Fálkinn - 13.04.1951, Blaðsíða 12
12
FÁLKINN
J-------------------------------
Nr. 26.
Örlagaríkt
hjónaband
Spennandi framhaldssaga.
________________________________i
t,Ástin mín — hvað gengur að þér?“
hrópaði Johnnie.
„Húlló! Heyrðu ég meina .... Guð minn
góður!“ sagði Beaky. Það hafði liðið yfir
Linu.
5. kap.
Johnnie ætlaði sér að myrða Beaky.
Lina vissi það.
Hún gat ekki sannað það, hún gat ekki
leitt líkur að því, hún gat engan veginn
rökkstutt skoðun sína. Hún var einfald-
lega viss um það.
Og livað gat hún gert við því?
Alla nóttina, eftir að Johnnie hafði bor-
ið hana upp í svefnherbergi hennar, hafði
hún legið vakandi og reynt að pína sig til
þess að rísa til baráttu gegn þessari hræði-
legu, yfirvofandi hættu; um morguninn
var hún jafn nær.
Beaky æltaði að fara daginn eftir morg-
undaginn. Og einhvern tíma eftir það,
nema því aðeins að henni tækist að koma
í veg fyrir það, myndi Johnnie myrða hann.
Hún hafði tvo heila daga til þess að finna
ráð til þess að koma í veg fyrir áform hans.
Hvað átti hún að gera?
Athugasemdir, sem Johnnie hafði af til-
viljun og óviljandi látið út úr sér, höfðu
fengið nýjar meiningar. Þetta var í síðasta
skiptið, sem Beaky myndi dveljast að Dell-
field; hann hafði orðið fyrir miklum von-
brigðum með lóðakaupafyrirætlanirnar,sem
höfðu farið út um þúfur en var samt sem
áður hinn glaðværasti og kátasti; hann
hafði reynt að sýnast niðurbeygður en hon-
um liafði mistekist það. Nú skildist Linu
hvers vegna Johnnie hafði lagt lóðakaupin
á hilluna. Það var grátlega satt að þau
myndu ekki gefa nógu mikinn gróða. Það
yrði miklu gróðavænlegra að koma Beaky
algerlega fyrir kattarnef; það myndi gefa
af sér fimmtán þúsund punda gróða. Og
öll leyndin, sem höfð var á um peningana
þá, var nú orðin alltof gegnsaa. Það myndi
aldrei verða hægt að rekja þá til Johnnies,
sökum þess, að aðeins þau þrjú vissu um
tilveru þeirra.
En Johnnie hafði lagt álierslu á leynd-
ina frá því fyrsta. Var það vottur þess að
hann hafði þegar frá upphafi hugsað sér
að ......?
Lina grúfði brennheitt andlitið niður í
tárvotan koddann. Það var alltof óhugn-
anlegt.
Og aðeins liún ein gat komið í veg fyrir
það.
Og hvað átti hún að taka til bragðs?
6. kap.
Að lokum tók hún ekkert til bragðs.
Eftir því sem nær morgni dró, þá sá. hún
betur og betur að hún hafði gert sig seka
um risavaxna skynvillu, fullkomlega við-
bjóðslega kórvillu. Agnarlítið nart rök-
studdrar grunsemdar hafði leitt til einnar
nætur martraðar; og það var allt og sumt.
Það er bókstaflega grátlega hlægilegt að
taka mark á litlu púkunum, sem setja á
rúmstokk manns, þegar maður þjáist af
höfuðverk og svefnleysi. Meltingarerfið-
leikar. Frá meltingarerfiðleikum magans og
til meltingarerfiðleika heilans er aðeins
stutt skref þegar allt kemur til alls. Þetta
hafði allt saman verið meltingartruflanir
og ekkert annað.
Morð!
Johnnie að hugsa um að myrða Beaky!
Eiginmaðurinn Johnnie að hugsa um að
myrða heimilisvininn Beakyl
•Hvað gat eiginlega verið öllu óhugsanlegra?
Vitanlega hafði þetta þarna atvik kom-
ið fyrir fyrir fjórum árum. En það hafði
ekki verið morð. Ekki beinlínis morð. Og
vel gat verið að það hefði í rauninni alls
ekki verið neitt. Lina hafði aldrei verið
viss. Og héðan af vildi hún alls ekki verða
viss.
Og þess vegna var einfaldlega ekkert for-
dæmi fyrir hendi.
Og ef ckkert fordæmi var fyrir liendi,
þá hefði þessi nýtilkomni heilaspuni aldrei
náð tökum á henni.
Johnnie var éins og hann átti að sér að
vera, Lina var eins og hún átti að sér að
vera, Beaky var eins nálægt því að vefa
eins og fólk er flest eins og hann frekast
gat orðið: allt var eins og það átti að sér
að vera. Og fjörugt ímyndunarafl er þung-
ur kross.
