Fálkinn


Fálkinn - 02.09.1949, Side 13

Fálkinn - 02.09.1949, Side 13
FÁLKINN 13 hvað var að ske. Flugvélarnar sem liann liafði heyrt í voru enskar eða franskar og ætluðu að kasta sprengjum á virki eða járn- brautarstöð. Iiann lá lengi og hlustaði en niðurinn í hreyflunum veiktist smám saman. Hann lievrði aftur í flautunni í skóginum, nú var flaulað tvisvai- og hermennirnir komu úr fylgsnum sínum niður á veginn og fóru inn í hifreiðar sinar og skriðdreka. Gregory sneiddi hjá þeim og hélt áfram, en eftir fáeinar mínútur sá hann glampa og svo heyrði hann sprengingu, svo sem kílómetra fram undan sér. Og nú rigndi sprengjum niður næstu fimm mínútur. Logar blossuðu upp og liann sá verksmiðju- hús, sem stóðu í björtu báli. Klukkan var þrjú þegar hann kom að fyrstu húsunum í þorpinu, sem hafði oi'ð- ið fyrir flugárásinni. Hann var að hugleiða iivort hann ætti að krækja fram iijá þorp- inu eða ganga beint inn í það með kass- ann sinn á öxlinni þegar hann heyrði flug- vélanið á ný. Svo var gefið loftvarnar- merki. Hann hljóp að næsta húsi og flevgði sér þar. Honum fannst hann bíða eilífðar- tíma en alltaf voru flugvélarnar á sveimi yfir honum. Líklega voru flugmennirnir að leita uppi járnbrautarstöð eða brú til að hæfa. Loks kom ferlegur liávaði. Jörðin skalf undir lionuni, Hann heyrði múrveggi hrynja og síðan óp og vein og loks tóku loftvarn- arbyssurnar að skjóta. í næsta augnabliki hélt Gregory að hann væri sá eini sem hefði komist lífs af úr þessu viti: En hávaðinn þagnaði jafn snögglega og liann hafði byrjað. Húsið sem hann liafði farið í skól við stóð enn, og sjálfur var liann óslcaddaður, að undan- teknu því að hann var að heita mátti heyrn- arlaus. Hann þóttist vita að hann kæmist gegn- um þorpið óáreittur, í óðagotinu eftir sprenginguna. Tók kassann á öxlina og fór af slað. Ýmsir komu fram úr myrkrinu en eng- inn skipti sér af honum. Eftir tíu minútur var liann kominn út úr þorpinu og sá nú sj)ellin, sem sprengjurnar höfðu gert. Ein hafði hitt á veginn og gert stóran gig þar og tvær liöfðu liitt vegarbrúnina. Bifreiðar Þjóðverja urðu að stansa þarna, en fjöldi af hermönnum var þegar farinn að lagfæra veginn. Þorpið sem hann var nýfarinn uin hlaut að vera Dudweiler, og ef það var rétt þá var þetta vegurinn frá Saarbrucken og Neun- kircken og þá var næsti bærinn Sulzbach. Nokkrum mínútum síðar þóttist hann fá staðfestingu á þessu er hann heyrði í eim- reið og glym í vögnúm á teinunum til vinstri. Hann hafði farið yfir miðbik Sieg- friedlinunnar við St. Johann og var nú að nálgast virkjabeltið, sem var margra kíló- metra breitt. Klukkan var fjögur er hann kom auga á nokkur græn og rauð ljós. Hann hægði á sér þangað til hann hafði séð að ljósin komu frá brú einni, sem var svo mjó að vagnar gátu ekki mæst á henni. Þarna gat hann húist við að verða rannsakaður af lögregluverðinum, og af þvi að liann var bæði ólireinn og vesældarlegur átti hann á liættu að veia tekinn fyrir liðlilaupa. En úr því að þarna var brú þá hlaut vatn að vera þar líka. Hann fór út af veginum og niður bratta brekku og þar varð fyrir lion- um á. Ilann geklc nokkurn spöl á bakkanum og rak löppina ofan i við og við til að kanna hve djúpt væri. Botninn var grýttur og valnið virtist ekki djúpt, svo að hann óð út i. Vatnið var ískalt en tók honum ekki nema í hné og hann óð yfir ána, sem var um tíu metra hreið. Þar fór hann úr frakk- anum, þvoði sér í framan og um hend- urnaiv Það voru orðnar sjö vikur síðan hann h.afði krúnurakað sig og hárið liafði sprott- ið talsvert. í Paris hafði hann látið klippa sig og gera að hárinu, svo að það var svip- líkt og á Grauber. Gregory var dökkhærð- ur en Grauher ljós, en þeir líktust hver öðrum svo lítið í andliti og vaxtarlagi, að Gregory hafði ekki talið ómaksins vert að lita á sér hárið. En greiðslan á því var að minnsta kosti þýslc, og hárið orðið svo langt að það tók hann talsverðan tíma að þurrlca það, en það gerði hann með fóðr- inu á frakkanum. Tennurnar glömruðu í honum meðan liann var að afklæða sig. Svo opnaði hann kassann og fór í fína svartá SS-húninginn. Hann hafði kosið að vera kominn lengra áður en hann liafði fata- skipti, en þorði ekki að eiga undir að liann fyndi annan hentugar stað til þess, áður en birti. Og svo taldi hann sig svo langt frá framlínu Þjóðverja að það mundi ekki vekja athygli þótt SS-maður sæist þar. Hann lagði dátabúninginn í kassann á- samt hjáhninum, stígvélunum og