Fálkinn


Fálkinn - 04.11.1949, Qupperneq 8

Fálkinn - 04.11.1949, Qupperneq 8
8 FÁLKINN NÚ er miðdegismaturinn tilbú- inn, amma! Sigríður, unga kon- an leit inn i gættina á komp- unni og liafði mikið að gera eins og hún var vön. Það var uóg að liugsa á heimilinu um sláttinn. Húsmóðir á sveitabæ, sem ekki hefir neina aðstoð, verður að hafa allt tilbúið á til- settum tíma, •— annars kemur ólundarsvipur og hornaugu. — Ekki svo að skilja að mað- urinn hennar, hann Knútur, væri neinn ólundarseggur, en það var nú svona samt um sláttinn þegar tíðin var góð. Þá veitti ekki af að nota tím- ann vel. Og Sigríður vissi það. Maturinn var tilbúinn á réttu mínútunni og hafði minnsti króinn þó verið erfiður í dag. En hún ætlaði að gera honum til góða meðan fólkið væri að snæða. — Þökk fyrir, ég kem! Jór- unn gamla, móðir Knúts, stóð með erfiðismunum upp úr djúpa stólnum í liorninu. Gamlar og visnar hend- urnar skulfu er hún studdi þeim á stólbakið og litlu hetra var það með hnén. £f henni hefði ekki þótt skömm að því mundi hún hafa beðið um að gefa sér svolílinn hita á slcál inn til sín, en liún vildi nauðug láta liafa of mikið fyrir sér. — Nóg hafði hún að liugsa samt, veslingurinn hún Sigríður! — Ó já, þegar mað- ur var orðinn svona gamall var maður öðrum til byrði. Og mað- ur liafði alltaf á samviskunni að manni væri ofaukið. Það var eins og enginn þyrfti á inanni að halda framar. Það var þungur kross að bera — ellin og vanmættið. Miklu betra að fá að deyja meðan lcraftarn- ir voru óþrotnir og maður gat unnið fyrir mat sínum. Hana Iiafði aldrei langað að þurfa að liggja uppi á öðrum. Hún náði í krókstafinn sinn og staulaðist frám á gólfið. — Já, hún var ekki á marga fiska í dag. Hún hafði ekki verið svona lasburða lengi. Það lá við að slæi út i fyrir henni og svo var brjóstverkurinn með allra versta móti. — En kannske hún hresst ist þegar hún fengi matinn. Það mundu vera ketsnúðar í dag. Hún þóttist finna það á lykt- inni úr eldhúsinu. Já, ketsnúð- ar, það var hægt að vinna á þeim, fyrir vesæla tannleysingja. Hún varð blátt áfram svöng þeg- ar hún fann hlessaða matar- lyktina. Sigríði var sýnt um mat argerðina. Henni var sýnt um allt, henni Sigriði, en hún hafði allt of mikið að gera. Aumt að þau skyldu ekki liafa efni á að halda vinnukonu. Ungu hjónin voru farin að borða þegar Jórunn komst að borðinu. — Æ nei, það var ó- þarfi að vera að doka eftir henni. Hún var ekki svo fljót á sér, nú orðið. Henni miðaði seint áfram inn langt eldhús- gólfið. En hún þóttist mega þakka fyrir meðan hún gæti borið fyrir sig fæturna. Og svo var það svo gaman að fá að sitja með öðrum. Knútur sat á hægri lilið henni á eldhúsbekkn um eins og allt af áður. Sigríður hafði tekið barnið í fang sér og raulaði við það í sí- fellu. Hún hafði haft skipti á hnokkanum og nú var svo að sjá sem hann ætlaði að sofna. Jórunn beygði sig til þess að horfa á barnið. Það var alltaf svo gaman að horfa á lítil börn, og svo var liann svo likur því sem liann Knútur hafði verið þegar liann var lítill. — Hann er þreyttur, auming- inn, sagði hún og gerði sér tæpi tungu. — Já, þú mátt ekki vekja hann, amma, svaraði Sigríður fljótt. Hún sneri sér frá gömlu konunni og vildi liafa króann sinn út af fyrir sig. Það var ekki alltaf liægðarleikur að fá hann til að sofna. Jórunn andvarpaði og fann að það var einskonar kuldi að baki orðum ungu konunnar. Hana sveið undan þessu í svip- inn, en það er svo margt sem undan sviður þegar maður er orðinn gamall. Sá sem ungur var gat ekki alllaf skilið að gamal- mennin eru viðkvæm og finnst svo oft að sér sé ofaukið. — Hún spennti titrandi gamlar greiparnar og hvíslaði borðbæn ina sína áður en hún fór að matast. Og nú fann hún aftur að hún var orðin svöng. Já, þeir voru freistandi ketsnúð- arnir þarna á fatinu, í brúnni sósu. — Á ég að setja á diskinn þinn mamma? Knútur tók fatið og setti ketsnúð á diskinn henn- ar. Hann vissi að hún var svo skjálfhent. — Já, maður er elcki nema öðrum til ama í henni veröld! — Æ, þegið þið nú. Barnið getur ekki sofnað þegar þið er- uð að rausa þetta! Sigríður spratt upp, skálmaði nokkrum sinnum fram og aftur um gólfið