Fálkinn


Fálkinn - 02.09.1949, Side 14

Fálkinn - 02.09.1949, Side 14
14 FÁLKINN 777 vinstri: Paul-Henri Spaak, frægasti stjórnmálamaður Belgíu eflir stríð, var kjörinn forseti þings Evrópuráðsins, þegar það kom saman í Strassburg á dögunum. Um sama legti var honum boð- in ráðherrastaða án stjórnar- deildar í samsteypustjórn ka- þólska flokksins og frjálslynda flokksins í Belgíii, þegar jafn- aðarmenn létu stjórnartaumana af hendi eftir að hafa setið að völdum um langt skeið. Til hægri: Josef Beran, kardínáli og erki- biskup í Prag, sem hefir nú um alllangt skeið verið lokaður inni i höll sinni. Nýlega sendi hann opinbera ákærandanum bréf, þar sem hann mótmælti meðferð þeirri, er hann væri látinn sæta. Til vinstri: Strassburg' þakkar Churchill. Winston Churehill hefir öðrum fremur komið hugsjóninni um bandaríki Evrópu á framfæri og oft minnst á það mál í ræðum, sem liann hefir haklið eftir stríð. Þegar þing Evrópuráðsins kom saman i Strassburg í Frakklandi ngtega, gerði borgarstjórnin hann að heið- ursborgara fyrir hinn ómetanlega skerf, sem hann hefir lagt til banda lagshugsjónarinnar. Myndin er tekin á hinni hátíðlegu stund, er borgar- stjórinn í Strassburg, Charles \Frey, ré'ttir Winston Churchill heiðurs- skjalið. Kona Churchills horfir hrærð á. 777 hægri: Jarðskjáftarnir í Equador. Einhverjir mestu jarðskjálftar, sm komið hafa á síðari árum, urðu í Equador í Suður-Ameríku fyrir skömmu, eins og flestum mun kunn- ugt. Þúsundir manna létu lífið i þess um hamförum náttúrunnar og Í00,- 000 manns urðu heimilislausir. Borgin Ambato, ein af stærstu borgum landsins, sem er skammt frá höfuðborginni Quito, og hér- aðið í kring varð versl úti. Tveir all- stórir bæir á þeim slóðum hurfu bókstaflega í jörðu, og eru nú vötn á bæjarstæðunum. — Myndin er frá Ambato. íbúarnir dúða sig inn í teppi, sem þeir hafa bjargað úr rústunum, og leggjast til svefns úti undir berum himni.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.