Fálkinn


Fálkinn - 04.11.1949, Síða 2

Fálkinn - 04.11.1949, Síða 2
2 FÁLKINN • r er oð veröö jullgert A tveimur stöðum er nú unnið í Reykjavík að mannvirkjum, sem menn vœnta sér mikils af í framtíð- inni. Á öðrum staðnum er unnið undir beru lol'ti og geta vegfarend- ur fyigst með afköstum stórtækra vinnuvéla og fjölmennra vinnu- flokka, sem eru að setja nýjan svip á miðbik borgarinnar, Lækjargöt- una og Ingólfsbrekku, á hinum staðnum er unnið innan veggja, svo að ekki er jafn auðvelt að fylgjast með hinum stórstigu framkvæmdum. Sú stund nálgast nú óðum, að Þjóðleikhúsið verði fullgert, en þeg- ar það tekur til starfa og dyrnar opnast út að Hverfisgötunni til að hleypa inn fyrstu sýningargestunum, er það sannast mála, að þá hefst nýr þáttur í skemmtana- og félags- lifi bæjarins og vonandi, með tíð og tíma, djúptæk útlitsbreyting á menningarmálum þjóðarinnar. Ind- riði Einarsson, forvígismaður bygg- ingarinnar frá fyrstu tið, sagði: „Leikhúsið er mænirinn á menning- unni hér“, vonandi tekst starfsmönn um og leikurum hins nýja leikhúss að láta þau orð rætast. í Þjóðleikhúsinu við Hverfisgötu er nú unnið af kappi við hið mikil- fenglega leiksvið og verið að leggja síðustu hönd á hin glæsilegu salar- kynni, sem ætluð eru áhorfendum og gestum i veitingasölunum. Flest lierbergi hússíns, sem ætluð eru leik- endum eða öðru starfsfólki eru til- búin til notkunar, eða svo langt komið frágangi þeirra, að ekki mun á því standa til notkunar eftir ára- mótin.Æfingar munu þegar byrja um þessi mánaðamót, en ákveðið hefir verið að sýna þrjú leikrit i röð, sitt kveldið hvert, þegar opnað verð- ur, og er fyrsta leikritið „Nýárs- nóttin“ eftir Indriða Einarsson, ann- að „Fjalla-Eyvindur“ eftir Jóhann Sigurjónsson, en ekki fullákveðið um þriðja leikritið. Af því tilefni, að þjóðleikhúsið tek- ur nú senn til starfa, birtir Fálkinn að þessu sinni mynd af forstjóra þess, leiksviðsstjóra, leikstjórúm og leikurum þeim, er nú hafa verið ráðnir sem fastir leikarar. Síðar mun ef til vill tækifæri til að birta myndir af öðrum starfsmönnum, sem ráðnir hafa verið eða verða ráðnir til starfa í hinu nýja leikhúsi. GuÖlaugur Rósinkranz, Þjóðleik- hússtjóri, — f. 11. febr. 1903 i Tröð í Önundarfirði. Hann lauk prófi frá Kennaraskólanum 1925 og sigldi sama ár til framhaldsnáms i Sví- þjóð, þar sem hann lauk prófi við Socialpolitiska Institutet í Stokk- hólmi 1928, en framhaldsnám í hag- fræði stundaði hann við Stokkhólms- háskóla til vorsins 1930 og árið 1937 var hann við nám i verslunarskóla breskra samvinnumanna í London. — Guðlaugur ltósinkranz var yfirkenn- ari við Samvinnuskólann i Reykja- vík frá 1931, þar til hann var skip- aður Þjóðleikhússtjóri með bréfi Menntamálaráðuneytisins 3. mars s.I. Ritari og framkvæmdastjóri Nor- og margvísleg störf í fjölmörgum leik húsum vestan liafs m. a. sem leik- ari. Fyrsta hlutverkið var Ókunni maðurinn í samnefndu leikriti eftir Jerome K. Jerome