7. kap.
En um morguninn sóttu grunsemdirnar
að lienni á ný.
Henni var þungt yfir liöfðinu og hún var
illa fyrirkölluð eins og títt er þegar mað-
ur hefir sofið of mikið. Morgunverðafbakk-
inn virtist lienni vera fargi líkastur þar
sem liann lá ofan á sænginni hennar; hún
leit ekki einu sinni í The Times.
Linu fannst sjálfsagt að hún ætti að vera
viðbúin hinu versta. • Allt var auðvitað í
stakasta lagi. En réttast var að koma í veg
fyrir það versta með því að segja rétta
orðið núna.
En við hvorn átti hún að segja það,
Beaky eða Johnnie?
Hvernig í ósköpunum gat liún sagt við
Beaky: „Varaðu þig á Jolinnie. Hafðu gát
á honum. Það er næstum því víst að
liann hefir ákveðið að myrða þig.“ Ógern-
ingur.
’Og enn siður gæti liún sagt við Johnnie:
„Eg veit að þú ert ábyrgur fyrir dauða föð-
ur míns. Mig grunar að þú sért að bolla-
leggja eitthvað svipað gagnvart Beaky. Þú
ættir að vara þig; mundu það?“
Nei. Það mundi þýða endahnút á allt
samband þeirra Johnnies og hennar, ef
hann kæmist að hvað hún hugsaði að
hann liefði gert — hvort sem liann liefði
raunverulega gert það eða ekki. Hjóna-
bandi þeirra mundi samstundis vera slitið.
Á hinn bóginn ....
„0, Guð minn góður,“ andvarpaði Lina
frá sér af örvílnun.
í baðinu reyndi hún að telja sjálfri sér
trú um að það væri annars alls engin hætta
á ferðum. Hún reyndi að endurvekja liina
sælu vissu, sem hún hafði alið með sér í
gær. En það ætlaði ekki að lánast. Það
var sennilega engin hætta á ferðum, en samt
gat það vel verið. Lengra komst hún ekki.
Hún var alein heima, að undanteknu
þj ónustufólkinu.
Johnnie og Beaky höfðu ekið af stað
í bílnum til þess að líta á einhverja lóð,
sem var til sölu úti á milíi einhverra kletta
út við sjóinn. Þeir ætluðu að vera komnir
lieim aftur til liádegisverðar.
Allt í einu skaut þessari liugsun upp
i huga liennar: Hvers vegna liafði Johnnie
tekið Beaky með sér til þess að athuga
fleiri lóðir fyrst hann liafði þegar komist
að þeirri niðurstöðu að lóðakaup myndu
ekki borga sig?
Hvers vegna hafði liann tekið Beaky
með sér fram á einhverja kletta?
Lina spratt upp af stólnum, sem liún
hafði setið á. Saumadótið hennar lá hér
og þar úti um allt gólf. Hún lagði höndina
yfir sárþjáð ennið. Nú skildi hún. Timinn
var kominn. Johnnnie ætlaði að hrinda
Beaky fram af klettunum.
Timinn var kominn, og hér stóð húri
í Uppcottery, ófær um að hindra glæpinn.
Hún vissi ekki einu sinni hvert þei rhöfðu
farið. En hún varð að gera eitthvað. Eitt-
hvað. Hún gat ekki staðið hér meðan
Johnnie væri einhvers staðar að fremja
morð. Það varð að bjarga Jolinnie frá því
að fremja morð. Hvað átti hún að gera
•—- livað átti hún að gera?
í ringulreið ráðleysisins svifu óteljandi
vonleysisrræði fyrir hugskotssjónum lienn-
ar. Hún ætlaði að síma til lögreglunnar,
hún ætlaði að fá einhvern bíl að láni og
aka eins og villaus væri til hins liklegasta
hamrabeltis, hún ætlaði að fá útvarpið
til þess að útvarpa neyðarkalli, liún ætlaði
Hún gat ekki veri ðróleg. Fyrr hugskots-
sjónum hennar leiftraði gælpurinn i allri
sinni nekt; bíllinn rann þægilega eftir gras
fletinum, Beaky í sjöunda himni og gum-
andi, Johinnie býður honum að líta fram
yfir klettabrúnina. Hann ýtir snöggt vð hon-
um og Beaky fellur fram yfir klettabrún-
ina, liann ýtir snöggt við ðhonum og Beaky
fellur i ótal bugðum og sveigjum niður í
hyldýpið ......
Lina neri augun með hnúunum. vað
átti liún að gera?
Klukkan var orðin hálf-tólf.
Hún gat ekkert gert.
1 vonlausri örvæntingu settist hún aftur