Fálkinn


Fálkinn - 03.11.1950, Blaðsíða 4

Fálkinn - 03.11.1950, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN DE GAULLE hershöfðingi Hitler bauð milljón krónur fyrir de Gaulle — dauðan eða lifandi. Maðurinn, sem hann hafði litið upp til í æsku, Petain hershöfðingi, varð svarnasti fjandmaður hans. De Gaulle spáði rétt um vélahernaðinn. Dc Ganlle í Alzír á striðsáruhnm. Á STYRJALDARÁRUNUM var ekki um neinn Frakka talaÖ með meiri aðdáun en de Gaulle hershöfðinga. Ilann var raun- verulega foringi frönsku frels- ishreyfingarinnar og einingar- tákn andstöðunnar gegn Þjöð- verjum. Þeim mun kynlegar kom það fyrir sjónir, að oft virtist svo sem hæði Churchill og Roose- velt liefðu ýmugust á ho.num. Og eftir stríðið hafnaði franska þjóðin honum sem foringja sín- um. Ástæðan var sú, að hann virtist ekki vera einlægur lýð- ræðissinni. Menn renndu grun í að það væri taisverð „Fiilirer- hneigð“ i þessum franska liers- liöfðingja. (.harles de Gaulle cr cinkenni legur maður. Elskaður og dáður af fylgismönnum sinúm, hatað- ur og fyrirlitinn af andstæðing- unum. Það er deilt jafn ákaft um hann i dag og fyrir tuttugu árum, þegar hann gekk í skrokk á frönsku hernaðaryfirvöldun- um og reyndi að fá þau til að átta sig á að hervarnir Frakka væru .allsendis ónógar og að vélahérnaður væri það eina sem dygði. Hann var ákafamaður og óþjáll, en allir Frakkar við- urkenna nú, að hetra hefði ver- ið að taka mark á þvi, sem liann skrifaði um hermál ára- luginn áður en styrjöldin hófst. Þegai’ Frakkland var sigrað og máttvana troðið undir hjól- um þýsku brynreiðanna, neitaði de Gaulle að gefast upp. Hann neitaði að viðurkenna vopna- hléssamningana, sem ráðamenn Frakkar höfðu undirritað og De Gaulle talar við bla.ðamenn. liann neitaði að viðurkenna að Frakkar hefðu lapað stríðinu. Hann flúði til Englands, og í fyrstu ræðunni sem hann Iiéll til frönsku þjóðarinnar í útvarpi þaðan, sagði liann orð, sem Frökkum urðu mikils virði á mæðudögunum, sem í hönd fóru: „Frakkland hefir tapað orrustu en ekki tapað stríðinu.“ Skömmu eftir að liann kom til Englands var franskur her- réttardómur settur í Vicliy og de Gaulle var sviptur metorðum í hernum og dæmdur til dauða. Um saína leyti var nálægt millj- ón króna verðláunum heitið þeim sem gæti handsamað de Gaulle, dauðan eða lifandi. Hitler liat- aði de Gaulle, ekld sist vegna j)ess að hann var liræddur við hann. Og ótti Hitlers var ekki á- stæðulaus. Charles de Gaulle var fyrsti maðurinn sem sá glöggt fyrir sér hvernig heims- slyrjöldin mundi verða háð, og liafði skrifað bækur um hina komandi „leifturstyrjöld vél- tækninnar.“ — „Vélarnar hafa ávallt verið bestu vinir okkar.“ skrifaði hann m. a. — „en nú ráða þær örlögum okkar. Þær hafa gerbreytt daglegu lífi okk- ar meira en 6000 ára þróun. Þær ldæða olckur, liita okkur, matreiða fyrir okkur, hjálpa okkur til að hyggja og yrkja jörðina, þær flytja okkur stað úr stað, þeir endurspegla útlit okkar og flytja rödd okkar gegn um ljósvakann. En um leið er- um við orðnir háðir þeim. Við getum ekki stöðvað þróunina. Við Verðum að gera okkur ljóst að þrjár hríðskotabyssur skjóta fleiri skotum í dag en heiþher- deild gerði á tímum Napoleons, — maður í flugvél sér meira af stöðvum óvinanna á einum klukkutíma en allt riddaralið Murats gat séð á heilum degi. Ein einasta loftskeytastöð getur komið frá sér fleiri boðum en óteljandi liraðboðar gela flutt. Áður réð spjótið og sverðið örlögum þjóðanna, — í dag hef- ir stórskotaliðið 68 mismunandi tegundir af skotvopnum. Sjón- skerpa Alexanders mikla, aug- un í Hannibal og kíkir Napole- ons kæmu að litlu lialdi néina. I dag höfum við fengið loft- belgi, flugvélar og gas — og brynreiðar bruna áfram á belt- um yfir vegleysur.‘“ Þetta talaði og skrifaði de Gaulle árið 1930, en orð hans féllu í grýtta jörð í Frakklandi. En í Þýskalandi var liins veg- ar tekið vel við þeim, og naz- islar lásu hækur de Gaulle með athygli ofan i kjölinn. Tillögur hans um niðurskipun vélaliers voru teknir til fyrirmyndar er Hítler fór að skípuleggja her sinn, og .Þjóðverjar festu sér allt í minni, sem de Gaulle sagði. Franskur hlaðamaður sem kom til Þýskalands 1934 var liringdur upp — von Ril)- bentrop langaði að hafa lal af honum. Erindið var að spyrja liann um de Gaulle! Og Julius Streicher, Göring og þó fyrst og fremst Hitlér sjálfur sálu sig aldrei úr færi að hlera eftir þvi, sem Frakkar sjálfir segðu um þennan mikla hermálafræðing sinn. En það vildi nú svo til um þennan blaðamann, að þeg- ar von Ribbentrop fór að spyrja hann um de Gaulle þá kannaðist blaðamaðurinn ekki við nafnið! En nú vita allir blaðamenn hver de Gaulle er. Og tíminn liefir sannað, að það var alls ekki ástæðulaust að Þjóðverjar tóku eftir því, sem hann var að skrifa. Frökkum hefði vegn- að betur ef þeir hefðu sett kenn- ingar hans eins vel á sig og Þjóðverjar gerðu. Því að í raun- inni kenndi liann þeim .— en ekki Frökkum. Charles de Gaulle fæddist Baskiskir dansmenn hijlla. de Gaullc,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.