Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1952, Blaðsíða 5

Fálkinn - 04.01.1952, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 George Marshall sest í helgan stein George Marshall hershöfðingi varS 71 árs síSastliSinn gamlaársdag og ætlar nú aS njóta ellinnar í næSi eftir 50 ára vinnudag i þjónustu Bandaríkjanna, fyrst sem hermaSur og siSan sem utanríkisráSherra og hervarnarráSherra. Hinn 11. sept. í sumar sagSi hann af sér hervarnarráSherrastarfinu og sagSi persónulegar ástæSur valda þeirri ákvörSun, en þó ekki iieilsubrest. Truman forseti, sem áSur haf'öi kallaS hann „mesta nú- lifandi Amerikumann“, sagSi þegar hann tók á móti iausnarbeiSninni: „Enginn maöur liefir unniS landi sinu ágætara og liollara starf en þér.“ George C. Marshall hefir staSiS manna fremstur í hermálum og ut- anríkismálum Bandaríkjanna siSan hann var skipaSur formaSur her- foringjaráösins áriS 1939. Fyrir þann tíma haföi hann gegnt ýmsum áriöandi störfum, var m. a. hcrfor- ingjaráSs-deildarstjóri í Frakklandi i fyrri heimsstyrjöldinni. í annarri heimsstyrjöldinni réS hann miklu um stefnu Bandarikjanna og var aS jafnaöi meS Roosevelt á hinum mörgu fundum hans meS bandamönnum sinum. ÁriS 1945 sendi Truman hann til Kina til þess aS reyna aS sætta Chiang-kai-shek og komm- únista. Átti Marshall þá fundi meS kommúnistaforingjanum Mao-tse- Tung. — í janúar 1947 var Marshall skipaSur utanrikisráSherra. Og í júli sama ár hélt liann hina frægu ræöu sína á Harvard-háskólanum og birti áætlun sína um hjálparstarf- semi þá, sem siSan ber nafn hans — og mun lialda nafni lians á lofti lengur en nokkuS annaS. Marshall sagSi af sér utanríkis- ráSherra starfinu 1949 og ætlaSi þá aS setjast i lielgan stein. En eftir aS Louis Jolinson haföi sagt af sér her- varnaráSherrastarfinu i september 1950 lét Marshall til ieiSast aS taka viö því embætti, fyrir eindregin til- mæli Trumans forseta. — Marshall liefir veriö athafnamesti talsmaS- ur þess aS Bandarikin lijálpuSu Vestur-EvrópuþjóSunum ► á réttan kjöl efnalega og til aö efla hervarn- ir sinar. Allt fram á síSustu vikuna áSur en hann fór frá barSist hann gegn þvi, aS BandarikjaþingiS skæri niöur fjárveitingarnar til Evrópu. JAPÖNSIÍ KURTEISI. Margar sögur eru sagöar af kurt- eisi Japana, en flestar þess eSlis aS maSur skyldi halda aS þessi kurt- eisi væri aSallega á yfirborSinu. En liér er ein saga, sem bendir til þess aS liún sé meira: Tveir Japanar höfSu sætt sig viS þá tilhugsun aS eiga aS sitja i fang- elsi þaS sem eftir væri ævinnar, eingöngu af þvi aS þeim fannst ókurteisi aS segja aS þeir væru saklausir. Þeir höfSu veriö dæmdir fyrir alvarlegan glæp áriS 1948. ViS yfirheyrsluna svöruSu þeir öllum spurningum meö „já“ eSa kinkuSu kolli, svo sannfærandi aS dóinar- anum gat ekki dottiS annaS i hug en þeir hlytu aS vera sekir og dæmdi þá svo i ævilangt fangelsi. En svo bar þaS viS fyrir skömmu, aS hann náSi í rétta sökudólginn, því aS hann talaSi af sér viS yfir- heyrslu i öSru máli. Hinir dæmdu „glæpamenn“ tveir voru nú kallaS- ir fyrir rétt á ný og nú „meSgengu“ þeir, aS viö yfirheyrslurnar þrem árum áSur hcföu þeir ekki dirfst aS neita því, sem lögreglan og dóm- arinn sagSi, þvi aS öllum bæri aS sýna yfirvöldunum viröingu, og þaS sæmdi alls elcki óbreyttum borgur- uin aS neita fullyrSingum, sem dóm- arar eSa lögregla bera fram. BOUDOIN GIFTIR SIG. BlaSiS „Combat“ birtir þá fregn aö belgiski krónprinsinss Boudoin ætli aS giftast Isabellu prinsessu, sem er dóttir greifans af París, þess sem gerir kröfu til ríkiserfSa í Frakklandi. BlaSiS segir aS bæöi Leopold fyrrv. konungur og faSir brúSarinnar hafi fallist á þennan ráSahag. — Isabella prinsessa er 18 ára og þykir einkar fríS stúlka. Hún er viS lieimspekisnám i París. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. H E RB E RTSprcnl GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. D. Biering: — Laugfavegi 6 *««««««<«««« <«««« <■<:<■«■< «« «« ««« <« GLEÐILEGT NÝÁR ! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Landssmiðjan Innilegustu nýársóskir færum vér öllum fjær og nær. Viðtækjaverslun ríkisins GLEÐILEGT NÝÁR ! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Slippfélagið í Reykjavík «-< <<«« «<« <<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<< <««««««<* GLEÐILE GT NÝÁR ! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Soffíubúð

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.