Fálkinn - 12.05.1950, Qupperneq 2
o
FÁLKINN
Málverkdsýning Natthíasar Siafússonar
Um þessar mundir hefir Matthías
Sigfússon, listmálari, sýningu á mál-
verkum og vatnslitamyndum í Lista-
mannaskálanum. Alls eru myndirn-
ar 60, þar af 57 málverk.
Meðal myndanna eru nokkrar kop-
íur af verkum gömlu stórmeistar-
anna, t. d. Raphaels, Rubens, Rem-
brandts og Titians. Annars eru lands-
lagsmyndir yfirgnæfandi, þar af
margar frá Þingvöilum.
Matthías er skemmtilegur málari
og mjög fjölhæfur, og ber sýningin
þess glögg merki. Doppustíllinn, sem
Ásgeir Bjarnþórsson er þekktastur
fyrir af íslenskum málurum, er á
nokkrum myndunum, og sumar
þeirra eru nokkuð skennntilegar.
Kjarvalsblær mótar sumar mynd-
irnar, t. d. hraúnmyndir frá Þing-
völlum. Nokkrar abstraktmyndir get-
ur einnig að líta. Heildarsvipur sýn-
ingarinnar er snotur og tistvinir eiga
allir erindi niður i Listamannaskála
til að skoða hana.
Flosagjá. Ljósm.: Vignir.
Einar Vigfússón, fyrrv. bakarameist-
uri, Njálsg. 85, verður 80 ára 17. þ.m.
HÚSNÆÐISLEYSIÐ
i Argentínu er verra en i nokkru
landi, sem ekki hefir verið eytt í
stríði og versnar síöðugt, bæði
vegna mannfjölgunar í landinu og
stóraukins innflutnings. Er talið að
800.000'ib'úðir vanti í Argentínu, þar
af yfir 100.000 í höfuðborginni, Bue-
nos Aires.
AÐALSMAÐUR í ATVINNULEIT.
Sir Alexander Seton, 45. baronett
í ættinni er að leita sér að ársvist
sem vinnumaður einhvers staðar í
Skotlandi. Honum samdi ekki við
síðasta húsbónda sinn, sem greiddi
honum ekki nema fjögur pund fyrir
vikuna, en sir Alexander sagðist
liafa ráðið sig fyrir fimm. „Sunday
Pictorial“ segir frá þessu og lætur
þess getið að sir Alexander sé mikið
uppáhald samverkamanna sinna.
Blaðið hefir lika haft tal af lady Set-
on, sem sömuleiðis er á hnotskóm
eftir atvinnu. þó að hún eigi von á
50.000 punda arfi innan skamms.
VELMEGUNIN í U.S.A.
Yfir helmingur þeirra 50.4 milljón
fjölskyldna, sem eiga lieima í Banda-
ríkjunum, á bifreið, segir í skýrslu
frá Federal Reserve Board. En yfir
77% af öllum fjölskyldum eru líf-
tryggðar með minnst 100 dollara ið-
gjalda á ári. 70% eiga innstæðu í
banka og 45% eiga liús eða jörð.
FIMM Á ÁRI!
Frú Tlielma Gibbs í Atlanta, sem
eignaðist tvíbura 16. janúar í fyrra,
eignaðist þríbura í viðbót í nóvem-
ber, og vógu þeir kringum 1300 gr.
hver. Þessi ársframleiðsla er eintóm-
ar stúlkur. Frú Gibbs er 27 ára og
hefir eignast fjögur börn áður. —
og úr því að farið er að tala um
barneignir er rétt að geta þess að
Alexandro gamli Massini (hann er
78 ára) gaf nýlega öllum samverka-
mönnum sínum vindil í tilefni af
því að konan hans eignaðist tvíbura.
Hún er 39 ára og þau giftust 1939.
RÓMANTÍK.
Það er póstmeistarinn í New York,
Albert Goldman, sem segir þessa
sólskinssögu sem fjallar um bréf, er
var sett á póst fyrir 25 árum. Mað-
urinn sem sendi bréfið var að biðja
sér stúlku, skriflega. Hann sagði í
bréfinu að ef hann fengi ekki svar
þá mundi stúlkan ekki heyra frá
honum framar. — Áritunin á bréf-
Inu var ófullnægjandi og það komst
ekki i hendur viðtakanda fyrr en
nýlega. Hún svaraði sendándanum
um Iiæl og sagði að ef hann vildi
.... og svo framvegis, þá .... og
svo framvegis. Viku síðar voru þau
gift.
KOM RÍKUR HEIM.
Harry W. Stedman fór nýlega á
veðhlaup i Flemington með 50 krón-
ur i vasanum. Hann veðjaði rétt á 7
vinnendur af átta og varð að eigja
sér skothelda bifreið til að komast
heim með vinninginn, sem var um
liálf milljón krónur.
234 PÖR AF KVENNSKÓM.
Perugia er frægt nafn í Púrís.
Það er hann sem gerir teikningar af
kvenskóm og er sjaldgæfur lista-
maður í þeirri grein. En hann er
líka slyngur kaupsýslumaður og hef-
ir grætt stórfé á skófyrirmyndum
sínum. En nýlega gekk fram af
honum er Iiann fékk pöntun á 234
pörum af skóm frá Senora Eva Du-
arte de Peron, forsetafrúnni í Ar-
gentínu. „Kaupskapur er kaupskap-
ur,“ hugsaði Perugia með sér og
hrosti, „en ekki skil ég hvað frúin
ætlar að gera við alla þessa skó.
Hún yrði 400 ár að slíta þeim út.
Kannske heldur hún að liún sé ó-
dauðleg."
EKTA LILJEFORS.
Það hefir komið á daginn, að
teikning ein, af úlfi í skógi, sem
var keypt á uppboði fyrir 50 aura
fyrir tiu árum, er frummynd eftir
sænska málarann Bruno Liljefors og
að minnsta kosti 3000 króna virði.
Hún er merkt „Bruno Liljefords
—89“, en eigandinn hélt að hún
væri steinprentun.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason
Framkv.stjóri. Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
BlaSið kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiðist fyrirfram
Prentað í Herbertsprenti