Fálkinn - 12.05.1950, Síða 3
F Á L K I N N
o
o
\í:frvWSí>:ví51
'Mít TIESVS sr. VTW5
■QIIICIS JBE «.VS,HISSIMO\{i^Cff^gí>«mr
i ' ‘««K£r
Af mynd þessari má fá hugmynd um uppgröftinn, sem unniö liefir veriö að i
áratug undir Péturskirkjunni. Bfri graflwelfingarnar, sem getiö er um í grein-
inni, sjást undir gólfi kirkjunnar. Þær hafa livelft loft. Þar voru páfar grafnir.
Neðri grafhvelfingarnar, þ. e. a. s. þœr, sem grafnar hafa veriö út síöustu 10
árin, eru Ijósar á myndinni. Þar fannst mikiö af listaverkum úr heiönum og
kristnum sið og grafir fjölmargra ætta frá fyrstu öldum eftir Krist. Caetennii
grafhvelfingin sést þar meöal annars fsjá greinina).
Djúþt niðri í iðrum jarðar, undir
Péturskirkjunni í Róm, liefir haka-
glamur og skófluhljóð bergmálað
um 10 ára skeið. Með nokkurri leynd
hafa verkamenn og forleifafræðing-
ar Páfagarðs grafið sig niður í
grafhvelfingar frá lieiðnum sið i
ieit að beinum Péturs postula, sem
um alldaraðir hefir verið talinn greftr
aður meðal heiðinna manna í Vati-
kanhæðinni árið 00 eftir fæðingu
Krists. Trúin á sannleiksgildi þessa
varð til þess, að kirkjan var reist á
þcssum sl.að, og ber hún nafn Pét-
urs poitula sem kunnugt er. Síðan
hefir Péturskirkjan, sem er stærsta
og fegursta kirkja í heinii, og Vati-
kanhæðin verið háborg kaþólskrar
trúar og menningar.
Undir gólfi Péturskirkjunnar eru
lágar grafhvelfingar, þar scm páfar
liafa verið lagðir til hinstu hvildar.
Þær eru frá 1 (5. öld, þ. e. a. s. jafn-
gamlar og kirkjan í þeirri mynd, sem
hún er nú. Undir þeim eru aðrar
grafhvelfingar, flestar frá heiðnum
sið. Efri grafhvelfingarnar hafa verið
í gleymskunnar dái um mjög langt
skeið. Það var ekki fyrr en Píus
páfi XI. óskaði þess, að hann yrði
grafinn þar, að þessar grafhvelfing-
ar fóru aftur að koma í dagsins ljós.
Eins og síðar verður vikið að, þá
fundust einnig grafhvelfingar fyrir
neðan hvelfingarnar frá 10. öldinni af
tilviljun, og jiá blossaði upp áhuginn
á því a ðfá staðfestingu á þeirri arf-
sögn kaþólskra manna, að Pétur
postuli væri grafinn í Vatikanhæð-
inni fyrir tæpum 19. öldum á þeim
stað þar sem kirkjan nú stendur
(undir háaltari hennar).
Meðan lireinsunin hefir farið fram
i grafhvelfingunum undir Péturs-
kirkjunni og ieitað hefir verið að
beinum Péturs postula meðal jarð-
neskra leifa þess fjölda, sem þarna
hefir verið grafinn, hafa bygginga-
fræðingar oft óttast það, að grafið
kynni að verða undan stoðum kirkj-
unnar og hún kæmist i hættu. Með
nákvæmni og natni hefir þó tekist
að sneiða hjá þeirri hættu. Leitin
er sögð hafa leitt hina furðulegustu
hluti í ljós, og hefir kaþólska kirkj-
an þegar skýrt frá ýmsum merkum
fundum, svo sem fiölmörgum lista-
verkum, sem varpa góðu ijósi á
menningu og lifnaðarháttu þessara
tíma, en hins vegar hefir ekkert verið
tilkynnt opinberlega um það, hvort
bein Péturs postula muni vera með-
al þeirra jarðnesku leifa, sem fund-
ust. Búist er við tilkynningu um' það
einhvern tima á hinu heilaga ári,
sem nú er að líða.
