Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1950, Side 14

Fálkinn - 24.02.1950, Side 14
14 \ FÁLKINN Maðurinn, sem móðgaði Svía. — Ýmsir munu minnast þess úr dagblöðunum frá í nóvember, að öldungadeildarþingmaðurinn Elmer Tliomas frá Oldahoma, sem var þái á ferð í ýmsum Evrópulöndum ásamt fleiri þingmönnum, lét sér um munn fara miður sæmileg ummæli og algerlega órökstudd um Svía, eftir að hann hafði verið þar á ferð. Kvað hann þá setja allt sitt traust til Ameríkugjafa, en að réttu lagi ættu þeir enga Mar- shallhjálp skilið. Ummæli Elmers Thomas hafa vakið megna gremju allra Evrópuþjóða, og ameríslc blöð hafa látið í Ijós, að ekki sé ástæða til að taka þennan mann alvarlega. En sænslm stjórnin hefir í tilefni af þessu níði Elmers Tliomas (sem ef- laust hefði kostað hann þingsætið, ef hann hefði verið þing- rnaður í Englandi) gefið út yfirlit um hjálparstarfsemi sína erlendis, frá því á stríðsárunum til þessa dags, sem sýnir, að Svíar liafa gefið miklu meira fé til alþjóðlegrar hjálparstarf- semi (einkum Rauða Krossins), en allri Marshallhjálp til þeirra nemur. — Myndin er telain af þessum seinheppna sendimanni öldungadeildarinnar, er hann kom til Ítalíu og var að heilsa Sforza utanríkisráðherra. Til vinstri sést annar öld- ungadeildarmaður úr sendinefndinni. líús til að blása út. — Þegar þetta hús, sem er úr gúmmí, er lagt saman, er það ekki stærra eða þyngra en svo, að hægt er að bera það á bakinu. En þegar á að nota það, er það blásið út með venjulegri reiðhjólapumpu. Það er svo sterkt að það þolir mestu óveður. Það er sérstaklega ætlað lil heimskautaferða, og er bæði vatns- og loftþétt. BRÉFASKIPTI ýmsir félagar hans hafi áhuga á að Vernon R. Crowley, 17 Clarinda Park komast í samband við ungt fólk hér East Dun Laoghaire Dublin, írland með bréfaskriftum. Þeir, sem áhuga skrifar blaðinu og segir að hann og hafa á þessu, geta skrifað honum. DREKKID E5ILS-0L TANAMA. Frh. af hls. 5. Þeim var illilega skemmt yfir hin- um undarlegu æruhugmyndum Jap- anans og hlógu hátt að þessum her- foringja, sem meira að segja var af göfugum ættum, að hann skyldi tæpa á því að gefa sig á vald frétta- þjónustu okkar, til þess að komast hjá að verða bendlaður við algenga leikkonu. „Hann gerir sér ekki há- ar hugmyndir um gáfnafar okkar,“ sagði húsbóndi minn, Oblomov majór. Japönum stendur á miklu að gefa okkur falskar upplýsingar. En hvers vegna ekki að láta eins og ékkert sé? Við gætum til dæmis beð- ið Tanama að útvega okkur afrit af hernaðaráætlunum kringum Port Arthur og í Suður-Mandsjúríu. Það væri gaman að kynna sér hvernig hanaráðin eru, scm japönsku liers- höfðingjarnir eru að brugga okkur. Við getum gert ráð fyrir að fram- kvæmdirnar verði þveröfugar við upplýsingarnar, sem við fáum.“ Þetta var allra hesta tillaga, og eftir að hafa talað fralh og aftur um málið, kom okkur saman um að gera þetta. Daginn eftir fór Tanama frá St. Pétursborg. Þetta var sumarið 1902 og við vorum önnum kafnir við undirbúning styrj- aldarinnar, sem virtist vera óhjá- kvæmileg. Við gleymdum Tanama. En einn góðan veðurdag í desem- ber kom böggull í stjórnarpóstinum frá hermálafulltrúa okkar í Tokíó. Þar voru sundurliðaðar áætlanir um japanska árás við Port Arthur og sýnt hvar liðið skyldi sett á land og hvernig þvi skipt. Við athuguðum áætlanirnar ítar- lega. Þarna kom ýmislegt fram, sem við urðum forviða á. Allt var gert af hinni mestu nákvæmni. „Japanar eru nákvæmir, líka þegar þeir búa til falskar áætlanir eins og þessa.“ sagði Oblomov majór. „Það er hugsanlegt að hún sé rétt,“ sagði einn foringinn. „Bull! Það cr augljóst að Japanar reyna að láta svona falsáætlanir iíta eins sennilega út og hægt er.