Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1951, Síða 3

Fálkinn - 19.10.1951, Síða 3
FÁLKINN Sigurður Nordal akipaður sendiherra í Danmörku. Hinn 12. þ. m. var dr. SigurSur Nordal, prófessor, skipaður sendi- lierra íslands i Danmörku. Þykir það miklum og góðum tíðindum sæta i báðum löndum, að þessi þekkti fræðimaður skuli skipaður í þessa stöðu, og vænta menn góðs af starfi hans til traustrar og náinn- ar samvinnu þessara tveggja þjóða. ríthðfutidur fimmtugur Sívert Sætran, rafvirki hjá Eiríki Ormssyni, Vest- urgötu 3, á 25 ára starfsafmæli á þcssu ári. Hann kom fyrst til íslands árið 1911 og starfaði þá að lýsis- bræðslu o. fl, Árið 1919 hvarf hann aftur utan, en kom á ný til íslands 1920. Hefir hann starfað á verk- stæði Eiriks Ormssonar óslitið sið- an og mörgum að góðu kunnur. Kristmn Mnundsson Hinn 23. október verður Kristmann Guð- mundsson, rithöfundur, fimmtugur. Kristmann er fæddur að Þverfelli í Lundareykjadal, sonur Guðmundar Jónssonar skipstjóra frá Helgastöð- um í Reykjavík og Sigríðar Björnsdóttur frá Þverfelli. Nám stundaði hann í Hvítárbakka- skóla og Samvinnuskólanum, en fór til Noregs árið 1924, þar sem hann dvaldist langdvölum við nám og ritstörf m. a. Árið 1938 hvarf Kristmann aftur til íslands og hefir búið hér síðan. Síðustu árin hefir hann verið búsettur í Hveragerði, eins og kunnugt er. Fjöldi bóka hefir komið út eftir Kristmann og hafa þær náð mikl- um vinsældum. Ýmsar þeirra hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og gefnar út víða um Ev- rópu, Ameríku og Asíu. Nokkrir af björnumim, sem vcröa á sýningum Circus Zoo. Fjölleikahús ávegum S.Í.B.S. Um síðustu helgi lagði „Drottn- ingin“ af stað frá Kaupmannahöfn með skemmtikrafta sænsks fjölleika- húss, sem sýna hér á vegum S.Í.B.S. Margt nýstárlegra krafta verður á sýningum þessum, bæði menn og dýr, sem leika hinar furðulegustu listir. Fjölleikahús þetta hefir með- ferðis sýningartjald, sem tekur 2100 manns í sæti. Ekki þykir ráðlegt að reisa það á bersvæði i liretum is- lensku haustveðranna, svo að samið liefir' verið um að fá að reisa það inni i stærsta flugskýlinu við flug- völlinn í Reykjavik. Með fjölleikahúsinu Gircus Zoo verða um 20 dýr, m. a. 3 ljón, fill, 10 isbirnir o. fl. Einnig sýna loft- fimleikamen og jafnvægislistamenn, alls konar listir. Er enginn vafi á þvi, að koma þessa fjölleikahúss verður stóratburður í íslensku skemmtanalífi. Ráðgert er að halda 10 sýningar á viku og mun allur ágóði af sýninguúum renna óskipt- ur til framkvæmdanna við Reykja- lund. „GRIMMD“ í IIJÓNABANDINU. Leikkonan Lynn Bari héfir krafist skilnaðar við bónda sinn, kvikmynda framleiðandann Sid Luft, og sakar hann um „grimmd“. Fyrir réttinum kvartaði luin m. a. yfir þvi að hann væri ójjarflega lengi i fcrðum, cr liann færi út til að kaupa kvöld- blöðin. Hann færi þá að heiman klukkan 6 síðdegis og kæmi heim aftur með drengnum, sem beri mjólk ina til þcirra á morgnana, sagði hún. Og eina afsökun hans væri sú „að hann hefði verið með kunningjum.“ Lynn fékk skilnaðinn.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.