Þegar Pius páfi XI. dó árið 1939,
var jarðneskum leifum hans komið
fyrir i grafhvelfingu undir Péturs-
kirkjunni, við hliðina á grafhvelf-
ingu Piusar páfa X. Eugenio Pacelli,
hinn nvi páfi, fól framkvæmdastjóra
Péturskirkjunnar, Monsignor Kaas,
að útbúa grafhvelfingu liins látna
páfa. Kaas er nijög þekktur guð-
fræðingur, þýskur að ætt og sat um
14 ára skeið á þýska þinginu, áður
en Hitler komst til valda, en þá varð
hann að flýja land. Hálfum öðrum
sólarhring áður en greftrunarathöfn-
in átti að fara fram kornu verkamenn
irnir, sem voru að hreinsa til í
grafhvelfingunni, auga á glufu í
veggnum. Þegar þeir gættu betur að
blasti við sjónum þeirra klefi með
hvelfdu þaki. Enginn lia'fði hugmynd
um að klefi þessi væri til og hann
var ekki merktur á neinum upp-
drætti, sem til var af kirkjunni.
Fundur þessi, sem var hreinasta
tilviljun, hvatti til frekari rannsókna.
Með fulltingi hins nýja páfa var svo
hafist handa um visindalegar rann-
sóknir á grunni og neðanjarðarhvelf-
ingum Péturskirkjunnar, sem oft
höfðu verið áformaðar, en alltaf
verið frestað. Monsignor Ivaas stjórn-
aði ])essum umfángsmiklu rannsókn-
um, og nú er þeim að mestu lokið
eftir 10 ára látlaust strit, eins og áð-
ur hefir verið sagt.
Á áratug þessum hafa margar graf-
hvelfingar, hellar og göng verið
hreinsuð. Nýir heimar liafa opnast,
auðugir að listaverkum úr kristn-
um og heiðnum sið. Verkfræðingar
fornleifafræðingar og guðfræðingar
Páfagarðs hafa haft nógu að sinna
þessi 10 ár. Sjálfur gröfturinn hef-
ir verið unninn af „sampietrini“, en
það eru verkamenn Páfagarðs, sem
hafa hlotið Hfsstöðu sina að erfum
maður fram af manni um fjölda ára.
Strax á árinu 1940 komust vís-
indamennirnir á sporið. Grafhvelfing
Caetennii ættarinnar fannst, og þar
með var fengin sönnun þess, að
grafreitir hefðu verið gerðir i heiðn-
um sið á Vatikanhæðinni. Jarðneskra
leifa Péturs postula gat þvi verið
að beita á þessum slóðum, ef arfsögn-
in var á r.ökum reist. Caetennii
grafhvelfingin reyndist hin mesta
náma fyrir fræðimennina. Þar fannst
heilmikið af listgverkum, legsteinum
og fleiru, sem þýðingu hafði. Á
einum legsteininum stóð letrað: „M.
Caetennio Antigono et Tulliae Sec-
undae coniugi eius“ (Marcus Caet-
ennius og kona haiis, Tullia Secunda).
Hann er holur að innan og tvö göt
efst á lionum. Þar helltu ættingjar
hinna látnu vini niður áður fyrr tii
að firra þá þorsta og votta þeim þakk-
læti. Rétt hjá var legsteinn Emiliu
Gorgoniu, kristinnar konu, sem graf-
in hefir verið þar löngu síðar. Á
hann er letrað: „Dormit in pace“
(Sof í friði), en ekki „Requiescat in
pace“ (Hvíl i friði), eins og síðar
tíðkaðist i kristni. Bendir þetta þetta
til þess, að gröfin sé frá fyrstu tim-
um kristninnar, ]). e. a. s. frá dög-
um Péturs postula.
Þegar rannsókn Caetennii graf-
hvelfingarinnar var um það bil að
ljúka var það farið að kvisast út,
að Péturskirkjan væri i hættu stödd,
ef greftrinum héldi áfram. Hún
mundi hrynja. Byggingasérfræðing-
ar Páfagarðs voru kvaddir sainan
til fundar niðri í grafhvelfingunni
til þess að taka ákvörðun uin, hvort
greftrinum skyldi haldið áfram eða
ekki. Niðurstaðan var sú, að haldið
skyldi áfram við verkið.
Til þess að draga úr hættunni
voru stoðir úr jánbentri steinsteypu
gerðar hér og hvar, og iil þess að
forðast rugling, sem af þvi kynni að
hljótast síðar, voru þær merktar með
innsigli Vatikansins og ártali.
Frh. á bls. Í4.
Mynd þessi er af grafhvelfingu þeirri, sem er beint fyrir neöan háaltari Péturs-
kirkjunnar. Samkvœmt arfsögn kaþólskra manna á jaröneskra leifa Péturs
postula aö vera aö leita hér.
Leitin að beinum Péturs postula