Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1951, Blaðsíða 6

Fálkinn - 06.04.1951, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN JANET TAMAN eftir Jennifer Ames. 1. KAFLI. ÞEGAR Janet Wood gekk niður á bryggjuna, var'ð liún þess vör, að hún skalf dálítið. Það stafaði víst af hinni löngu bið i tollafgreiðsl- unni hugsaði hún með sér, og vafstr- inu út af vegabréfinu. Hún sveipaði fallegri, rauðbrúnni kápunni þéttar utan um sig og gróf ávala hökuna í hlýjum fellingum kragans. Hið snemmbúna vetrarmyrkur var í þann veginn að reka dagsglætuna á burt. Gegnum grámóðu þokunnar grillti hún í skipið. Það var lítið skip, og sums staðar sást í hvíta málninguna á óhreinni síðunni •— því að óhreinar virtust þær i rökk- urskímunni. Hún staðnæmdist eitt augnablik og horfði á skipið. Aftur læsti hinn óhugnanlegi kuldahrollur sig um hana. Það var annars kon- ar og meiri kuldi en hið hryssings- lcga veður gat valdið. Það var eins og einhver aðvaraði hana um að lialda sig frá skipinu, fannst henni. Kjánalegt! Þetta var þrátt fyrir allt snotrasti farkostur. Engu að siður óx kviðinn með hverju skrefi niður bryggjuna. Hún óskaði þess nú af heilum hug, að hún hefði flogið til Jamaica í stað þess að taka sér far með þessum litla vörudalli, sem aðeins tæki tólf farþega. En Benny hafði verið svo áfram um, að hún færi með skip- inu. Hann hafði sagt að hún væri svo yfir sig þreytt, að hún þarfn- aðist sjóferðar ti lað hvíla sig. Það hafði verið mikið að gera í tískuverslun Mamdame Ceciles allt haustið, og hattadeildin, þar sem Janet vann, hafði sannarlega ekki farið varhluta af því. Margir við- skiptavinanna, sem ekki gátu keypt kjóla vegna skorts á skömmtunar- miðum, höfðu lagt leið sína í hatta- deildina og bókstaflega rifið liatt- ana út — einkum þá hatta, sem Janet hafði teiknað. Sú staðrcynd, að liattar Janet voru svona vinsælir, var vafalaust meginorsök þess, að Madame Cecile liafði boðið henni að gerast meðeigandi. Afarspennandi ástarsaga, við- burðarík og dularfull. Saga þessi segir frá ævintýralegri ferð ungrar stúlku til Jamaica,. At- bnrðarásin er hörð og sagan þrung- in dularfullum atburðum, ást og hatri. Hún gerist að nokkru leyti um borð í skipi, og sú sjóferð verð- ur örlagarik eins og sjóferðir oft eru, en að nokkru legti á Jamaica, ] hinni fögru, suðrænu eyju, sem í ferðarnenn jafna.n flykkjast til. Og jrar bíður óvissan. En þar scm Madame Cecile var ekki aðeins útsjónarsöm um nýja verslunarhætti heldur einnig glögg á fé, þá fylgdi böggull skammrifi, þar sem tilboð hennar var. — Eg vil mjög gjarnan færa út kvíarnar, Janet, hafði hún sagt. Eg get fengið húsnæðið, sem verslunin hérna við hliðina hefir, þegar leigu- máli hennar rennur út i vor. Eg liefi hugsað mér, að þér eða liver, sem ég tek með mér i félagsskap, fái þetta húsnæði til afnota og hafi þar sérstaka deild fyrir hatta, hanska, töskur og annað smávegis. Eg er sannfærð um, að kvenfólkið nú á dögum — og þá sérstaklega viðskiptavinir okkar — kann að meta það að geta nú keypt alls kon- ar tiskuvarning á sama stað í stað þess að þurfa að ramba um. En stækkunin kostar peninga. Og í hreinskilni sagt, þá vildi ég um fram alla muni fá yður sem félaga. Hinn næmi smekkur yðar fyrir hattagerð mundi koma þessari