Fálkinn - 12.05.1950, Síða 4
4
FÁLKINN
Undir rykföJlnum blöðum þyrni-
trésins, sem skýldi fyrir brennheitri
Afríkusólinni, sat Ruth Williams
Khama, liin hvíta drottning negra-
höfðingjans, á garðstól, meðan inn-
íendar konur gengu fram hjá henni
og staðfestu hollustu sína. Hún var
hin hvíta drottning Bamangwato,
nafntoguð um gjörvalla Afríku og eitt
helsta vandamál breska heimsveld-
isins. Ilún var í 5500 míla fjarlægð
frá London, þar sem liún var fædd
og þar sem hún hafði fyrir rúmum
tveimur árum hitt Afríkubúa að nafni
Seretse Khama , æðsta höfðingja
Bamangwato ættflokksins í Bechu-
nanalandi, bresku verndarsvæði rétt
fyrir norðan samveldislönd Suður-
Afríku.
Ruth er föl, ljósliærð stúlka með
djörfung i hugsjónum. Hún er dóttir
sölumanns í London, en sjálf var hún
skrifstofustúlka hjá vátryggingar-
fyrirtæki. Seretse var við laganám
i Oxford. Hann var gerður út af
frænda sínum, sem fannst nauðsyn-
legt, að verðandi höfðingi Bamang-
vvato væri menntaður maður. Ruth
og Seretse urðu ástfangin Iivort af
öðru, og eftir fimmtán mánaða kynni
giftust þau. Það var i september
1948. í ágústmánuði siðastliðnum
kom Seretse með brúði sína til höf-
uðborgar þjóðflokks síns, Serowe.
Á hinu nýja heimili biðu Ruth
mörg vandamál. Hinir fáu hvitu menn
í Serowe forðuðust hana og frændi
Seretse, sem hefði getað orðið henni
trygg stoð, hefir snúist móti þeim.
Hann óttast blóðblöndunina. Bæði
Suður-Afríkusamveldið og Suður-
Rhodesía hafa bannað lienni að stíga
fæti sínum inn fyrir landamæri
l)eirra, svo að hún verður að halda
sig í Serowe og nokkrum smáþorp-
um í kring. í marsmánuði sl. fór
Seretse svo til London til að lcggja
mál sitt fyrir nýlendumálaráðuneyt-
ið. Allir vita hvernig því lyktaði.
Hann hefir verið sviptur liöfðingja-
tign um nokkur ár og verið bannað
að heimsækja ættland sitt.
En Ruth hefir samt eignast vini
í Afríku. Það eru hinir innfæddu.
Þeir virða djörfung hennar og skiln-
ing á málefnum negranna. Þeim
finnst hún réttlát drottning. Ekki alls
fyrir löngu fór blaðakona að nafni
Margaret Bourke-White á fund Ruth
í Serowe og hafði tal af henni. Ruth
var þá í óða önn að búa sig undir
fæðingu barnsins, sem Iiún á von
á í júní.
í Serowe búa 28000 manns í strá-
þöktum moldarkofum. Aðeins örfá
hús bera menningarsnið. Samt er
Bamangwato þjóðflokkurinn, sem
telur alls 100.000 manns, ekki óupp-
lýstir villimennn. Þeir eru flestir
bændur, sem reka talsverða verslun
viðSuður-Afríkuveldið.Nokkrir vinna
sem daglaunamenn í námum. í höf-
uðborginni er kirkja, sem tekur 1200
manns i sæti, og sjúkraliús með ev-
rópskum yfirlækni, sem hefir tvo
læknakandídata af Bantu-uppruna
sem aðstoðarmenn. Þá eru og skólar
í Serowe.
Þegar Ruth kom til Serowe í
ágúst í fyrra var reynt að fá Evrópu-
konur í borginni til að kenna henni
ýmsa siði þjóðflokksins, svo að þeir
innfæddu tækju henni betur, en eng-
inn fékkst til þess. Samt hefir Rutli
tekist að vinna hylli negranna. Sem
drottning verður hún að vera stoð
þeirra og stytta, þegar citthvað bját-
ar á, og reiðubúin til að vernda þá
og bjúkra þeim, hún verður að velja
uppskerusöngvana og ganga fyrir
hinum innfæddu konum með vatns-
ílátin á höfðinu. Hún verður að vera
fyrst til þess að smyrja gólfið með
kúamykju — sem merki um hrein-
læti. Hún verður að vera það sem
hinir innfæddu kalla Mihuma Kghadi,
þ. e. a. s. „móðir okkar allra“, sem
vakir yfir velferð borgaranna.
