Fálkinn


Fálkinn - 04.11.1949, Síða 7

Fálkinn - 04.11.1949, Síða 7
FALKINN 7 Þekktist þó dulbúin væri. — Greta Garbo, sem nú er að heita má gleymd, á móti því sem áður var, dvelur um þessar mund- ir í Firenze i Italíu og ér skrafað að hún eigi að leika í kvik- mynd þar. Hún forðast alltaf Ijósmyndara og felur sig bak við sólgleraugu og barðastóran stráhatt. En Ijósmyndarinn hefir séð gegnum þetta gerfi og telcið þessa mynd, þar sem hún sést á leiðinni út í bifreið sína. —- Allt kvenfólk mun hafa gætur á fótunum á Garbo, því að skósmiður einn hefir sagt frá þvi, að hún hafi pantað hjá sér 70 pör af skóm. Hún notar nr. 38. Vetrarhörkur í Ástralíu. — Á Norðurhveli jarðar hefir víðast hvar verið mjög heitt sumar, en samtímis hafa Ástralíubúar hfað óvenju harðan vetur. Þessi fallega vetrarmynd er tekin nokkur hundruð kílómetrum fyrir norðan Melbourne. Fólkið hefir letrað með kolamolum á snjóinn ósk um að bráðum Jari að vora, en það verður samtímis því sem veturinn kemur hjá okkur. Uppskerunni liggur á. — 1 Englandi og víðar er eigi spurt um 8 stunda vinnudag þegar verið er að koma uppskerunni í hús. Þá er unnin næturvinna.. llér sjást ungar stúlkur á bæ í Kent vera að vinna við hafrahirðingu — i tunglsljósinu. Sundlaugar í Berlín. — Wannsee er frægasti baðstaður Berlín- arbúa, en fátæklingar hafa ekki efni á að borga fargjald þang- að og verða þá að leita annað. Og þeir finna nóg af þeim — nefnilega gamla sprengjugígi, sem fyllst hafa af vatni. Hér á myndinni sést einn þeirra, og æskulýðurinn sem sældr þang- að virðist alls ekki setja fyrir sig þó umhverfið sé ömurlegt. MINNSTA BÓK HEIMSINS. Nótnaskrifari einn i Köln bjó til minnstu bók í heimi. í henni eru 78 blaðsiður og stærð hverrar síðu 3^x4% cm. Á þessum siðum er með 58.000 bókstöfum sagt frá dóm- kirkjuhátíðinni i Köln síðastliðið ár. Nótnaskrifarinn var sex mánuði að skrifa bókina og notaði harðan en hárfínan blýant. Ekki þurfti hann að nota gleraugu eða stækkunar- gler við skriftina.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.