nýju deild i álit. Nafn yðar gæti orðið eins frægt og Renée eða Yanill. — Já, sagði Janet. Það var allt og sumt. Hún brosti ekki einu sinni, svo að Madame Cecile gat ekki rennt grun í þá innri gleði og ótjáða fögn- uð, sem i hug Janet bjó. En þetta var tilboðið, sem Janet hafði beðið eftir, — já, þráð og stritað fyrir. Hún var örugg um að fyrirtækið mundi heppnast, ef hún fengi tæki- færi. í þrjú ár, sem hún hafði unnið hjá Madame Cecile, hafði hún lif- að og lirærst innan um hatta. Hatta- gerð lét henni vel og hún var snill- ingur í að finna réttan hatt á rétt höfuð. Um það voru allar sammála, jafnt stúlkurnar sem unnustarnir, og þess vegna var það víst, að sérhver stúlka, sem einu sinni lagði leið sina inn í hattaverslun hennar mundi gcra það aftur. Madame Cecile, sem sjálf var á- kaflega örgeðja, varð því fyrir mikl- um vonbrigðum með hina ytri ró Janet. Hún hafði vænst til, að til- boði liennar yrði tekið með meiri lirifningu, sem hefði auðveldað lienni það, sem ennþá var ósagt. Hún reisti sig örlítið upp í stóln- um og hélt áfram án þess að horfa á hina liáu, grönnu og fallega vöxnu ungu stúlku. — En ég verð að setja það skil- yrði, að þér leggið fram að minnsta kosti þúsund pund. Þér verðið á- reiðanlega ekki í vandræðum með það. Fjölskylda yðar eða vinir munu vafalaust gjarnan vilja rétta yður lijálparhönd i þeim efnum. Svo er þetta líka góð og arðvænleg peninga- ráðstöfun. Janet stóð róleg fyrir framan hlaðið skrifborðið. Andlit hennar ljóstaði ekki upp vonbrigðum þeim, sem hún varð fyrir, fremur en það hafði sýnt lirifningu við fyrra til- boðið. Hún var alvarleg á svipinn. — Eg skal athuga hvað ég get gert i þessu. Eg er yður þakklát fyrir það tækifæri, sem þér gefið mér, Madame Cecile. — Eg er viss um að heppnin verður með yður, sagði Madame Cecile. En meðal annarra orða, þér ættuð að setja vörumerki á hatta yðar, Janet. En ekki Janet-ha.ttar, það er of algengt nafn. Ileitið þér ekki öðru nafni líka? — Jú — Taman, svaraði Janet. Þetta miðnafn hennar minnti liana ósjálfrátt á eign hennar á Jamaica, sem móðir hennar hafði talað um áður en hún dó, þessa cign, sem faðir hennar liafði skilið þeim eft- ir, en var leyndardómur í hug þeirra. Þær vissu ekkert annað um þessa eign en nafnið — Taman House. — Faðir þinn keypti húsið á einni af ferðum sínum og skirði það það í höfuðið á þér, en þú varst þá nýfædd, hafði móðir hennar sagt. — Ágætt nafn, sagði Madame Cecile og kinkaði kolli. Taman- hattar. Það hljómar bæði frumlega og fyrirmannlega. ÞAÐ VAR ekki fyrr en Janet var komin út lir versluninni, að hún gaf fögnuði sinum lausan tauminn. Þetta var tækifæri, sem hún mátti ekki láta sér úr greipum ganga. Það hlaut að vera auðvelt að selja þessa eign í Jamaica. Hún liafði heyrt, að gamalt og þreytt fólk flykkt ist nú þangað í dollaravandræðunum. Þar væri nóg sólskin. Fólkið úði og grúði á baðströndunum þar. Þessi litla, undarlega eyja í Karabiska liafinu væri orðin önnur Riviera. Stór og falleg gistihús hefðu þotið þar upp og frægt fólk væri þar á hverju strái. Janet gekk hröðum skrefum gegn- um garðinn og var alveg uppgefin, þegar hún kom heim til sin — í Knightsbridge nr. 9. -—■ Eg skrifa um eins bréf til lögfræðingsins, sem annast. eignina, ( og bið liann um