“ Þetta var skoðun flestra. Áætlan- irnar voru lagðar í skjalasafnið og geymdar. Sex mánuðum seinna, um mitt sumarið 1903, fengum við nýjar á- ætlanir úr sama stað og áður. Þær voru jafn ítarlegar og nákvæmar. Þessar áætlanir voru viðvíkjandi hernaðaraðgerðum á sunnanverð- um Mandsjúríuskaga og sókn til Mukden. Áætlanirnar voru svo itar- legar að samstarfsmenn minir fóru að efast um að þær væru falskar. Nokkrir foringjar sögðu að við yrð- um að kynna okkur þessar áætlanir ítarlega, til þess að geta gert nauð- synlegar ráðstafanir, ef vera kynni að þær væru réltar. En það hefði þýtt að við hefðum orðið að ger- breyta varnaráætlun okkar, og þcss vegna voru þessi plögg líka Jögð í skjalasafnið. I desemberlok sama árið kom þriðja sendingin. Það voru áætlanir um sókn meðfram Yalufljóti. í þetta skipti varð enginn tími til að rök- ræða um hvort áætlanirnar væru ekta eða ekki. Nokkrum dögum sið- ar kom eftirtektarverð fregn frá Tokíó, tilkynning sem virtist ótrú- leg, en hermálafulltrúi okkar í Tolció staðfesti: Tanama hafði verið stað- inn að því að stela skjölum úr hermálaráðuneytinu og hafði verið tekinn af lífi fyrir njósnir. Fyrst í stað datt okkur helst í hug að telja þetta nýtt japanskt klókindabragð. En allar upplýsing- ar sem við fengum staðfestu að þetta væri satt. Og nokkrum dög- um síðar hvarf okkur siðasti vottur- inn af efa. Öll heimsblöðin birtu símskeyti um að einn af helstu ráð- gjöfum keisarans hefði framið sjálfs- morð er hann frétti um hin smán- arlegu afdrif sonar síns. Og í skjalasafni okkar voru á- ætlanirnar að þremur japönskum sóknum! Dag og nótt unnum við af kappi að því að endurskoða áætlanir okk- ar með tilliti til upplýsinganna, sem okkur höfðu borist. Svo hófst stríðið í febrúar 1904, stríðið, sem eigi aðeins olli byltingunni 1905 heldur ruddu líka brautina fyrir byltingunni 1917. I apríl hörfuðum við undan til Chiuliencheng-stöðvanna við Yalu- fljót. Þar var ein af stærstu orrust- um veraldarsögunnar háð, 30. april 1904. Og í fyrsta sinn í sögunni voru hvítir hermenn sigraðir af gulum. Við þekktum áætlanir Japana en misstum samt fótfestu á allri víglin- unni. Þar sem við settum herdeild til að veita Japönum viðnám, voru jafnan tvær japanskar herdeildir til að taka á móti. Þar sem við höfðum eitt stórskotavirki liöfðu Japanir jafnan tvö. Orrustunni lauk með því að her okkar var rekinn á flótta og baksveitunum tortímt að fullu, vegna vegna þess að vinstri fylkingararm- ur tók skakka stefnu á undanhald- inu. Hvers vegna tók hann skakka stefnu? Eg var ekki í neinum vafa um það, og hafi Tanama verið skot- inn vissi afturgangan hans um það. En það var of seint að breyta áætluninni — og hún var byggð á upplýsingum Tanama. Við vorum sigraðir við Ilashan, við Mukden við Port Arthur. f mannkynssögu skólanna er sagt að við höfum tap- að styrjöldinni vegna þess að ekki var nema citt spor á Síberiujárn- brautinni og ekki hafi verið hægt að senda liðsauka og hergögn nógu fljótt. Bull! Við liöfðum nóg af her- mönnum — fleiri en Japanar. En þeir voru aldrei þar, sem við þurft- um á þeim að lialda. Eg var sjálfur á vígstöðvunum, og i desember 1904 heyrði ég nið- urlagið á sögunni hjá japönskum liðsforingja, sem hafði verið hand- tekinn. Eg spurði hann um Tanama. „Hann er mikil þjóðhetja," sagði fanginn. „Keisarinn hefir sæmt hann og fjölskyldu hans orðu hinnar ris- andi sólar.“ „Hann var þá ekki tekinn af lifi?“ „Jú, hann var líflátinn fyrir njósn ir og landráð. En fyrir nokkrum mánuðum var sagt frá hvernig í öllu lá. Hann hafði með hrifningu tekið að sér að láta óvirða sigogtaka sig af lífi svo að svikin við Rússa yrðu fullkomin. Honum var mikill heiður að því.“ „Og faðir hans?“ „Hann framdi vitanlega sjálfs- morð. Honum var ekki minni heiður að því.“ Svona iá þá i þessu. Svona töpuð- um við japanska striðinu. En hvað er liægt að gera gagnvart mönnum, sem láta drepa sig eða fremja sjálfs- morð til þess að gabba andstæð- ingana? Ttr Ttf ur itr ttr Ttf SeyL SzjL

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.