Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1951, Blaðsíða 13

Fálkinn - 06.04.1951, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 Ef það hafði annars haft nokkur áhrif á liana, þá fannst lienni ennþá grunsam- legra að Beaky skyldi sjálfur liafa um- ráð peninganna. Þvi hvernig í ósköpunum hafði Johnnie þá hugsað sér að komast yfir þá nema með einhverjum brögðum, sem myndu reynast gjörsamlega gegnsæ? 3. kap. Það voru tveir heilir dagar eftir af dvöl Beakys. Lina vissi ekki hvað hún ætii að taka sér fyrir hendur. Hún gat ekki séð hvernig hún gæti gefið Beaky greinilegri aðvaranir lieldur en hún liafði þegar gert. Ef hann var of heimskur til að skilja bendingar liennar, þá gat hún ekki hjálpað honum meira. Auk þess var lienni nákvæmlega sama um það hvort Beaky 'tapaði peningum sínum eða ekki. Um þann möguleika hugsað ihún alls ekki. Það, sem olli henni mestum hrolli og kvíða í þessu sambandi, var það, að Johnnie skildi afhjúpa sig sem orsök þess að vinur hans yrði fyrir fjártjóni. Ilún vissi ekki hvað til hragðs skyldi taka. Sú hugsun livarflaði að lienni að spyrja Johnnie hreint út hvers vegna þessi grun- samlega leynd væri svo nauðsynleg: spyrja hann og krossyfirlieyra þangað til lienni tækist að öðlast einhverja smávægilega vísbendingu um þær fyrirætlanir, sem Johnnie hlyti að hafa í huga, En Johnnie, það var liún viss um, myndi ekki láta spyrja sig spjörunum úr. Þegar Lina sat í'yrir framan spegilinn á náttborðinu sínu og vafði upp hárið í linakkanum á sér, lagði hún frá sér hár- nálarnar og einblíndi á spegilmynd sína. Hvers vegna hafði Johnnie allt í einu hætt við lóðaltaupin svona skyndilega? Og hvers vegna hafði lionum verið svo um- hugað um að Beaky fengi ekkert að vita um það strax? Og hvers vegna hafði hann á hinn bóg- inn verið að haifa fyrir því að segja lienni frá þessu? Hafði hann gert það *til þess að undir- húa liana undir eitthvað óvænt seinna meira ? Hvers vegna, hvers vegna, hvers vegna? „0, Guð minn,“ andvarpaði Lina utan við sig af kvíða. Sagan ætlaði að endurtaka sig á ný; og liún hafði gert sér vonir um að eig- inmaður sinn væri orðinn að nýjum og betri manni. Hið ósanngjarnlega farg á- byrgðarinnar, ofurþungi ábyrgðarinnar, sem liún þó hataði af öllu lijarta og fann sjálfa sig vanmáttuga til þess að geta borið, lagðist nú með öllum sínum þunga á hana á ný. Ilvaða sannanir hafði hún, þegar öllu var á botninn hvolft? Alls engar. Það lá ekkert það fyrir, sem bar þess raunveru- legan vott að Johnnie hefði slikan glæp í liuga. Þetta liafði bara verið órökstudd- ur grunur hennar; og Lina hafði lesið nógu margar hækur eftir karlmenn til þess að henni var vel ljóst hversu lcven- legar grunsemdir voru fallvaltar og óá- byggilegar. Líklega liafði þetta allt saman verið ímyndun liennar. 4. kap. En óttann setti að henni aftur í dag- stofunni eftir kvöldverðinn. Jolmnie var svo ákaflega stimamjúkur við Beaky. Árangurslaust reyndi Lina að telja sjálfri sér trú um að það væri heimsku- legt af sér að líta það tortryggnisaugum þótt Johnnie væri stimamjúlcur við Beaky. Hún mundi alltof vel hversu stimamjúk- ur Johnnie liafði verið við hana sjálfa um það bil, sem liann hafði verið að féfletta liana og ræna. Og nú hegðaði Johnnie sér nákvæmlega eins gagnvart Beaky: liann hló að einfeldingslegri fyndni hans, hann rifjaði upp fyrir hon- um þær endurminningar, sem Beaky hafði mest dálæti á, hann hélt að honum >vhis- lcy og vindlum, og skeytti ekki liið allra minnsta um eiginlconuna sína, svo upp- tekinn var hann af gesti sínum. „IIó, hó!“drundi í Beaky, er þegar var orðinn talsvert drukkinn. „Hæ, taktu þetta með ró, gamli refur. Þú ert bráðum búinn að hlindfylla mig. Ha? Eg meina, vill Lina ekki sjúss?“ „Nei, þakka þér fyrir,“ svaraði Lina kuldalega. Hún liafði reglulega andúð á Beaky nú orðið, fyrst liann var í þann veg- inn að láta Johnnie féfletta sig og liafði ekki skilið hendingar hennar. Ætlarðu að hamra?“ spurði Beaky kæru lejrsislega. „Fyrirtak. Heyrðu, gamli refur, manstu eftir lögunum, sem Hardy gamli spilaði á grammófóninn sinn? Þeir voru heldur fjörugir, ha? Carolina Brown? Eh? Guð minn góður! Spilaðu Carolina Brown, Lina.