Fálkinn


Fálkinn - 04.11.1949, Síða 10

Fálkinn - 04.11.1949, Síða 10
10 FÁLKINN J iéE YNG/ftf U/SNbtfKHIK Hundar í kvikmyndum. í 25 ár hefir Henry East verið einn færasti hundaþjálfari í Holly- wood. Erfiðasta viðfangsefnið fékk liann er hann æfði hundinn „Ástu“ i kvikmyndinni „Granni maðurinn." Hundur þessi var orðinn svo las- burða að kvikmyndafélagið hélt að Heilabrot. Frænka Péturs á fallegt rósabeð, me^ rauðum, hvítum og gulum rós- um. „Hvað eru rauðu rósirnar marg- ar í dag, frænka?" spyr Pétur. „Það skaltu reikna út sjálfur,“ svaraði hún. „Eg var að telja þær og það eru alls 55 rósir í beðinu og rauðu rósirnar eru tvöfallt fleiri en þær hvítu og þrefallt fleiri en þær gulu.“ Hve margar voru rósirnar með hverjum lit? Ráðning á bls. 74. Stór hella-björn. Henry Eastman launar einum nem- anda sinna með bita. hann mundi drepast áður en lokið yrði við myndina. Þess vegna var East beðinn að þjálfa nýjan hund, sem var alveg eins og Ásta. Þetta tókst en tók tvö ár. Ásta II. var alveg eins og fyrirrennarinn, og fólk tók aldrei eftir að það voru tveir hundar, sem léku hlutverkið. East hefir líka þjálfað Corky, sem sést i mörgum kvikmyndum. Corky er kynblendingur úr þremur ættum og East segir að það sé duglegasti hundurinn, sem hann hafi fengist við um æfina. Hann hefir fleiri lilut- verk að baki en nokkur kvikmynda- hundur annar. East hefir að jafnaði yfir 50 hunda i hundaskóla sínum. Hann segir að það sé enginn vandi að kenna „hundakúnstir" ef maður sé nógu þolinmóður. í Ítalíu hafa jarðfræðingar fundið fljót og stöðuvatn i geysistórum lielli og á vatnsbakkanum er mikið af steingerfingum af allskonar bein- og hnútum. Sumt af þessu dóti hefir verið flutt til London og þaf liafa vísindamenn gengið úr skugga um, að beinin eru úr hella-björn- um, sem lifðu fyrir 150.000 árum. Af beinunum má ráða að þessi bjarnartegund hefir verið 61 metra löng. Flaug hraðar en hljóðið Enskur maður liefir nýlega flogið frá Paris til Cannes, sem er 800 km. leið, á 47 mínútum. Hann er fyrsti enski flugmaðurinn sem hefir flog- ið hraðar en hljóðið, því þó að meðalhraðinn sé eilítið undir hljóð- hraðanum þá komst hann stund- um fram úr lionum á leiðinni. Fyrir þetta afrek fékk hann ýms verðlaun, m. a. hálfsmánaðar dvöl á gistihúsi við Rivierann. Fuglahræða í eggjavarpi. Skrftlur — Jœja, afsakaðu — nú fer ég. KetsnúÖarnir eru í moðsuðukass- anum. — Já, þetta er nú allt gott og blessað. En kanntu að búa tit drullii- köku? hegar börnin eru látin fara of snemma að hátta. — Já, það getur vel verið að yður þyki ekki góð lyktin af tóbakinu mínu, en ég fullvissa yður um að óþefurinn af ilmvatninu yðar er miklu verri. TÍKIN SEM GRÍSLINGAFÓSTRA. Bóndi átti veiðitík og gyltu, sem eignuðust afkvæmi um sama leyti. Hvolparnir voru drepnir, eins og venja er til, en gyltan varð sjálf- dauð, svo að bóndanum hugkvæmd- ist að venja grísina undir tikina. Þetta gekk ágætlega og grisirnir döfnuðu vel. Tveir peningalausir menn komu til Ameríku. Annar græddi milljón dollara. Hann fann vél, sem maður stakk í 10 centum og þá kom ný kona út úr vélinni. Hinn græddi 10 milljón dollara. Hann bjó til vél sem maður stakk konunni sinni inn i og fékk tíu cent í staðinn.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.