Ruth og Seretse eiga indælt heiin-
ili, íburðarlaust en vinalegt. Ljóns-
húðir og Iilébarðaskinn prýða gólf-
in, en gluggatjöld hafa þau ei feng-
ið eins og þau óska, því að þau fásl
ekki í Serowe, og Seretse hefir ver-
ið meinað að kaupa þau í nærliggj-
andi löndum.
„Hvítu mennirnir eru á móti mér“,
segir Ruth, „af því að þeir vita, að
ég hefi tekið málstað negranna.“
Og hún er gröm er hún segir: „Svo
hafa þeir lækkað kaup innfæddu
hjúkrunarkvennanna til þess að geta
hækkað kaup þéirra hvítu.“
Áður en Setetse fór hina örlaga-
ríku síðustu ferð til London, þar
sem honum var bolað frá konungs-
¥itið þér ... ?
að jafnvel óæfður maður getur með
áhaldi þessu hlaðið fleiri múrstein-
um á dag, en æfður múrari getur
með gamla laginu?
Það eru tveir amerískir fyrrver-
andi hermenn, sem hafa smíðað
þetta tæki, og er þíað fyrst og
fremst ætlað óvönum hleðslumönn-
um, sem ætla að byggja fyrir sig
sjálfir. Talið er að duglegur æfður
ameriskur múrari Idaði 1800 stein-
um á 8 tíma vinnudegi, er liann
notar áhaldið, en annars ekki nema
700. Svo að vinnusparnaðurinn ætti
að geta verið mikill.
að Kanada er meðal þeirra landa
sem framleiðir mest af blaðapappír?
1 Qúebec-fylkinu einu eru fram-
leiddar yfir 2.500.000 smálestir af
blaðapappír á ári og þaðan kaupa
Bandaríkin pappír fyrir 105 milljón
dollara á ári.
Myndin er tekin við Nipigonfljót,
sem rennur úr samnefndu vatni nið-
ur í Efravatn (Lake Superior). Þar
sést hvernig farið er að þegar timb-
urstokkarnir stíflast í fleytingunni.
Þá verður að sprengja „hnútinn"
með dynamíti. ÖUu þessu timbri er
breytt í blaðapappír.
tign, hafði hann látið orð falla í þá
átt, að hann yrði konungur í augum
fólksins, hvað sem hver segði. Þeg-
ar hann var kvaddur til London í
þá ferð, var Ruth kvödd með hon-
um, en hún fór Iivergi, þegar hún
fékk ekki loforð bresku stjórnar-
valdanna uin að fá að liverfa aftur
til Serowe, að þeirri ferð lokinni.
Hinar innfæddu konur mátu þessa
djörfung Ruth mikils og.komu í hóp-
um til að veita henni hollustu sína.
Þær kornu syngjandi og efni söngs-
ins var þetta: „Þegar konungurinn
kemur aftur heim, þá bíðum við
hans. Seretse á hunda. Þeir liundar
eru Bamangwato fólkið. Drottning-
in okkar færir okkur regn, og þá
blessast allt í landinu."
hvernig Amerikumenn áminna fólk
um að aku ekki ógætilega?
Myndin sýnir bíl steypast niður
á götu frá 9. hæð í húsi, um 24
metra hæð. Þegar liann kemur niður
er áreksturinn ekki harðari en þó
bifreið með 100 km. ökuhraða hefði
rekisl á tré. Myndin er góð sýni-
kennsla handa þeim, sem eiga bágt
með að stilla sig um að aka hratt.
Þeir gera sér ekki alltaf grein fyrir
hvað það getur kostað, ef út af ber.
að samkvæmt alþjóðasamningi má
ekki skjóta nema 16.000 bláhveli á
ári í síiðurhöfum?
— að hvalurinn leggur til hráefni
í smjörlíki, sápu, matvæli, andlits-
srúyrsl og ýmsar lyfjavörur.
— að livalskiðin, sem forðum voru
eftirsótt vara, vegna þess að hægt er
að nota þau í „lífstykki" og krínó-
línur, eru einskisvirði nú.
— að af 18 hvalveiðistöðvum í
suðurhöfum eru 10 norskar?
— að tungan úr stórum hval veg-
ur álíka mikið og fíll?
Myndin er af hvalveiðiskipinu
„Kosmos m.“ Það er 25.000 smá-
lestir að stærð og kostaði 20 milljón
krónur. Hvalurinn er dreginn upp
á þilfarið til skurðar gegnum opið,
sem sést á skutnum á skipinu.
Drekklö Egils-öl