. Og engin ljós á götunni. Ted tók hana og þrýsti henni að sér. Og hún skalf eins og hrisla. — Ekki hérna, Teddu, muldraði hún. — Ekki hérna? En þér dettur þó víst ekki i hug .... sagði Ted. — Ekki hérna, sagði hún og reyndi að stöðva tárin. Hún hugsaði ekki um Ted heldur um foreldra sina. Hún varð að segja þeim frá öllu saman, — hve soltin hún hefði ver- ið og livernig hún hefði orðið kæru- iaus þegar hún fann matarlyktina. — Hvert eigum við að fara, spurði Ted og reyndi að láta vera að hugsa til Sue. •— Við förum heirn, sagði Etzu alvarleg. — Heim, Etzu, lil föður þíns og móður? spurði Ted vantrúaður. Að vísu hafði hann heyrt að Japanar liefðu marga skrítna siði og liug- myndir, en þetta fannst honum ganga úr hófi........ Þau lögðu af stað. Ifann tók um höndina á henni. Hún var mýkri en á Sue. Nei, hann vildi ekki hugsa um Sue. Etzu sagði ekki neitt og það var ekki fyrr ‘en þau komu heimundir liúsið að höndin fór að bærast. liún dró hann eftir sér inn ganginn i garðinum. Þar var dauf birta frá mislitum papþirsluktum. Foreldrarnir hneigðu sig hæversk- lega fyrir Ted. — Mér þykir leitt livað ég kem seint, sagði Etzu og fór að gráta. Faðirinn benti Ted til að bjóða lionum að setja og þeir settust saman á motturnar á gólfinu. — Hættu þessu kjökri, Etzu taut- aði Ted. Þú þarft ekki að gera neitt s'em þú ekki vilt, Honum fannst liann vera að verða vitlaus. Fyrst æsti hún liann upp, og svo fór hún með liann heim til foreldra sinna. Hann var að smáfæra sig til meðan iiann hlustaði á milda rödd hennar, en ekkert skildi hann hvað hún sagði. — Kæru foreldrar, sagði Etzu og snökti. — Eg er djúpt sokkin. Eg verðskulda ekki að heita dóttir ykkar. ■— Segðu okkur hvað orðið er, sagði faðir hennar. — Mér varð allt i einu svo illt i maganum. Ilmur af mat fyliti á mér nasirnar. Eg skalf og varð allt i einu svo máttiaus. Það einasta sem ég gat liugsað um var að fá mat, og þegar ég var byrjuð gat eg ekki hætt aftur. Eg borðaði þangað tii ég gat ekki meira, ég þori ekki að segja ykkur hve mörg yen hann varð að borga. Svo fórum við út og hann spurði mig hvert við ætt- um að fara .......... Þau störðu öll á Ted. Honum leið illa þarna sem hann sat á gólfinu með krossiagða fæturna. En leið- arvísirinn um Japan sagði að það væri ökurteisi að sitja öðruvísi. — Eg þoli ekki að sitja svona lengur, sagði hann við Etzu. — Hann segir að hann geti ekki heði lengur, sagði Etzu við for- eldra sína. Móðrin andvarpaaði og faðirinn ræskti sig. — Við verðum að muna, að þeirra vegir eru ekki okkar, sagði hann. — En Etzu er þó dóttir okkar, sagði móðirin varlega. — Kómdu Etty, við skulum fara, ég fæ sinadrátt í fæturna, sagði Ted. — Hvað segir liann? spurðu for- eldrarnir. Hann vill að við förum að byrja, sagði Etzu veikum rómi. Þarna var ekkert undanfæri. Keis- arinn hefir sagt að við eigum að gera sigurvegurunum til geðs, sagði faðirinn. Hann benti móðurinni og þau stóðu bæði upp. Móðirin leit örvæntingaraugum til þeirra og fór út með manninum. Þau hurfu bak við skilrúm. -— Laglega gert af gamla fólkinu, sagði Ted. Afsakaðu að ég teygi dá- iítið úr mér. Hann rétti úr fótunum. Meiri bölvaðar kytrurnar sem þetta japanska fólk á heima í, hugsaði hann með sér. Etzu lá enn á hnján- um. Hann horfði á hana. Andiitið var stirðnað og annarlegt og augna- ráðið fullt af ótta. Hann stóð upp á hnén við liliðina á henni og spurði: — Þú ert víst ekki hrædd við mig, Etzu? Hún svaraði ekki og