Fálkinn - 12.05.1950, Side 10
10
FÁLKINN
YHC/ftf
iMmvmHt
Litlir varðhundar.
Hundarnir þurfa ekki að vera
stórir iil þess aS vera duglegir varö-
hundar. Maöur nokkur sem bjó í
sumarhúshverfi átti tvo ofurlitla
greifingjahvolpa. Eina nóttina fóru
þeir aö gelta sem ákafast, svo aö
maðurinn fór á fætur og kveikti. En
ekki varð liann var viö neitt sér-
stakl.
Morguninn eftir sá hann að lang-
ur stigi hafði verið reistur upp að
glugganum. Átta hús í grenndinni
höfðu verið rænd, en þjófurinn hafði
hætt við innbrotið þarna þegar hann
heyrði hundana gelta.
Vitið þið að:
Vorið byrjar 20. mars •— sam-
kvænrt almanakinu. Þá eru vorjafn-
dægur og dagur og nótt jafn löng,
nfl. 12 timar. Sólin kemur upp beint
í austri og gengur til viðar í vestri.
Næst verða dagur og nótt jafn-
löng 23. september, haustjafndægur.
Tarzan á kvikmynd og í
raun og veru.
Ný Tarzankvikmynd, sem heitir
„Tarzan og töfralindin“ 'er nýkomin
á markaðinn í Ameriku. Það er 25.
Tarzanmyndin i röðinni. 1 yfir 30
ár hafa allir drengir, og enda stúlk-
ur líka, fylgst með afrekum Tarzans
í kvikmyndunum. Tarzan sigrast á
hverri þraut, hvað sem fyrir kemur.
En síðan 1918 hafa margir Tarz-
an-Ieikendur gengið úr skaftinu. Síð-
asti Tarzaninn scm þið þekkið heit-
ir réttu nafni Johnny Weissmuller,
en i „Tarzan og töfralindin“ verður
nýr Tarzan, — sá tiundi í röðinni.
Hann heitir Lex Barker og er há-
menntaður maður. Hann hefir geng-
ið á háskóla og verið leikari í New
York. Hann vegur 200 ensk pund
og er sex fet og fjórir þumlungar á
hæð. Hann hefir orðið að æfa sig
af miklu kappi til þess að geta hlaup
ið, synt og ldifrað eins og Tarzan
sæinir.
En hafið ])ið hcyrt um þann eina
rétta Tarzan — sem var Tarzan cn
lék hann ekki. Það er best ég segi
ykkur frá honum.
Einu sinni fyrir mörgum árum,
það var 1903, voru tveir riðandi
lögreglumenn á ferð um óbyggðir í
Suður-Afríku. Þeir rákust á bavíana
sem voru að leika sér, og annar lög-
reglumaðurinn skaut á hópinn. Ap-
arnir flýðu í allar áttir, en einn
þeirra komst ekki eins fljótt undan
og hinir. Lögreglumennirnir héldu
að hann liefði særst oð hleyptu á
sprett á eftir honnum og náðu i
hann. En nú sáu þeir að þetta var
ekki api, heldur negrastrálcur. Hann
urraði og fitjaði upp á trýnið og
hoppaði á fjórum fótum. Þessi Tarz-
an, sem aparnir höfðu fóstrað var
12 ára.
Enginn svertingi þarna í nágrenn-
inu kannaðist við að eiga strákinn
og svo var hann sendur á geðveikra-
hæli í hænum. En svo komst hann
í fóstur á bóndabæ. Bóndinn kallaði
hann Lúkas.
Fyrst í stað hagaði hann sér eins
og api. Hann vildi ekki mannamat
en át hráan maís, kaktus, villihun-
ang og strútsegg. En smám saman
varð hann allra duglegasti vinnu-
maður. En hann upplifði aldrei æv-
intýrin, sem Tarzanmyndirnar segja
frá'.
t
c 0
(D—JÉ IJJb-
S Copy.-.ght P I B Bo* 6 Copenhogen
s r ' c
o c
*><&€-. 3. X ^
^ LL
Adamson ætlaði að veiða tvær rottur.
Skrítlur
— fíeint úfram og svo aðra götu
ú hœgri hönd. Þaff er ekkert um að
villast, því aö þaö er turn á kirkj-
unnil
— fíeriö þiö svo vel aö giröa
ykkur öryggisbeltunum — viö fljúg-
um nefnilega með lijólin upp, núna.
— Læknir! Læknir! orgaði Schultz
í símann, — komið þér fljótt. Kon-
an mín gapir alltaf þegar hún sefur,
og núna rétt i þessu skreið mús nið-
ur úr kokinu á henni.
— Eg skal koma undir eins, sagði
læknirinn, — en þangað til ég kem
skuluð þér reyna að halda ostbita
fyrir vitunum á frúnni og sjá til
hvort músin snýr þá ekki við.
Þcgar læknirinn kom stóð Sehultz
— Svona, svona — þér skuliÖ
ckki veröa reiður —ég skal svei mér
sjú um, aö strákurinn veröi flengd-
ur áöur en hann háttar í kvöld!
— Þá er allt tilbúiö til að taka
kökuna út úr ofninum. — Þiö mun-
ið aö liafa spenntar greipar.
og dinglaði flyðru yfir andlitinu á
meðvitundarlausri konunni sinni.
— Hvað eruð þér að gera? sagði
læknirinn hissa. -— Eg sagði yður
að taka ostbita. Mýsnar kæra sig
ekkért um flyðru.
■—• Eg vcit það andvarpaði Schultz,
— en ég ætlaði að reyna að ná í
köttinn fyrst, þvi að hann elti mús-
: na.