Fálkinn


Fálkinn - 03.11.1950, Qupperneq 11

Fálkinn - 03.11.1950, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 VITIÐ I»ÉR . . ? aff hákarlinn tjetur bitiö snndur gilda stálstöng? Allir vita að hákarlinum er þaS hægðarleikur aS bíta sundur manns- fót, þó að til þess þurfi 1—2 smá- lesta þrýsting. Stærstu hákarlarnir iifa í Kyrrahafi og tígrishákarlarnir svonefndu, sem veiSast þar eru yf- ir sex metra langir og vega um 900 kíló. Einn þessara tannsterku rán- fiska beit nýlega sundur öngul, og var hann þó 125 mm. i þvermál og gerSur úr hörSu stáli. — Hér sjást tveir af þessum doplungum. aff mörgæsirnar ganga með eggiö sitt á sér 7 vikur eftir að þær hafa verpt f)ví? Þar sem mörgæsin hefst við, á hjarnbreiðunum kringum suður- heimsskautiS, er livergi efni til að gera hreiður úr, og auk þess mundi fuglinn krókna ef hann ætti að lialda kyrru fyrir meðan hann er að unga út egginu. En á kviði fuglsins •— bæði kven- og karlfugls- ins er poki, sem eggið getur legið i meðan það er að ungast út, og skiptast hjónin um að bera það á sér. REGNHLÍFIN ER KÍNVERSK. Nú er það komið upp úr kafinu að það voru Kínverjar sem urðu fyrstir til að t)úa til regnhlífar, en þaðan fluttust þær til Indlands og frá Indlandi til Grikklands. Hin fræga Aspasia átti t. d. regnhlifar „bæði til sumar- og vetrarnotkun- ar“. Hjá Rómverjum var það ein- göngu ríka fólkið sem notaði regn- hlífar. Meðal gjafa þeirra sem An- BLÁSKEGGUR. Frh. af bls. 6. var ekki annað en endurskin af kvöldroðanum úti. En de Montragoux tók eigi að síður eftir þvi, að und- ir eins og hann fékk lykilinn, að kona lians hafði verið í herberginu. Því að lykillinn var bæði hreinni og fágaðri en þegar liann hafði af- lient henni hann, og hann gat ekki séð annað en að það mundi stafa af þvi að hann hefði verið mikið notaður. Hann tók þetta nærri sér og sagði við hina ungu konu sina, með ang- urblíðu brosi: — Góða mín, þér liafið verið i herberginu. Bara að það komi nú ekki neitt leiðinlegt fyrir okkur! Þelta herbergi hefir ekkert nema raunir að færa, og þeim vildi ég mega geta hlift yður við. Ef þér yrðuð líka fyrir dulmætti herberg- isins mundi ég ekki láta huggast. Afsakið: en maður verður hjátrúar- fullur þegar maður er ástfanginn. Þó að þessi orð gætu ekki hrætt hina ungu frú de Montragoux, þvi að látæði Bláskeggs riddara og orð hans lýstu ekki öðru en angurblíðu og ást, fór hún að öskra eins hátt og hún gat: — Hjálp! Hann ætlar að drepa mig! Þetta var merkið, sem þau Iiöfðu komið sér saman um. Þegar de Merlus riddari og synir frú de Les- poisse lieyrðu ópin, áttu, þeir að ráðast að Bláskegg riddara og reka liann í gegn með svérðum sinum. En riddarinn, sem Jeanne hafði falið i skáp þarna inni í herberginu, kom cinn. Bláskeggur bjóst til varn- ar er hann sá riddarann koma á móti sér með sverð í hendi. Jeanne flýði sem fætur toguðu og úti í göngunum liitti hún Önnu syst- ur sína, sem alls ekki hafði verið upp í turni, eins og sumir segja, þyi að turninn liafði verið rifinn samkvæmt skipun Richelieu kardín- ála. Anna reyndi sem hún gat að stappa stálinu i bræður sina, sem stóðu náfölir og skjálfandi og þorðu ekki að hætta sér í viðureignina. Jeanne æpti og bað: — Fljótir! Fljótir, bræður mínir! Iljálpið þið elskhuga mínum! Þá svifu þeir Cosme og Pierre að Bláskegg. Hann hafði afvopnað Merl- us riddara og haft hann undir sig og sat klofvega ofan á honum. Bræð- urnir komu aftan að honum og vógu að honum aftan frá, eins og bleyð- um sæmdi og hörðu hann lengi eftir cð Jiann var dauður. Bláskeggur riddari átti enga af- komendur. Ekkjan erfði aleigu hans. Sumt gaf hún Önnu systur sinni, nokkru varði hún til að kaupa kap- teinsnafnbót handa bræðruln sin- um og afgangurinn varð lieiman- mundur hennar er hún giftist de Merlus riddara, sem gerðist mjög lieiðarlegur maður eftir að hann var orðinn ríkur. ENDIR. tonius sendi Kleopötru hinni fögru var regnhlíf. Portúgalar urðu til þess að koma regnhlífinni á fram- færi i Vestur-Evrópu og til Englands kpmu fyrstu regnhlifarnar á 17. öld. Regnlilifar forfeðra okkar voru talsvert ólíkar nútíma regnhlífum, skafti ðvar t. d. miklu lengra, og þessar gömlu regnhlífar vógu aldrei minna en 3 kiló. - TÍ^KVIHMDm - Amerísk hausttíska. — Þessi frakki er valinn úr hausttísku sýnishornum frú Ameríku. Iíann er ryðrauður og brúnsprengdur með tveimur röðum af skelplötu tölum. Stóri kraginn er al- veg nýr, einnig Vínarfellingarn- ar á frakkanum. Fyrir þær ungu. — Kjóll á ung- ar stúlkur úr beige-litu ullar- efni sem fellur i mjúkum fell- ingum niður um mjaðmirnar. Beltið er mjótt. Undir kragann er bundið slifsi úr sama efni og kjóllinn með svolitlum út- saum. Á uppslögunum dálítið slifsi til skrauts. Ný hattatíska. — Hausttískan fer mjög i þá átt að nota litla hjálmlagaða hatta, sem fara vel við slutt slétl hár, sem nú tíðlc- ast. Þessi liattur gengur dálítið lengra niður öðru megin. Ilann er skreyttur með fasanf jöðr- um. þröngt að það htýtur að vera erfitt að hreyfa sig í því þrátt fyrir fellingu að framan. Frönsk list. Marcel Rohas sýnir virkilega fagra göngudragt með nokkurs konar kjólskjöð á jalck- anum. Hann er bryddaður með silkiböndum, með stórum vasa- lokum og stórum hornum á ermalíningum. Pilsið er svo

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.