Fálkinn


Fálkinn - 04.11.1949, Side 12

Fálkinn - 04.11.1949, Side 12
12 FÁLKINN 40. ÚT í OPINN DAUÐANN Það var líka vonlaust að komast á burt úr íbúðinni án þess hann sæist. Því að hann varð að ganga fyrir stofudyrnar til þess að komast að útidyrunum. Jafnvel þó að þeir sæi liann ekki þá mundu þeir heyra lil hans þegar hann sneri lyklunum, og skjóta hann í bakið áður en hann kæmist út. Einu varadyrnar voru í hinum enda gangsins. Það var vonlaust að komast þang- að. Hann var eins og rotta í gildru. Hvatí gat hann tekið til bragðs? Hann setti flöskuna frá sér og læddist inn í eldhúsið. Gamli Franz hafði verið úti meðan á heimsókninni stóð og eldhúsið var mannlaust. t eldhúsinu voru tvær fram- reiðslulúkur í veggnum, önnur inn í borð- slofuna og hin inn í dagstofuna. Þessi lúka var notuð fyrir drykkjarföng. Ljósið logaði og allt var eins og Irmagarde liafði skilið við það. Gregory læddist að lúkunni, sem vissi að dagstofunni. Hann beygði sig og hlust- aði. Hann lieyrði raddir svartstakkanna tveggja og er hann mjakaði hleranum var- lega upp sá hann inn í stofuna. Þeir stóðu við skrifborð Eriku og skoðuðu bréfin þar. Ilann sá aðeins á hvítt liárið á Irmegarde. Gamla konán hnipraði sig i stól og grét. Nasistarnir tveir voru ekki nema nokk- ur fet frá honum. Ef Gregory hefði haft skammbyssuna hefði hann getað haft þá á sinu valdi. Þeir stóðu svo nærri lionum að hann hefði getað náð til þeirra með hend- inni, en hitt var óvit að ráðast á þá vopn- laus. Maturinn stóð og sauð á gasvélinni við hliðina á lionum. Hann lokaði lúkunni var- Jega aftur og krækti henni. Svo dró hann úr gasinu rétt svo að tórði á því, slökkti logann og skrúfaði svo frá gasinu aftur. Hann skimaði kringum sig í eldliúsinu, hvort þar væri nokkurs staðar logandi Ijós, læddist svo að glugganum og lokaði hon- iim og gekk svo á tánum fram í ganginn og lokaði hurðinni á eftir sér. Honum lá við að brjálast af óþolinmæði þarna sem liann stóð og beið og hugsaði til Eriku í klóm Gestapo. Hann sá liana í huganum ganga út úr bílnum við aðal- stöðvarnar með hárið ógreitt. Honum sýnd- ist hún hafa misst annan háa slcóhælinn er þeir voru að flýta sér með hana niður i kjallarann. Ilann sá hana stara uppspert- um augum, sá farðann verða eins og blóð- slettur á andlitinu náfölu, er varðmenn- irnir voru að taka fram keyrin er þeir ætluðu að kaghýða hana með. Hann þótt- ist sjá hana. allsnakta og kveinandi með rauðar rákir eftir svipuhöggin, blóðlæk- imir runnu niður líkamann en illræðis- mennirnir stóðu hjá og hæddu hana. Hann vissi að enginn, hvorki stjórnmálamaður, erkibiskup, konungur eða dýrlingur gat verið ósnortinn undir slíkum kringumstæð- um. Naktir, varnarlausir, misþyrmdir og kveinandi mundu þeir gleyma að þeir voru vitibornar verur, og hann vissi að það var þetta markmið, sem nasistarnir stefndu að með pvntingum sínum. En liann sá að liann mátti ekki vera of bráður á sér. Hon- um fannst það vera heil eilífð sem hann stóð þarna. Eldhúsið fylltist smátt og smátt af gasi. Loks var það farið að seitla úl með hurðinni og hann fann megna gas- fýlu þar sem hann stóð í ganginum. Hann kvaldi sig til að bíða nokluar mín- útur ennþá. Svo batt hann vasaklútinn sinn fyrir vitin, opnaði eldliúsdyrnar liljóð- lega og lokaði eftir sér. Á tánum læddist hann að lúkunni að dagstofunni og opn- aði hana. svo flýtti hann sér fram á ganginn. Hann fór svo langt frá eldhúsdyrunum sem liann komst og faldi sig i horninu á ganginum. Tók upp eldspýtu, kveiki á henni og fleygði henni að eldhúsdyrunum. Svo dró hann sig í hlé og beið. En ekkert gerðist. Hann gægðist fyrir hornið og sá að slokknað hafði á eldspýt- unni. Hann reyndi aftur fjórum sinnum. Loks kom ferlegur hvellur og allt húsið hristist. Hann kastaðist á hliðina upp að veggn- um og datt á gólfið í hálfgerðu yfirliði. Stórir blossar þeyttust upp i eldhúsdyrun- um. Hann heyrði múrsteina hrynja, sker- andi neyðaróp og loks snarkið í eldinum, sem var kominn í timburþiljurnar. Hann skreið á fætur, þreif kampavins- flöskuna