Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1951, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.04.1951, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN hin foraa höfuðborg Finnlands ★ Löngu áður en núverandi höfuðborg Finnlands, Helsinki, varð til var borgin, sem öllum öðrum finnskum stöðum fremur má kalla „Yestur- dyrnar“, orðin stórborg á þeirra tíma mælikvarða. í þá daga var Finnland hluti af Svíþjóð, en hvorki nýlenda né hjálenda. Og þeirri menningarstarfsemi, sem rekin var í Ábo frá alda öðli, er það að þakka, að enn haldast tengslin milli Finnlands og Norðurlanda og að Finnar telja sig norræna þjóð. VENJULEGASTA leið þeirra, sem ekld fara leið fuglsins fljúg- andi til Finnlands og koma ekki að austan, er lil Stokkhólms og þaðan með skipi til Ábo — eða Turku, sem svo heitir á finnsku. Að vísu er hægt að fara með skipi frá Stokkhólmi alla leið til Helsinki, en flestum þykir Áboleiðin skemmtilegri. Og nor- rænn maður má ekki láta það til sín spyrjast, að hann komi til Finnlands án þess að staldra við í Ábo, þessari norrænustu borg Finnlands. Ábo er næstsfærsti bær Finn- lands — aðeins Helsinki stærri — en Tammerfors eða Tamp- ere, hinn hraðvaxandi iðnaðar- bær, er um það bil jafn stór. Hvor bærinn um sig hefir rúm- lega 100.000 ibúa. Fyrir 50 árum töldust íbúarnir vera um 31 þúsund og liefir borgin þanng rúmlega þrefaldað íbúafjölda sinn á hálfri öld,. Sýnir það að hún er ekki neinn kyrrstæður forngripur. Þvert á móti. Hún liggur vel við samgöngum bæði til lands og sjávar og þess vegna hefir iðnaðurinn hlómgast vel þar síðan Finnar fóru að ger- ast iðnaðarþjóð. f sumum grein- um á finnskur iðnaður sínar stærstu bækistöðvar í Ábo. En islenskur gestur hlýtur fyrst og fremst að minnast Ábo sem gamallar bækistöðvar nor- rænnar menningar, og sem liins fyrsta menntaseturs Finnlands, sem frá öndverðu og til þess að Svíar misstu Finnland í hend- ur Rússa, árið 1809, var tengi- liður og miðstöð allra sam- skipta hinna vestari Norður- landa við hið austasta og til 1812 höfuðborg Finnlands. Nú er Ábo aðeins liöfuðborg eins finnska lénsins af tíu, þess sem tekur yfir sunnanverðan vesturjaðar landsins og kennt er við Ábo-Björneborg (á finnsku: Turku-Pori. Eg nefni nöfnin í nefnifalli, því að ef Höllin i Abo. Elstu hlutar hennar eru byggðir kringum árið 1300 af Birgi Magnússyni Svíakonungi, sem sa.t við völd 1290—1318. í höll- inni er merkilegt þjóðmenjasafn. Dómkirkjan i Ábo, etsta dómkirkja Finnlands, er um 700 ára. Fremst á myndinni sést í ána Aura eða Aurajoki, „lífæð borga,rinnar.“ að Finnar lialdi fast við heiðna siði og virði að vettugi boðskap hinna kristnu trúboða. Þeir lofi öllu góðu þegar hættan steðji að en gleymi svo öllu þegar liættan sé liðin hjá. — Hér mun vera átt við það að Eiríkur IX. Svíakonungur sendi lier manns til Finnlands til þess að kúga tnenn til kx-istni, árið 1155, en þegar lierinn var farinn úr land- inu tóku Finnar upp sinn heiðna sið aftur. Goðatrú Finna var ekki Ása- trú. Þeir tilbáðu anda forfeðra sinna og trúðu á helga staði, svo sem lindir og tré, þeir trúðu á mátt særingamanna, sem not- uðu aðstöðu sína jafnt til þess að ná veraldlegum völdum. Finnar voru fyrir löngu komn- ir af veiðimanna- og hirðingja- stiginu er þetta gerðist, og höfðu eignast fasta hústaði og voru orðnir hændaþjóð, eins og þeir hafa verið til þessa og eru enn, þó að iðnaðurinn hajfi gerst skæður keppinautur bóndans, eins og í flestum öðrum lönd- um. — — Svíar héldu áfram trú- boðinu og það vai'ð til þess, að Finnland varð smám saman hluti af sænska rikinu. — Ekki maður ætti að nefna þau í eign- arfalli með oi'ðinu lén, þá mundi það lieita á finnsku: Tui-un- Poi’in-lááni). Lén þetta eða tí- unda land er á stæi’ð við fjórð- ung íslands og þar er tiltölulega lítið af stöðuvötnum og ræktað land mikið, í hlutfalli við skóg- ana, en þarna húa rúmlega 700.000 manns, og meira en tí- undi hver íbúi liefir flutst þang- að á síðai’i árum, úr landskik- um þeim, senx Rússar tóku af Finnuni í styrjöldunum 1939— ’44. Eins og flestar fornar versl- unarborgir stendur Ábo, eða Arbær, við mynni stórár einnar, senx nefnist Aura. Er hún á báðum bökkum árinnar, en stórar brýr tengja borgarlxlut- ana saman. Hér við árósana var kaupangur þegar sagan greinir fyrst fiá, en það var á 13. öld. Það var vegna ti’úboðsstai’fs, sem Svíar fórxi fyrst að simxa Finnlandi. Og svo einkennilega vill til að Finnland sést fyrst gelið í páfabréfi frá Alexander III., dagsettu 9. september 1182, lil erkibúiskupsins í Uppsölum, annarra sænskra biskupa og Gultorms jai’ls, þar sem hinn lxeilagi faðir kvartar undan því

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.