Fálkinn


Fálkinn - 09.09.1949, Qupperneq 6

Fálkinn - 09.09.1949, Qupperneq 6
6 FÁLKINN - LITLA SAGAN - Aö sima upp á skosku Við sátum saman á kaffihúsinu og voruni að tala um hve marfít væri hæ.gt að gera við símann. — Nei, þetta hefi ég aldrei gert, sagði Eiríktir. — En ég geri dálítið aniiað. Eg síma — upp á skosku. Við hristum höfuðið og' litum spyrjandi iivert á annað. -— Já, upp á skosku. Vitið ])ið ekki hvernig maður fer að því? Jæja, þá skal ég segja ykkur það. Þið vitið að ég á heima fyrir utan bæ. Oft verð ég að sitja lengur á skrifstofunni en mig eiginlega iang- ar til, svo að það er aldrei á vísan að róa hvenær ég kem heim að borða. Einn daginn getur það verið klukk- an hálffimm, annan klukkan 5 og þann þriðja klukkan 5%. En ég hefi gert mér að reglu að ganga við i simaturninum þegar ég fer af skrifstofunni til að láta vita, að ég kém eftir tíu minútur. Og það kostar mig ekki eyri. Eg sima upp á skosku. — Ilvernig þá? Hvernig ferðu að því? Segðu okkur það, hrópuðu all- ir harmafullir af forvitni. — Það er ofur einfalt, sagði Ei- ríkur og brosti spekingslega. Eg tek tíeyringinn upp úr vasa minum og sting honum i sjálfsalann. Svo vel ég númer mitt, 46-35-82, og bið þangað til hringing hefir heyrst þrisvar — og svo hengi ég taltækið á aftur i snatri. Úr því að ég hefi ekki fengið samband dettur tieyr- ingurinn niður i skálina og ég Iiirði hann. En hringingarnar þrjár hafa sagt konunni minni, að nú sé mál að setja hvalketið á pönnuna. — Þetta er nú gott og blessað, Rúki minn, sagði Páll. — En hvað verður ef konan þin svarar í simann? — Það er allt nákvæmlega hugsað og afgert. Konan min svarar aldrei undir eins. Hún veit að ég er vanur að hringja um sama leyti um mið- degisleytið. Ef einliver annar kann að hringja um sama leyti verður viðkomandi að bíða dálítið við, því að konan min svarar ekki fyrr en eftir fimm hringingar. Jæja, hvað finnst ykkur? Er það ekki sniðugt? Eiríkur leit kringum sig, stoltur eins og rómverskur sigurvegari. Við gátum ekkert sagt. Við vorum mállaus. Já, þessi Eirikur! Svona séður og útsmoginn. Sparaði með þessu — mörg hundruð tíeyringa! Maður sem sat við næsta borð og sem líka hafði lieyrt sögu Eiriks var hrifinn og fullur af aðdáun. Hann sneri sér að Skotanum okkar. — Þetta var fyrirtak. Aldrei hefði mér getað dottið þclta í liug. Eiríkur kinkaði kolli, honum leið eins og söngvara sem verið er að æra í klappi: — Já, maður verður að reyna að spara á þessum síðustu og verstu drápskattatímum .......... i— Alveg rétt, sagði' maðurinn. •— En viljið þér ekki útskýra þetta betur fyrir mér. Þér stingið tieyr- ingi i sjálfsalann og svo veljið þér númer 46-35-82? — Nei, sagði Eirikur. — 46-35-92. -— Nú, já. 463592. Það er ágætt. Eg skal setja það á mig. Þakka yð- ur kærlega fyrir herra minn, hjart- ans þakkir. Og hve lengi hafið þér símað svona? Eiríkur reigði sig, státinn eins og páfugl. — Hve lengi? Nákvæmlega þrjú ár og fimm mánuði. — Hjálpi mér! Þrjú ár og firnrn mánuði. Og á hverjum degi? — Já, nema á sunnudögum og helgidögum. Ókunni maðurinn stóð upp. •— Má ég þakka yður fyrir einu sinni enn. Við sjáumst aftur — i réttinum. Leyfið mér að kynnna mig. Eg heiti Arvik. Fulltrúi. Eg er starfs- aður lijá bæjarsimanum og Iiefi með höndum að hindra misbrúkun sjálf- virkra talsímatækja. bEIKAItAMYNOIK VITIB ÞÉR . ... ? að engin Ieikkona fær eins mörg bréf og Truman forseti? Á síðastliðnu ári fékk forset- inn i Hvíta húsinu 562.000 bréf o(f 770.000 bréfspjöld, auk 225- 000 annarra póstsendinga. Og ennfremur fékk forsetinn 18- !(65 símskeyti á árinu. Ef hann ætti að lesa allt þetta sjálfur hefði hann nóg að hugsa, því að þetta verða um 1880 bréf, 2570 bréfspjöld og 60 skeyti hvern virkan dag. að frá kafbátum, sem hlekkist á í kafi, er hægt að senda björg- unarbaujur upp á yfirborðið? / bauiunni er sími, svo að hæyl er að hafa talsamband við kafbátinn eftir að baujan er komin upp. Og henni fylgja iæki, sem hægt er að nota sem eins konar björgunarbáda til að ná mönnunum úr kafbátnum. - - Sést bauja af nýjustu amer- ískri gerð hér á myndinni. Sara Churchill, dóttir Winstons gamla Churchill, flaug mjlega til New York, til þess að vera viðstödd frumsýningu á síðustu ensku myndinni er hún lék í. Falleg stúlka — ferlegur hund- ur. Myndin er tekin af frönsku leikkonunni Mörlu Mitchell og hundi hennar á Flórídaströnd. D. U. Stikker, utanríkisráðherra Hollands og fulltrúi þess í Ev- rópuráðinu. TÓBAKSNOTKUN BARNA. Fræðslumálastjórnin í Stokkhólmi hefir nýlega látið fara fram skýrslu- gerð um ýmislegt viðvíkjandi börn- iHuun í skóla einum, sem í eru 700 börn. Þar á meðal tóbaksnotkun barnanna. Kom á daginn, að eigi færri en 32% af börnum voru far- in að reykja er þau voru 15 ára. Af 11 ára börnum fundust 4% af drengjunum, sem voru farnir að reykja í laumi, og af 12 ára drengj- um reyktu 15%. Af 12 ára telpum voru líka 6 af hverjum 100 telpum byrjaðar að reykja. Laumureykingar sænskra barna hafa ágerst mjög síð- Tckst með naumindum. — Að- alleiðtogi kommúnista í Vestur- hýskalandi, Max Reimann, féll fyrir sósíaldemókrata í Dort- mund við hinar nýafstöðnu þing kosningar. Reimann komst samt á þing sem uppbótarþingmaður. ustu árin og eru blátt áfram orðinn alvarlegur löstur hjá mörgum börn- um í 7. bekk, segir einn kennarinn, sem athugað hefir þetta mál. BLEKBLÝANTAR VARASAMIR. í Sösdala i Svíþjóð bar það við ný- lega að tveggja ára telpa náði í blekblýant (kopiublýant) og nagaði hún talsvert mikið af blýinu úr honum. Hún varð meðvitundarlaus von bráðar, en af því að hún var send á spítala að vörmu spori og dælt upp úr henni tókst að bjarga henni frá dauða. Þessir blýantar eru eitraðir.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.