og sussaði. En króinn var íarinn að orga aftur. Kannske vildi hann brjóstið. — Sigríður sett- ist á rúmstokkinn, hneppti frá sér og gaf lionum brjóst. Hann boraði litlu fingrunum inn í brjóstið og saug gráðugur. Og tíminn leið. — Ketsnúðurinn sem hún hafði lagt á diskinn sinn lcólnaði, og sósan storkn- aði. Það var svoddan ókyrrð í Sigríði. Svo margt sem hún þurfti að gera. — Á morgun var fataþvottur og hún þurfti að leggja í bleyti í dag. Loksins sofnaði snáðinn. Hún Iagði hann í rúmið og lagði varlega ábreiðu yfir hann. -— Guði sé lof, þá var loksins svo lítið næði að fá. IJún settist aft- ur við borðið og fór að matast. En ókyrrðin var enn í lienni. Það var eins og hnútur fyrir brjóstinu á henni, sem liún gat ekki losnað við; og það fór svo í taugarnar á henni að lieyra sötrið í Jórunni gömlu þegar hún sleikti sósuria af hnífnum. — Getur þú ekki notað gaff- alinn eins og við? spurði hún ó- notalega. •— Mér er andstyggð að því að horfa á þetta. Jórunn gamla svaraði ekki. Það kom einhverskonar sárs- aukavanmætti yfir hana, en hún lagði auðsveip frá sér hnífinn og fór að reyna að ná sósunni með gafflinum. En nú var hún enn skjálfhentari en áður og missti kjötsnúðsbita i kjöltuna á sér. — Hjálpi mér — hvernig ég fer að þessu, sagði hún. Hún reyndi að ná í bitann, en nú skalf hún svo að bæði bitinn og gaffallinn duttu í gólfið. — Uss! sagði Sigríður. — Eg verð víst að fara að mata þig, hvað líður, amma! Hún flýtli sér og náði i gaffalinn og svo þurrkaði liún slettuna af pilsi gömlu konunnar. — Já, það hefst ekki annað en fyrirhöfnin af mér! Jórunn lagði hendurnar í kjöltuna og nú gal hún ekki borðað meira. Tár rann niður kinnina á lienni og hún óskaði að hún væri komin aftur inn i kompuna sína. Mat- arlystin var horfin. Og hún sem hafði haft svo góða lyst á ket- snúðum! Sigríður svaraði ekki. Hún fleygði liandklæðinu ólundarlega frá sér og hugsaði til þess sem lnin átti ógert. Hún var svo laf- hrædd um að barnið mundi vakna aftur áður en hún hefði Jagl þvottinn i bleyti. —Og liún liafði ætlað sér að baka köku líka, svo að eitthvað yrði til ineð kaffinu. Það voru öll ó- sköpin, sem hún varð að koma í verk. KNÚTUR sagði ekki neitt held- ur. En hann hugsaði um sitt. Hann ætti víst að slá smárateig- inn uppi í nýsléttunni úr því að veðrið væri svona gott. Það var ekki að vita hvort það liéldist svona lengi. En liann var saml að Iíta með vorkunnsemi til móður sinnar öðru hverju, er hún stóð upp frá borðinu og staulaðist með stafinn sinn inn í kompuna sína. Það leyndi sér ekki að henni hnignaði dag frá degi. Bara að hún legðist nú ekki rúmföst á miðjum slætti, hugsaði liann með sér. Nóg var nú að Jiugsa samt, þó að ekki þyrfti að stumra yfir lienni. En það liafði verið ósvikið efni i þeirri gömlu. Skyldi hún ekki lafa á fótum enn um stund? — Hann varð að vona það. — Og liann liafði ekki tekið eftir tár- inu sem hraut niður kinnina. Jórunni gömlu varð tafsamt að komast inn til sín þó ekki væri það langt, en loks komst hún aftur í djúpa stólinn sinn í horninu. Það var hrollur i henni og þó var sólskin úti. Ef hún liefði ekki skammast sin fyrir það þá hefði liún beðið Knút að leggja i ofninn. En það var bara ónæði og töf að því líka. Þetla var allt svo erfitt. Alltaf að vera að biðja og biðja, og svo gat hún ekki gert nokk- urt nýtilegt vik í staðinn. Ekki nokkurn skapaðan hlut: — Fyrst þegar maður var orðinn gamall fann maður til fulls hve fátækur maður var. Áður hafði hún getað treyst sínum eigin kröftuni. — 0, hún mundi hvern ig hún hafði stritað og púlað bérna á bænum þegar hún var ung. Þá var allt eins og leikur. Börnin voru þæg og döfnuðu vel, og liún hafði átt góðan mann. — Guð blessi liann Hall- varð. Hann liafði nú legið í gröf- inni i mörg ár. IJann fékk að deyja meðan hann var í fullu fjöri. Ilann slapp við að verða eins og tuska og öðrum til byrði. Jórunn andvarpaði þungan. Hún gat ekki að því gert, en tárin hrundu niður kinnarnar á lienni. Ilún gat ekki annað en hugsað til þess sem liafði gerst yfir matnum. Þau skildu ekki hvernig það var að vera gamall $efurdu/ mttmma?

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.