hann þrýsti lienni að sér. Hún var róleg í faðm- lögum hans, mjúk og iieit. Hann kyssti Iiana varlega á munninn. Allt einu hljóp hiti í hann, honum fannst hann geta gert hvað sem hann vildi við þennan mjúka meyjarlíkama, sem var í faðmi lians. Þá fann Etzu eitthvað hart koma við kinnina á sér, eitthvað ferhyrnt. Hún var hrædd og gladdist hverjum fresti sem hún fékk á þvi óhjákvæmi lega. Hún stakk hendinni inn undir jakkann hans og dró fram seðlaveski. Ted reyndi að taka það af henni, en hún var fljót i snúningunum. — Nei, nei, Teddu, sagði hún og hló. En svo datt henni i hug að kannske væri þeíta vasabókin lians og hann héldi að hún vildi láta Jiann borga sér peninga. Hún vildi athuga hvort peningar væru í þessu hylki og opn- aði það. Þá blasti við henni hlæj- andi stúlkuandlit. — Ó, Teddu, sagði hún, — en hvað hún er falleg! Er þetta systir þin? — Nei, eiginlega ekki heldur .... •— Er það kannske konan þín? — Nei, eiginlega ekki heldur . . Etzu hélt áfram að stara á myndina. Hún var stórhrifin. — Þetta er stúlkan sem ég ætla að giftast, sagði Ted stoltur. -—• Ó, Teddu, hvað hún er indæl. Segðu mér eitthvað frá henni. Hvern ig er hárið á henni á litinn? Hún benti á lokkana á Sue. — Gult. — Og augun? — Blá. — Há .... eins og ég? — Miklu hærri. •—- Hvað heitir hún? hvíslaði Etzu. — Sue, svaraði Ted stutt. — Sus Sue. Það var eins og söngur í nafninu þegar hún nefndi það, fannst Ted. Etzu lyfti mynd- inni upp að kinninni á sér. Falleg stúlka sagði hún. — Kemur hún Hka til Japan? — Nei. — En þú giftir þig, sagði Etzu raunamædd. — Þegar ég kem heim. — Þú giftir þig. Hátíðlegt brúð- kaup og mörg börn .......... -— J-a, sagði Ted. Etzu hélt áfram að horfa á myndina, þrýsti henni aftur að kinninni og lagði hana svo í veskið. Svo stakk hún þvi aftur i brjóstvasa Tcds. Töfrarnir voru horfnir. Sue var i stofunni hjá þeim. Öll löngun og losti var horfið úr Ted, það var Sue sem hann þráði en ekki Etzu. Sue sem hann ætlaði að giftast og sem béið hans heima í Ameriku. Hann horfði á Etzu i rósaða kimonóinum og með obie. Hvernig hafði hann nokkurn tíma getað lialdið .. Hann fann húfuna sina og flýtti sér að komast á burt. Nú langaði hann ekki einu sinni til að kyssa Etzu. — Góða nótt, Etzu. — Góða nótt, Teddu, sagði hún blítt og fylgdi honum út. Foreldrarnir biðu hennar þegar liún kom inn. — Hvað gerðist? spurði faðirinn. — Ekkert, svaraði dóttirin. Við töluðum bara saman. Það er stúlka i Ameríku með hlá augu og gult hár, sem bíður eftir honum. Hann ætlar að giftast lienni þegar hann kemur heim. — En það hefir hann víst vitað áður, sagði móðirin. — Eg veit ekki, sagði Etzu. Hann hafði víst ekki liugsað um það fyrr en ég minnti hann á jiað. — Botnar þú nokkuð í þessu? spurði móðirin. — Nei, svaraði faðirinn. Hver get- ur botnað í þessum Ameríkumönn- um. Tulípanar handa Churchill. —- Winston Churchill, sem var einn af aðalræðamönniiniim á Ev- rópuráðstefnunni í Bruxelles nýlega, fékk sendan feiknamik- inn túlípanavönd þangað frá Hollandi. — llér sést gamli mað- urinn með hlómin. Hann er að þakka telpunni, sem afhenti honum þau. »FaLKINN« ó erindi til nllro VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjalteited Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavlk. Slmi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaOiS kemur út hvern föttudag Allar áskriftir greiOitt fyrirfram HERBERTSprent

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.