og æddi að dagstofudyrunum. Nú eða aldrei! Ef nasistarnir væru ekki með- vitundarlausir þá mundu þeir skjóta hann. Hann hafði engan tíma til að ná í skamm- byssuna sína, nasistarnir máttu ekki fá tíma til að jafna sig eftir áfallið. En þegar hann kom að dyrunum sá hann að hann þurfti ekki nein vopn. Skrifborðið, sem Gestapomennirnir liöfðu verið að rannsaka stóð undir lúkunni, og borðplatan var alþakin flísum og brenn- andi pappír. Lúkan var horfin og stórt gat á veggnum, svo að sjá mátti mest af eldhúsinu í gegn. Borð, stólar og glugga- tjöld stóðu í björtu báli og íbúðin var að fyllast af reyk. Annar maðurinn lá emj- artdi á gólfinu, andlit hans var með bruna- sárum eftii sprenginguna. Hinn lá með- vitundarlaus við borðið og blóð rann úr andliti hans, því að tréflís hafði hitt það. Iimegarde gamla lá í stólnum í hinum enda stofunnar. Hún hafði ekki orðið fyrir meiðslum en var í öngviti. Ekkert benti á að sprengingin væri af mannavöldum svo að nasistarnir gátu ekki skellt skuldinni á Irmegarde, sem bafði setið inni hjá þeim allan timann. Gregory gat ekki sinnt lienni, því að hann vissi ekki al’ neinum stað til að koma henni fvrir á, og livert augnablik var dýrmætt. Ilann vissi að sprengingin hafði komið öllu húsinu í uppnám og að fólk af hinum hæðunum mundi vera komið á kreik til þess að komast fyrir ástæðuna. Hann hljóp inn í svefnherbergið og náði í skammbyss- una, tók talsvert af skotum og hljóp fram í ganginn. Þegar hann opnaði útidyrnar sá hann mann og konu koma hlaupandi niður gang- nm frá vinstri. Dyravörðurinn hljóp upp stigann og strákur á eftir honum. Gregorv hljój) fram hjá þeim. Margir höfðu safn- ast saman á neðstu hæðinni. Sumir komu hlaupandi niður stigann, aðrir utan af göt- unni og' allir hrópuðu og spurðu livað væri á seiði. Gregory sá strax að ef hann reyndi að ryðjast gegnum þröngina mundi flótti hans verða settur í samband við spreng- inguna og liann stöðvaður. Jafnvel þó hann héldi skammbyssunni á lofti mundi fólk veita honum eftirför. Vopnuð lögregla mundi heyra ópin og skerast í leikinn. Ifann mundi vera skotinn niður eða hand- tekinn. Og ef liann yrði tekinn var öll von úti um að geta bjargað Eriku. En ef liann sneri við upp í húsið eftir að fólkið hafði séð hann mundi fóllc gruna hann líka og' ella liann.Það var ekki nema um eilt að gera. Hann nam staðar í stiganum og fór að lirópa: - Iljálp! Iljálp! Hér hefir orð- ið hræðilegt slys! Ilann sneri við og liljóp sömu leiðina og hann hafði komið og benti fólkinu á koma á eftir sér. Það kom hlaupandi en grunaði hann ekki um að standa í neinu sambandi við sprenginguna. Um tuttugu manns úr efri hæðunum höfðu safnast saman á 3. hæð og sumir reyndu að brjótast inn í íbúð Eriku. Ilann fór inn í þyrpinguna og þorði ckki að laumast burt ennþá. Reykinn var farið að leggja út með hurðinni. Allir töl- uðu hver öðrum hærra. — Hvað hefir skeð? — Slys. — Nei, sprengja. — Gestapo hefir handtekið manneskju sem bjó í íbúð- inni. Bull, það eru kommúnistar sem hafa gert þetta. Einn þeirra var í rauðri skyrtu. Sex SS-menn liafa verið drepnir. Nei, átta — dyravörðurinn segir átta. Brunaliðsmenn og lögregla kom á vettvang og rak fólkið frá. Vatnsslöngur voru lagðar til þess að slökkva eldinn. Særðu nasistarnir voru bornir út og fólk gíápti á þá úr fjarlægð. Gregory notaði tælcifærið. Hann dró sig í lilé inn i gang- inn, hljóp niður stiga baka til og út. Honum létti er bann var kominn út á götuna. Hann var hattlaus og frakkalaus, og jafnvel þó hann liefði tekið með sér sólder- ið og stafinn mundi hann ekki liafa getað lcikið blindan mann. Hann var i meiri æsingi en svo að liann gæti gengið rólega. En sem betur fór var dimmt. Myrkrið var vinur lians. Og hvergi var ljós nema lítið eitt á götuhornum. Hann flýtti sér af stað, álaði sig áfram milli fólksins á götunni og rak tærnar i sandsekkina fyrir kjallaragluggunum þang- að til hann kom að símaturni. í hálfmyrkr- inu þar inni tókst honum að finna símanúm

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.