“ Lina spilaði lag eftir Debussy. Hún hugsaði með sér: „Maðurinn minn ætlar að féfletta þig. Fíflið þitt! Maðurinn minn ætlar að ræna fimmtán þúsund pundum af þér! 1 Ivers vegna i fjandanum kemurðu ekki sjálfur í veg fyrir það?‘“ Hún stóð upp frá píanóinu. Beaky fékk sér annan whiskysjúss eftir áeggjan Jolinnies. Hann myndi sennilega verða dauðadrukkinn innan stundar. Var Johnnie að reyna að fylla hann? Hvers vegna? Johnnie myndi vissulega ekki veit- ast erfitt að fylla Beaky ef hann hefði hug á því. Beaky gerði allt sem Jolinnie bauð eða stakk upp á. En livers vegna skyldi Johnnie vera að fylla Beaky liér og nú? Peningarnir voru þó að minnsta kosti í París. „Eg lield að ég fari að hátta,“ sagði Lina. Johnnie kinkaði kolli. Beaky stóð upp heldur valtur á fótunum. Lina leit á hann með fyrirlitningu. Hún liugsaði á ný: „Já, maðurinn minn ætlar að ræna þig. Eins ábyggilega og tvisvar tveir eru fjórir, þá ætlar liann að ræna þessum fimmtán þúsund pundum af þér. Hann ætlar sér að ná þessum peningum af þér jafnvel þótt hann þurfi að myrða þig til þess að lcomast yfir þá ef — ef .......“ AMOK úr mér leiðindi,-heilan sæg af whiskyflöskum, þær veita ágæta hugg- un. Svo hefi ég líka hjá mér annan félaga; ég iðrast ekki eftir öðru meira en því, að hafa ekki tekið liann fyrr í þjónustu mina, ég á við skamm- byssuna mina, hún verður mér um síðir áreiðanlega til meiri hugarhægð- ar en nokkur játning. Eg held að þér ættuð ekkert að vera að ónáða yður með að heimsækja mig. Það er verið að tala um mannréttindi. Ætli meðal þeirra sé ekki sá réttur að mega flækj- ast hvert sem manni sýnist án þess að verið sé að kvelja mann á því að „rótta manni hjálparhönd.“ Maður skyldi ætla það.“ Það var fyrirlitningarhreimur , upp- reisnarhugur í rödd hans, en ég fann glögglega, að efst í hug hans væri nú aðeins ein tilfinning; smán, tak- markalaus blygðun. Hann kvaddi ekki en snerist á hæli og reikaði í áttina til klefa síns. Eg sá hann aldrei fram- ar. Nótt eftir nótt lagðið ég leið mina fram á skipið, á gamla staðinn, hann var þar aldrei. Hann hvarf svo gjör- samlega, að hefði ég ekki séð meðal farþeganna hollenskan mann með sorgarband um handlegginn, sem mér var sagt að nýlega hefði misst konu sína skyndilega úr hitasótt, myndi ég hafa getað haldið að þetta ævintýri hefði verið ofskynjun og draumur einn. Þessi hollenski maður hélt sér frá öðrum farþegum, talaði ekki við neinn, var ávallt þunglyndislegur á svip. Sú tilhugsun kvaldi mig í hvert skipti, sem ég sá hann, að ég skyldi þekkja leyndarmál, sem honum var aðeins dulinn, kveljandi grunur. Eg sneri mér ávallt undan, þegar hann átti leið fram hjá mér. Eg gat ekki varist þeirri hugsun að hann myndi úr svip minum geta lesið, að ég vissi meira um örlög hans en sjálfur hann. f Napolihöfninni gerðist atburð- ur, sem varð mér skiljanlegur í ljósi frásagnar ókunna mannsins. Það var haft hljótt um þennan atburð og ég fékk ekkert ag vita um borð. Það var ekki fyrr en í Genua, að ég fékk að.vita, hvað hefði skeð. Þar var sagt frá þvi i blöðunum. Það var verið að flytja kistu í land úr skipinu og húmið, sem skollið var á, var notað til þess að það gengi hljóðlega og vekti ekki at- hygli. Þegar verið var að láta kist- una siga niður i opinn bát við skipshliðina, þar sem maður hinn- ar dánu beið, hafði eitthvað þungt fallið ofan á hana og beint henni af réttri leið og hún sokkið i djúp- ið eftir að hafa livolft bátnum. Ýmsar getgátur voru uppi um orsök- ina og mcðal þeirra var ein þess eðlis að vitskertur maður hefði kastað sér á kistuna og sokkið með henni. En þvi var ekki sterklega lialdið fram. Hins vegar skýrðu blöðin frá því á öðrum stað, að lík hefði fundist i Napolihöfn af manni með skot- sár á liöfði. Var þetta ekki sett i sam- band við kistuna á neinn hátt. En ég hefi minar eigin hug- myndir um hinn óhamingjusama, iiálffertuga man, sem ég liitti um borð og afdrif hans. ENDIR. Til kaupenda »FÁLKANS« Vegna mikillar hælckunar á pappír, prentun og öðr- um kostnaði viS útgáfu blaSanna liöfum viS neyðst til að hækka verð Fálkans og Vikunnar sem hér segir: Lausasöluverð ...... kr. 2.25 pr. eint. Áskriftargjald ...... — 8.50 pr. mánuð. Reykjavík, 1. apríl 1951. Vikublaðið FÁLKINN Heimilisblaðið VIKAN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.