Fálkinn


Fálkinn - 04.11.1949, Page 13

Fálkinn - 04.11.1949, Page 13
FÁLKINN 13 er von Pleisens hershöfðingja. Hann sá að greifinn bjó í liöll sinni í Potsdam. Hugs- ast gat að greifinn væri heima, en hann gat líka verið á skrifstofu sinni eða leynistöðv um samsærismanna, að undirbúa bylting- una. Ef svo væri mundi ómögulegt að ná til lians. Og væri liann á hermálaskrifstofu sinni mundi hann tæplega svara Gregory í síma. Hann hringdi á heimanúmerið lians. — Þetta er í liöll von Pleisens, var svar- að að vörmu spori. — Mig langar til að fá að tala við hans hágöfgi, sagði Gregory. — Það er því miður ómögulegt, svaraði röddin. — Það er mjög áríðandi, — um manns- líf að tefla, sagði Gregory liás. Eg verð að fá að tala við greifann svo fljótt sem unnt er. — Því miður, sagði röddin, — hans há- göfgi er á fundi og það má ekki trufla hann. Það, stendur á sama liversu áríð- andi erindið er. — Hann er þá heima. Jæja, þá kem ég til Potsdam. — Hans hágöfgi getur ekki tekið á móti yður fyrr en fundinum er lokið. —- Eg kem samt. Hann fleygði frá sér símatólinu, hrinti upp hurðinni og rakst beint á lögregluþjón þegar hann kom út. Þeir stóðu augnablik og gláptu hvor á annan en áður en lög- regluþjónninn hafi sagt nokkuð muldraði (iregory: -— Afsakið þér, -—- ég er að reyna ;;ð ná i lækni handa konunni minni. Svo skaust hann framhjá honum og tók á rás niður götuna. Potsdam er um tuttugu kílómetra frá Berlín, og nú var spurningin livernig hann ætti að komast þangað á sem stystum tima. Hann hafði engan híl og vissi engin ráð til að ná sér i hann. Það var bannað að nota leigahíla nema mikið lægi við. Og það var svo fátt um þá að stundum þurfti að bíða hálftima til að fá þá. Járn- brautirnar gengu, en mjög sjaldan og stöns- uðu á liverri stöð. Og það var langt á stöð- ina og þegar þangað kæmi varð hann kannske að híða tuttugu mínútur eða meira eftir næstu lest. Það hafði tekið tíma að komast út úr húsinu og hver sekúnda var dýrmæt nú, er Erika var í klóm Graubers. Nærri hálf- tími var liðinn síðan hún hafði verið tek- in, Hún var vafalaust komin á aðalslöðv- arnar og þeir mundu byrja að yfirheyra hana. Bifreið ók upp að gangstéttinni skammt frá. Þegar Gregory kom nær sá liann nas- ista i einkennisbúningi fara út úr bílnum og þvert yfir gangstéttina. Gregory beið þangað til að hann hvarf inn um dyr á stóru húsi. Það var máske lielbert sjálfs- morð að ógna nasista á almannafæri i Unter den Linden, en tíminn var dýrmæt- ui, Ef hann gæti ekki útvegað Eriku fljóta hjálp þó mundu þeir misþyrma henni svo að hún hyggi að því alla æfi og neyða hana til að segja frá. Hann opnaði hílinn. Enginn var i hon- um nema bílstjórinn. Á næsta augnabliki hafði Gregory skammbyssuna á lofti og vatt sér inn. Hann skellti hurðinni með hinni hendinni og otaði skammbyssunni framan í bílstjórann. — Akið til Potsdam, skipaði hann. Bilstjórinn tók andann á lofti. Hann renndi hendinni niður með mjöðminni til þess að ná í skammbyssuna en hætti við er hann fann kalt stálið við gagnaugað á sér. — 1 helviti .... hver eruð þér? hróp- aði hann. —- Skiptið yður ekkert af því! hvæsti Gregory. — Akið af stað — annars blæs ég úr yður heilann og ek sjálfur. Röddin var svo ákveðin að hílstjórinn sá að þelta var alvara. Hreyfillinn var i gangi. Hann steig fætinum á bensíngjafann og ók út í myrkrið. Harðara! sagði Gregory. — Harðara. Ilerðið á yður ef þér viljið ekki lenda i líkkistu i nótt. Látið það ganga. Mér ligg- ur á! Bifreiðin jók ferðina, en Gregory var ekki ánægður. — Harðara, sagði hann. Harðara, ann- urs skýt ég yður og ek sjálfur. — Gott in Himmel! tautaði bílstjórinn. — Viljið þér að við hálsbrjótum okkur. Eg get rekist á í myrkrinu ef ég fer ekki varlega. Þeir óku óforsvaranlega hart í dimm- unni og Gregory hætti að reka á eftir hon- um. Hann sat og þrýsti skammbyssunni að rifjunum á bílstjóranuin, og taldi sek-- úndurnar i livert skipti sem bíllinn þurfti að bíða á götuhorni. Umferðin var lítil og fyrir utan borgina gátu þeir farið á fullri ferð. Fimm mínút- ur, tíu, fimmtán, tuttugu. Hver mínúta sextíu sekúndur, hver selcúnda kvalræði fyrir Gregory er hann hugsaði til Eriku og kvalanna, sem