Fálkinn


Fálkinn - 23.02.1951, Síða 13

Fálkinn - 23.02.1951, Síða 13
FÁLKINN 13 lega mikið til þess að afbera aðskilnaðinn, ef svo væri.“ „Ó, Ronald,“ andvarpaði Lina, „þráirðu mig svona gífurlega?" „Meira lieldur en ég liefi nokkurn tíma þráð nokkuð annað, ástin min,“ sagði Ronald. „Eg hefði gaman af að vita livers vegna,“ sagði Lina. Það lá í augum uppi hvers vegna hún þráði Ronald: en hvers vegna ætti hann að þrá liana? 3. kap. Linu fannst það vera mikill léttir að vera laus við Ronald i nokkra daga. Það var eins og niðaþoku liefði allt í einu verið stökkt á flótta og lienni væri aftur fært að njóta útsýnisins. Hún skildi sjálfa sig ekki. Eg held að þetta þýði það, að ég elski hann i raun og veru ekki, hugsaði liún með sjálfri sér. Og þó finnst mér ég elska hann miklu rneira núna, þegar ég á ekki í vændum að hitta liann. Allt var þetta mjög ruglandi. Hana lang- aði til þess að ráðgast við Joyce, en var hins vegar alveg liandviss um, að slikar andlegar liundakúnstir væru liennar skiln- ingi ofvaxnar. Ronald hélt áfram að skrifa henni, en hann hringdi liana ekki upp. „Hefurðu átt í deilum við unga manninn þinn?“ spurði Joyce. „Nei,“ svaraði Lina kurteisega. „Við ætlum hara ekki að hiltast, nokkra næstu daga. Mér finnst ég þarfnast hvíldar.“ „Hvíldar? Hvers vegna þarfnastu livíld- ar?“ heimtaði Joyce að fá upplýst. „Eg hefði haldið að þú hefðir notið allrar þeirrar hvíldar sem þú þurftir með, hjá Johnnie, og vel það. Dragðu Ronald ekki á tálar, Lina. Hann er of indæll maður til slíks.“ „Eg er ekki að draga liann á tálar,“ svaraði Lina 'þóttalega. En var það samt sem áður ekki? Hún tók sig til og skrifaði Ronald hréf, „spurninguna“; hún var með honum þeg- ar hana langaði til þess, en annars eklci; hún haíði tjáð honum að hún elskaði hann án þess að vera viss um að það væri réttl. Krafðist hún alls sjálfri sér til lianda, en vildi ekkert gefa honum í staðinn? Hún lók sig til og skrifaði Ronald bréf, hið fyrsta, sem hún liafði nokkru sinni skrifað honum. Elsku Ronald! Þú átt heimtingu á bréfi, eftir öll bréf- in, sem />ú hefir skrifað mér. Eg er alltaf að regna að brjóta viðfang- efnið lil mergjar, en lífið virðist vera svo flókið. Stundum finnst mér allt vera mér ofviða — Jolmnie, skilnaðurinn við hann, Joyce, Dellfield, og jafnvel þú! Eg veit ekki hvað ég á að gera cða taka til bragðs, og mér finnst aðeins að ég sé utangarðs í lifinu og að mér sé jafnvel um megn að draga andann. Eg lield að þokan, sem grúft hefir sig gfir þessa dagana, eigi líka sinn þátt í þessu. Nú þegar þú liefir haft næði til þess að hugsa, ertu þá viss um að þú sért elcki að gera skgssu? Þú eri alltof indæll maður til þess að kasta þér fyrir fætur konu, er annar maður liefir flæmt frá sér. Eg er hamstola þín vegna. Þú ættir að vera metn- aðargjarnari. Hugsaðu þig vel um og lítlu í kring um þig, eins og ég hefi verið að segja við þig, þrátt fyrir það, sem þú hefir hatdið fram. Þú ættir að kynnast huggulegri, ungri stúlku, um tuttugu og fimm ára eða þar um bil, er myndi hjálpa þér til þess að halda þig betuur að vinnunni og vera þér líka til hjálpar úti í frá. Ekki eldri konu, þrjátíu og scx ára gamla, þremur árum eldri en þú, er hefir áhyggjur af vaxtar- lagi sínu. Þú verður að líta í kringum þig, Ronald. Þín Lina. En mér mundi þykja vænt um að hlynríú vel að þér. íbúðin þín er til skamm ar. Morguninn eftir var Lina vakin af vinnu- konunni, tíu mínútum fyi’r en venjulega. „Já?“ sagði hún syfjulega. Nóttin hafði verið lienni þungbær. Áhyggjur. „Herra Kirhy vill tala við þig í símann, frú.“ Lina skreiddist fram úr rúminu, fleygði sloppnum yfir sig, þreifaði fremur en leit eftir skónum sínum, og fór niður. Það var alveg sérstaklega ónærgætnislegt af Ron- ald, að hringja hana svona snemma upp, þegar hann vissi að hún væri ekki kom- in á fætur. „Já, Ronald?