að selja hana, ákvað hún með sjálfri sér. Ibúð hennar var lítil, en indæl. Þetta hafði einu sinni verið gripa- hús, en þær mæðgurnar höfðu tekið það á leigu undir stríðslokin og breytt því í indælan mannabústað, en á neðri hæðinni var bilskúr. Húsið dró að sér athygli allra vegfarenda. — Nei, sjáið þið fallega litla liúsið með bláu gluggunum, sagði fólkið, — og sniðugu, bláu hurðina með skrýtna húninum. Og ekki var húsið siður smekk- legt að innan en utan. Bláar chintzgardínur, fallegur sófi, sem þær höfðu sjálfar stoppað og heilt safn af fagurmunstruðum púðum Og ekki má gleyma lampaskermun- um, scm þær höfðu gert úr gömlum ballkjólum. Leigusamningurinn hljóð aði upp á langan tíma, og i striðs- lokin hafði Janet getað leigt ibúðina út fyrir of fjár, en hún kaus að búa þar áfram eftir dauða móður sinnar. Hún var orðin svo tengd ibúðinni og fannst auk þess, að hún væri alls ekki ein, heldur væri per- sóna móður hennar þar ennþá. Hún fann það glöggt núna, þegar hún gekk inn i dagstofuna óg leit á mynd af móður sinni á borðinu við arininn. Fallegt og blíðlegt andlit og dökk augu, sem voru eins og augun í Janet. Að baki augnasvips- ins virtist hulinn lieill harmleikur, en brúnin lyftist og bráin hýrgaðist alltaf, þegar Janet færði henni góð- ar fréttir. Janet kraup fyrir framan mynd- ina. — Elsku mamma! Nú hefi ég sér- staklega góðar fréttir að færa, sagði hún liátt. — Dásamlegar fréttir! Ef ég aðeins get útvegað eitt eða tvö þúsund pund, þá ætlar Madame Cecile að gera mig að meðeiganda! Eg veit, að hún græðir á tá og fingri. Eg veit líka — og það er eng- in vitleysa —, að við stæðum okk- ur ennþá betur, ef við legðum sam- an. Ta.man-hattar! Hertogaynjan af Wellington hafði hatt frá Taman. Hið eina, sem þyrfti, var að selja eign á Jamaica, sem liún vissi lítið um. Á HVERJU ári hafði hún fengið smáupphæð i leigu. — Að þvi er ég best veit þá hefir faðir þinn keypt eignina fyrir litið, liafði móðir hennar sagt henni. ■— Hann sagði, að það væri gömul hjátrú, að það væri dr^iugagangur í lnisinu, en því trú- ir enginn nú á döguin. Móðir liennar hafði alltaf verið raunsæ og laus við rómantik í við- horfum sínum. En Janet hafði jafn- an hlegið að lienni fyrir það. Samt vissi hún, að móðir sin var blíð og tilfinningarik. Hún vissi, að augu hennar, sem nú endurspegluðu harmleik, höfðu einu sinni endur- speglað drauma. En hvað var orðið af þessum draumum? Hvers vegna liafði hún gert þessa hörðu skel utan um sig? Hvers vegna vissi Janet svo lítið um föður sinn? Hvers vegna hafði hún aldrei séð mynd af honum öll þessi ár. Hún vissi, að faðir sinn liafði liafði verið skipstjóri á kaupfari, og liún hafði óljósar bernskuminning ar um stóran og þrekinn mann, sem sem annað hvort hló hrossahlátri eða funaði upp í reiði út af smá- munum. Scm barn vissi hún aldrei livort liún átti von á því, að faðir hennar hampaði henni heldur ó- þyrmilega í gáska sinurn eða hefði allt á hornum sér af ólund. En svo hafði hann horfið, en greinilega ekki i cinni af hinum venjulegu ferðum sínum. — Hann var farinn til að setjast að í nýlendunum, hafði móðir liennar sagt með társtokknum augum og samanbitnum vörum. Eft- Niðurlagið af „Amok“ birtist á bls. 13.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.