hún yrði að liða. Loks komust þeir til Potsdam og bíl- stjórinn spurði hvar hann ætti að nema staðar. Vitið þér hvar höll von Pleisens greifa er? spurði Gregory. Allir vita hvar herstjóri Berlínar á heima. — Hann getur farið til helvítis fyrir mér, urraði Gregory, eins og hann vildi ekki láta bilstjórann verða þess vísari að hann ætl- aði að heimsækja hann. — Þér getið selt mig af á horninu svo get ég sjálfur fundið staðinn, sem ég ætla á. Bifreiðin ók upp hliðargötu í nálægt fimm mínútur, svo lagði liann upp að gangstétt og nam staðar. Gregory bevgði sig yfir manninn, tók af honum skamm- byssuna hans og stakk henni í vasa sinn. — Þér bíðið hérna í fimm mínútur, svo getið þér farið aftur til Berlín, sagði hann. — Ef þér kallið meðan ég er á götunni, kem ég aftur og lielli í yður blýi. Það megið þér reiða yður á. — Já, já, sagði bilstjórinn, sem var auð- sjáanlega hræddur við þennan vitskerta farþega. — Mig langar ekki til að deyja strax. Þér megið reiða yður á að ég reyni ekki að gera neitt. Ógnandi og hótandi steig Gregory út úr bílnum og hljóp niður götuna, að porti, sem hann grillti í þar. Það reyndist vera aðalinngangurinn að greifahöllinni. Her- vörður stóð við hliðið. Hann stöðvaði Gre- gory og kallaði á liðsforingja. Gregory skýrði honum frá að liann yrði að tala við herstjórann um mjög áriðandi mál og foringinn hleypti lionum inn i hallargarðinn. Háar hyggingar voru allt i kring. Þarna var urmull af hílum. I daufri skímunni gat Gregory sér lierhílstjóra standa í þyrpingu og tala saman. Af híla- fjöldanum gat Gregory ráðið að von Pleis- en hafði safnað til sín foringjunum undir hyltinguna og að fundurinn, sem röddin i símanum hafði talað um, snerist um hina endanlegu áætlun. Foringinn fór með Gre- gory að aðaldyrunum. — Óbreyttur borgari með skilaboð til hans hágöfgi sagði foringinn. — Komið þér þessa leið, svaraði rödd. Einkennisbúinn þjónn opnaði dyr og end- urtók orðin, sem foringinn hafði sagt. Gregory kom inn í upplýst anddyri. Þar stóð gamall, svartklæddur þjónn, auk þess ofursti og þrír majórar í hermannafrökk- un og með húfur. Þeir töluðu saman í djóði. Voru þeir auðsjáanlega einskon- ii' lífvörður. Gregory sá að þó að auðvelt lefði verið að komast inn þá væri þeim nun erfiðara að komast út, ef húsbóndinn ,'ildi það ekki. — Eg þarf að tala við hans hágöfgi pagði Gregory við þjóninn. Þjónninn hristi höfuðið. — Hans hágöfgi er á fundi. Hann getur ekki tekið á móti íeinum. — Ef þér viljið gefa honum nafnið mitt :r ég viss um að hann tekur á móti mér, agði Gregorju — Eg er með afar áríðandi irðsending til hans. Nú kom ofurstinn til þeirra. — Það má dvki trufla hans hágöfgi. En ef þér segið nér hvert erindið er og það er verulega nikilsvarðandi, þá skal ég láta liann vita, índireins og fundinum lýkur. Danke schön, herra ofursti, %varaði Iregory. — Þetta er einkamál og það cemur við fundinum, sem hans hágöfgi ;itur á. Tveir af majórunum færðu sig nær dyr- unum svo að Gregory kæmist ekki á burt. Eg hugsa að það sé best að þér segið nér þetta, sagði ofurstinn Gregory tók fram hakakross Eriku og rétti ofurstanum. — Við sóum burt tíma, sem getur ráðið úrslitum um áform þau, sem hans liágöfgi hefir gert. Gerið svo vel að afhenda honum þetta undireins og segja, að Gregoi-y Sallust sé liér og verði að fá að tala við hann um afar áríðandi mál. Svipurinn á ofurstanum var fljótur að breytast. Hann rétti einum majórnum liaka krossinn og sagði honum að færa hans hágöfgi liann og enduraka það, sem Gre- gory hafði sagt. Majórinn kom aftur eftir tvær minútur og henti Gregory og fór með hann inn i breiðan gang. Þar opnaði liann dyr. Þær voru að fundarsalnum, hinum há- reista sal i höllinni, og voru þar saman komnir milli tvö og þrjú hundruð herfor- ingjar og stóðu í smáhópum og töluðu saman. Nær allir þessir menn voru ýmist herforingjar, ofurslar eða ráðsforingjar. Margir voru með meiri háttar orðubönd og nær allir með eina eða tvær raðir af orð- um á bringunni. I innri enda salsins stóð von Pleisen hershöfðingi. A einu þilinu sá Gregory stóra ldukku. Visirarnir stóðu á 8.14. Erika hafði verið í

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.