nokkr- iim lausum steinum og fleygði öllu í ána. Svo tók hann sér tvo væna sopa af brenni- vini, barði sér dálitla stund til að koma í sig hlýju og nokkrum mínútum síðar var hann kominn upp á veginn. Þegar hann hafði gengið 3 kílómetra kom hann að litlum hæ, sem hlaut að vera Sulzhach. Það var auðséð að þarna var bækistöð herdeildar, því að bílaumferðin var mikil. Stálbræðsluofnarnir voru i full- um gangi og í bjarmanum frá þeim sá yfir verkamannabústaðina á báða bóga. Nú reyndi liann ekki að fara i felur en gekk beint fram götuna þangað til hann kom á litið torg. Þar stöðvaði liann hermann og spurði um leiðina á járnbrautarstöðina. Hann komst þangað eftir fimm mínútur og fór að farmiðasölunni. Þó að klukkan væri ekki nema 4.40 og enn svartamyrkur var eins mikið að gera þarna eins og venjulega á markaðsdegi. Og ekki sást þar nokkur maður nema í ein- kennisbúningi, liðsforingjar eða dátar í gráum lverklæðum. Jafnvel maðurinn sem seldi miðana var i dátabúningi. Gregory gtkk til hans og rétli fram Gestapopass- ann sinn. Fyrsta áfanga ferðarinnar var lokið en hann var daufur í dálkinn af kulda og þreytu. En hann varð að harka af sér. Ef herlögreglan stöðvaði harin og spyrði hvað hann væri að gera á vígstöðvunum — hvað álti hann þá að segja? Eða mundi hann geta komist áfram viðstöðulaust á skírteini Graubers? Hann berti upp hugann, horfði valdmannslega á farmiðasalann og beið átekta. XXVII. kap 1 Þýskalandi í annað sinn. Gregory stóð á öndinni meðan lögreglu- fulltrúinn, sem var á verði þarna, starði á hann. Hann var ekki viss um hvort Gesla- pomenn hefðu ekki sérstakt ferðaskírteini eins og liðsforingjar, en vonaði i lijarta sínu að nasistar væru svo voldugir í Þýska- landi að allar dyr stæðu þeim ópnar, og þeir gætu farið hvert á land sem þeir vildu hindrunarlaust. Honum létti er fulltrúinn leit aðeins á sldrteini Graubers og rétti honum það strax aftur og heilsaði. Gregory lyfti handleggn- um og heilsaði á móti, svo fór hann úl á stéttina og inri á upplýsingastofuna og spurði þjón hvenær næsta lest færi til Karls- ruhe. Maðurinn svaraði afsakandi að hann gæti ckki sagt um það; en hann gæti tekið hvaðá lest sem vera skyldi til Kaisers- lautern og skipt um þar. Næsta kortérið gekk Gregory fram og aftur um stéttina þangað til lestin kom. Þarna stóðu bæði liðsforingjar og dátar og biðu, en Gregorv ruddist fram hjá þeim og inn í I. flokks vagn. Vagnarnir voru tómir, lestin liafði verið sett saman þarna á stöðinni. En áður en varði fylllisl hverl sæti í klefanum hans. Gluggatjöldin voru dregin niður og ekki annað Ijós inni eri daufur blár lampi i loftinu. Það var lokað fyrir hitann og liund- kalt þarna inni. Þrír foringjar, sem höfðu komið inn með Gregorv, þekktust auðsjá- anlega og töluðu saman eins og gamlir kunningjar. Auk þeirra og Gregory voru þarna tveir aðrir foringjar. Þegar lestinn rann út af stöðinni kynntu foringjarnir tveir sig og allir fóru að skrafa. Þrátt fyrir kuldann var þarna mesti gleð- skapur, en foringjarnir voru alltaf að gjóta hornauga til Gregorvs og vörðust að minn- asl á stríð eða stjórnmál. Honum kom það vel. Hann langaði ekkert til að kynna sig eða taka þátt í samræðunni. Hann lagði aftur augun, hallaði sér upp í hornið og reyndi að sofna. Þegar hann vaknaði var orðið albjart. Foringjarnir voru að fara út úr klefanum og þegar hann leit út um gluggann sá hann að lestin var komin til Kaiserslautern. Hann fór á eftir liðsforingjunum úl á stéttina og að farmiðasölunni og spurði um næstu lest lil Karlsruhe. Þjónninn svaraði að lesl- in færi kl. 8.15 frá stétt númer fjögur. Gre- gory leit á klukkuna og sá að liann átti að bíða í tuttugu mínútur. Þrátt fyrir að hann hafði sofið í tvo tima var hann þreyttur ennþá og með óbragð í munninum. Hann fór að matarborðinu. Stúlkan fyrir innan lieilsaði í snatri Heil Hitler! og hann fékk sér bolla af gervikaffi og kexpakka. Þegar hann hafði drukkið kaffið kom liann auga á brauð með fleski fvrir innan diskinn, og gaf stúlkunni merki um að koma með það. — Eg verð að klippa skömmtunarseðil- inn yðar ef þér viljið fá af þessu, Ilerr Gruppenfiihrer, sagði hún með semingi, en hann hvessti á hana augun og kom hún þá með fatið og setti fyrir liann. Gregory át tvær sneiðar, stakk nokkrum í vasann, fleygði svo fimm marka seðli i stúlkuna, sem hneigði sig hissa og ánægð, en hann baðaði hendinni og strunsaði á

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.