“ „Hæ, halló, ástin. Góðan dagimr. Eg fékk bréfið frá þér “‘ „Já?“ „Og ég er ekkert að líta í kringum mig, þakka þér fyrir. Og hvernig vogarðu að auðmýkja sjálfa þig, jafn elskuleg eins og þú ert, á þennan hátt?“ „Ertu að hrekja mig á fætur bara til þess að segja mér að þú hafir fengið bréf- ið frá mér?“ „Halló, hvað er í veginum, elskan? Mér lieyrist þú vera ofurlítið súr i hragði.“ „Eg svaf,“ sagði Lina, ekki laus við gremju. „Eg er varla vöknuð ennþá.“ „Jæja, vertu fljót að vakna, af því að ég ætla að spyrja þig um eitt. Elskarðu mig?“ „Var það með öllu óhjákvæmilegt að vekja mig til þess að spyrja mig um þetta?“ „Nei, máske ekki. Afsakaðu. Jæja, viltu borða með mér í dag?“ „Eg held að við ætlum ekki að liittast um tíma?“ Sá möguleiki að einliver gæti heyrt lil hennar, jók á gremju Linu. „Nú það eru þrír dagar síðan. Þú hlýtur að liafa liafl nógu mikið næði í einu.“ „Þrír dagar eru ekki langur tími. Vertu skynsamur, Ronald. Við erum ekki fyrr búin að koma okkur saman um eitthvað, en þú ferð að umsnúa öllu á nýjan leik.“ „Koma okkur saman?“ „Já, þú veist við hvað ég á. Hvort sem er, ég get ekki komið með þér í mat í dag, né heldur noklcurn annan dag i þessari viku. Við erum upptekin livern einasta dag.“ „Jæja, þá,“ sagði Ronald kuldalega. „Svo þú ert upptekin alla þessa viku. Er það svo?“ „Já. Vertu sæll.“ „Vertu sæl.“ Áður en Lina var komin alveg upp stig- ann aftur, var hún tekin að brjóta heil- ann um hvort hún hefði ekki hagað sér kjánalega. Hún braut lieilann um þelta sama, af og til, allan daginn. Morguninn eftir vaknaði hún klukku- stundu áður en henni var færður morgun- verður. Þegar morgunverðurinn kom, dró lnin andann léttara þegar hún sá hréfið frá Ronald á bakkanum. Ronald hafði skil- ið hann eins og alltaf. Hún opnaði hréfið af ákafa. Vina: Mér hefir að því er virðist, sk-játl- ast, þegar ég hélt að þér þætti, i alvöru, nokkuð vænt um mig, eða að þér gæti jafnvel nokkurn tíma þótt vænt um mig. IJvað um það, ég er enginn kjölturakki, sem hægt er að veifa í kringum sig þegar hverjum líst, og sem hægt er að reka í skammarkrókinn þegar sá gállinn er á cigandanum. Þú hefir lxeimtað næði, og næði skaltu fá. Þinn, Ronald. Ronald hafði ekki skilið hana. 4. kap. „Já?“ sagði Joyce. „Kom inn.“ „Má ég nota símann, Joyce?“ Joyce liafði millisamband upp í svefnlierbergið sitt, en það notaði hún alltaf þegar hún vildi vera viss um að enginn hlustaði á simtöl sín. Joyce leit sem snöggvast framn í grát- merkt andlit Linu, og vatt sér fram úr rúminu. „Já, auðvitað máttu það. Eg skal bregða mér fram í barnaherbergið. Það er ekki — Johnnie?“ Lina lirisli liöfuðið. Undir eins og Joyce var komin fram úr svefnherherginu, hað Lina um símanúmer Ronalds. „Halló?“ liljómaði rödd Ronalds. • „Ronald, það er ég. Lina.“ „Ó-lio, já?“ Rödd hans var orðin hörð og þreytuleg. „Ronald, hvernig gat þér dottið i hug að skrifa mér svona hréf? Ilvernig gat þér dottið það i hug?“ Við hinn enda símalínunnar varð löng þögn. „Mér virtist það liggja beinast við,“ svaraði Ronald liægt. „Þú kemur fram á mér tárunum. Þú komst mér til að gráta, Ronald. Guð hjálpi mér, eins og ég hafi nú ekki haft út af nógu að gráta undanfarið, þó að þetta hætist ekki við. Hlustaðu, ég er að gráta núna.“ Hún var að gráta, það var greinilegt. „Mér þykir þetta afar leitt, ástin.“ „Eg ætlaði að fara að skrifa þér, en þá datt mér i liug að ég myndi máske segja orð, sem ég iðraðist eftir seinna, og í þess stað hringdi ég til þín.“ „Já?“ Ronald var oi'ðinn hluttekningai'- samari, en afar, afar varfærnislega. „Ronald, elskarðu mig ekki lengur?“

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.