hjá Sandahl Play- ers i Seattle. Hann fékk inngöngu á The Cornish School i Séattle, Was., 1930 og laulc þaðan fullnaðarprófi 1933 með ágætum vitnisburði. Jafn- framt leiknáminu lagði Yngvi stund á nýjustu ljósatækni, að teikna bún- ingas, smíða leiktjöld og annað sem að gagni mætti koma við leikstarf- ið. Vann nú Yngvi með ýmsum leik- flokkum svo sem: The Cornish Play- ers, Seattle Reportory Playhouse, The Rcportory Players Association i New York, Tlie Theatre Union á Broadway ýmist sem leikari eða tæknislegur starfsmaður, síðustu ár- in var hann hjá Paper Mill Play- house og The Jilinsky Players Group og fékk mikið lof í fyrra fyrir leik og leikstjórn i sjónleik eftir sögu Dickens, „Cricket on the Hearth", hjá síðast nefndu félagi. Arndís Björnsdóttir, leikkona, — f. 17. mars 1895 í Rvík. — Lék i fyrsta skipti hjá kvenfélaginu Hringnum 3. mars 1914 smáhlutverk ræna félagsins hefir hann verið frá 1931 og ritstjóri Nordens Kalenders 1933—’39. Hann stjórnaði íslensku vikunni í Stokkhólmi 1932 og sænsku vikunni i Reykjavík 1936 og sá um framkvæmd leiksýninga þeirra, sem Norræna félagið efndi til með Gerd Grieg, Poul Reumert og Önnu Borg sem gesti. — Hann hefir látið bygg- ingamál samvinnufélaga mjög til sín taka og átt sæti í ýmsum stjórn- skipuðum nefndum m. a. i nefnd þeirri er samdi frumvarp til laga um Þjóðlcikhús. Hann var framkvæmd- arstjóri Lýðveldishátiðarinnar 1944 og Snorrahátiðarinnar 1947. Yngvi Þorkelsson, leiksviðsstjóri, f. 23. apríl 1903 i Vestmannaeyjum. Hann komst fyrst í kynni við leik- listina, er hann 1919 lék Thorkel Petersen i samnefndu leikriti eftir Sigurbjörn Sveinsson kennara. Nokkru síðar var hann einn af stofn- endum Nýja leikfélagsins i Eyjum, en 1924 fór hann til Ameriku og þar hefir hann dvalið síðan við nám i gamanleiknum „Mötueytið lijá frú Örbæk“, en fyrsta hlutverk hennar hjá Leikfélagi Reykjavíkur var Maria herbergisstúlka i sjónleiknum „Frú X“, sem frú Stefania Guðmundsdótt- ir sýndi hér 11. mai 1922 eftir Ameríku-för sína. Arndís er ein allra fjölliæfasta leikkona Leikfélags Reykjavikur og hefir með hlutverki sínu í „Hringnum", Lady Kitty, leikið 71 lilutverk hjá félaginu, meðal þeirra kerlinguna lians Jóns i „Gullna hliðinu“ yfir 100 sinnum hér í bæ en að auki á vegum Leik- félags Reykjavikur í Helsingfors og sem gestur Leikfélags Akureyrar á Akureyri. Önnur eftirtektarverð ís- lensk hlutverk hennar voru: Ásta i „Tengdamömmu“, Rannveig í „Jósa- fat“, Sólveig og Una í „Dansinn í Hruna“ og frú Baldvinson í „Upp- stigning“. Af lilutverkum hennar í útlendum sjóleikum má nefna: Dótt- iri'n i „Sex verur leita höfundar“ (Pirandello), Hedvig í „Villiöndin" (Ibsen), Anna og frú Midget í „Á útleið“ (Stutlon Vane), Toinette í „ímyndunarveikin“ (Moliére), Inga i „Orðið“ (Kaj Munk), Essie Miller í „Eg man þá tíð“ (O’Neill) og Madama Arcati i „Ærsladraugur- inn“ (Noel Goward).

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.