Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1950, Síða 3

Fálkinn - 24.02.1950, Síða 3
FÁLKINN 3 Tove Ólnfsson hlýtur mikið hrós í dönskum blöðum Þau hjónin, Tove og Sigurjón Ól- afsson eru bæði landskunn fyrir lista- verk sín, og jiað er í rauninni ó- þarfi að kynna þau fyrir lesendum. Ástæðan til þess að Fálkinn birtir bér myndir af tveim listaverkum frúarinnar og fylgir þei'm úr blaði með nokkrum orðum, er sú, að ekki alls fyrir löngu vakti frúin á sér mikla atbygli á sýningu í Kaijp- mannahöfn. Þótt íslendingar viti það mætavel, að frú Tove Ólafsson sé í fremstu röð myndhöggvara hér á landi, og þafi átt mörgu góðu að venjast frá lienni á sviði listarinn- ar, þá eru viðurkenningarorð Kaup- mannabafnarbláðanna, sem sum hver verða tilfærð bér á eftir, mikill sómi fyrir listakonuna og um leið viðurkenning fyrir íslenska list og uppörvun fyrir íslenska listamenn. Skulu liér nú tiígreind nokkur blaðaummælin: fí. T. segir m. a.:„En það er list- fengi i binum þremur höggmyndum Tove Ólafsson, sem gerðar eru úr graniti og íslenskum grásteini. Bæði „Maður og kona“ og myndin af standandi stúlku prýða sýninguna." fíerlingske Afteiuivis talar um bina meistaralegu mynd Tove Ólafsson, „Móður og barn“. Social-Demokraten: „Tove Ólafs- son lieggur stórkostlega vel i granit.“ Nutionaltidende: „Tove Ólafsson sýnir binn óbrotna og næma skilning sinn í þremur höggmyndum: „Maður og kona“ er ein þeirra ■— og meðal þeirra, sem mesta athygli vekja.“ Informationen: „Tove Ólafsson sýnir nokkrar mjög fallegar högg- myndir úr íslenskum grásteini og graníti. Þær auðkennast af þéttu, fullgerðu formi, sem á eðlilegan bátt hefir losað sig við steinklump- inn.“ fíerlingske Tidende: „Sem mynd- böggvari er Tove Ólafsson ein um sýninguna. Henni tekst að bera liana uppi með yndisgrannri stúlkumynd og móðurmynd sinni.“ Köbenhavn: „Eini myndböggvari samtakanna, Tove Ólafsson, hefir sent bingað þrjú góð listaverk frá íslandi. Myndin „Maður og kona,“ sem er höggvin í islenskan grástein, er Ijómandi góð.“ Land og Folk: „Höggmyndir henn ar bafa einfalda og svipfasta gerð. Hún er næmur túlkandi steineðlis- Frú Tove Ólafsson á vinnustofu sinni. ins. Samt bera myndirnar ekki gran- ítkenndan klumbshátt. Það er mjög fingerður og nærgætnislegur þokki i stúlkumynd hennar, og báðar binar böggmyndirnar prýða sýninguna mjög.“ Aftenbladet. Þó er það ef til vill eini myndhöggvarinn í hópnum, Tove Ólafsson, sem leggur sýning- unni drýgstan skerf og svip. Bæðv hámyndin úr binu dálítið óbentuga, Ijósa grartíti og „Maður og kona“ úr íslenskum grásteini eru heilsteypt verk.“ Þannig farast Kaupmannahafnar- blöðunum orð, og það eru ekki margir norrænir listamenn, sem þau lofa jafn samtaka og eindregið. Frú Tove Ólafsson fluttist liingað til lands ásamt manni sínum i lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Sigur- jón liafði þá dvalist erlendis nálega 20 ár og hlotið mikla viðurkcnningu þar. Frú Tove stundaði listnám við listaskólann i Kaupmannaböfn sam- tímis manni sinum. Lagði hún stund á böggmyndalist. Auk þess hefir liún meistararéttindi i tréskurði. Hún er nú kennari i höggmyndalist við Handíða- og myndlistaskólann. Blaðamaður frá Fálkanum brá sér nýlega í beimsókn til frú Tove á vinnustofu liennar inni við Lauga- nes. Vinnustofur þeirra bjónanna, Tove og Sigurjóns, eru i herskálum, en það var eina húsnæðið, sem þau gátu fengið, þegar heim til íslands kom i striðslokin. Nokkurn liluta húsnæðis þessa bafa þau innréttað scm íbúð. Una þau bag sínum hið besta við þessi skilyrði, enda vakti það fyrst og fremst fyrir þeim, þeg- ar herskálarnir fengust, að vinna óskipt að list sinni. „Hér er næði, bér er ró til að vinna,“ sagði frú Tove. „Og það er okkur fyrir mestu,“ bætti hún við og brosti blítt, er blaðamaðurinn kvaddi. SLEFBERINN. Maður nokkur lá fyrir dauðanum og nágranni hans kom til hans: „Mér þykir leitt að ég hefi orðið til þess að bera út róg um þig,“ sagði nágranninn. „Eg kannast við þetta og bið þig fyrirgefningar.“ — Veiki marðurinn leit á liann og sagði: „Það var fallega gert, en úr þvi sem komið er gerir það hvorki til eða frá. Viltu taka koddann þarna, fara út með hann og spretta upp verinu og láta dúninn fjúka út i veður og vind.“ — Nágrannanum fannst þetta undarleg bón, en gerði eins og mað- urinn bað um og dúnninn fauk i allar áttir. Þegar hann kom inn aft- ur sagði veiki maðurinn: „Nú get- urðu reynt að tina saman fiðrið.“ Granninn skildi skensið og fór. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri. Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram Prentað í Herbertsprenti

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.