Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1952, Blaðsíða 6

Fálkinn - 04.01.1952, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN 27 HVAR ER EVA? Framhaldssaga eftir H. COURTHS-MAHLER. Þessi kirkja er til sýnis á tré- smíðasýningu í Lyon. Hún er öll smíðuð í verksmiðjum, eins og íbuðarhús, sem smíðuð eru í stórum stíl og timbrið úr ýms- um hlutum Frakklands og frönsku nýlendunum. JAPÖNSK-FRÖNSK NUNNA. Japönsk stúlka, Brigiite Aiko Yamamoto, sem er frænka að- mírálsins Yamamoto hefir ný- lega gengið í klausíu í Frakk- landi. Hér sést liún sem sijstir Marie-Aimee. TVEIR RORGARSTJÓRAR. Yfirborgarstjórinn í London fór nýlega í heimboð til New York. Ilér sést hann í fullum skrúða með New York-borgarstjóranum Impillilleri, er þeir ganga til móttökuhátíðarinnar í ráðhúsinu í New York. GARBO í PARÍS. Greta Garbo kpm nýlega flug- leiðis frá New York til Parísar og að vanda varðist hún allra frétta til að gera aðra forvitna. Hún gengur undir nafninu mrs. .1. Cark, er með sólgleraugu og illa greidd þegar hún kemur út úr flugvélinni á Orly-flug- vellinum. FJÓRTÁN ÁRA MÓÐIR. Það er erfitt að álta sig á, að þessi unga móðir, sem Ijómar af ánægju gfir tvíburunum sínum, skuli ekki vera nema Í4 ára. Hún á lieima í Los Angeles og þar giftist hún fyrir tveimur ár- um manninum sínum, sem er 28 ára. MILLI TVEGGJA IIVOLPA. Þessi mynd er telcin á hunda- sýningu í Salle Wagram í Paris. Fallega unga stúlkan, sem sést milli hvolpanna tveggja, er leik- konan Michele Manege frá Sarah-Bernhardt-Ieikhúsinu. Herra og frú 'Broberg höfðu boð- ið svo að segja öllum kunningjuum sínum til samkvæmisins og þau höfðu gert allt til þess, að kvöld- ið mætti verða sem hátiðlegast. Húsið var allt uppljómað, og hvert herbergi var blómum prýtt. Gestirn- ir voru samkvæmisklæddir, karl- mennirnir í kjólfötum og kvenfólkið í síðuin kjólum. Allir vissu, hvert var tilefni boðsins og vildu skarta sínu besta. Frægur fiðlusnillingur átti að leika i samkvæminu. En fæstir vissu, liver fiðlusnillingurinn var. Þá grunaði ekki að það væri Henrik Joachim, sem liafði fengið sérstaklega góðar viðtökur á hljóm- leikum sinum í borginni nokkrum árum áður. Dolly hlakkaði óskaplega mikið til. Hún snyrti sig til eins og hún gat best og fór í Ijósbláan silkikjól, sem fór mjög vel við ljóst hár henn- ar. Um beran hálsinn liafði liún dýrindis perlufesti, sem liún liafði erft eftir móður sina, og á handleggj unum bar hún fögur armbönd. Aage skemmti sér við að stríða henni, meðan hún snyrti sig til. Hann gaf góðlátlega i skyn, að hann mundi með köl,du blóði snúa fiðluleikar- ann úr hálsliðnum, ef hún svo mik- ið sem brosti til hans. Dolly svaraði honum hátíðlega: „Eg brosi ekki til hans, en ég fórna honum tárum mínum.“ „Jæja, það er nú gott og blessað, ef það er ekki meira. Tárin gef ég lítið fyrir. Eg get vel unnað hon- um þeirra. Eg fékk alveg nóg, þeg- ar þú vatnaðir músum, er ég liafði Aysst þig. Það er hræðilcgt að sjá kvenfólk gráta! Einkum þegar það er líka ung stúlka, sem manni þykir vænt um. Nei, Dolly mín, eftirspurn minni eftir tárum liefir verið full- nægt fyrir löngu. Gefðu þessum Iiljómlistarmanni þau, sem þú hef- ir á boðstólum á næstunni.“ „Hljómlistarmanni! Nei, nú dámar mér ekki. Hvernig getur þú lcallað frægan fiðlusnilling aðeins hljóm- Iistarmann?“ „Hvernig? Það var alls ekki svo erfitt. Það kom alveg fyrirhafnar- laust fram á varirnar, svo að ég lét það fara áfram. En láttu liann nú livila í friði næstu augnablikin. Þú veist það vel, að ég er ekkert gefin fyrir liáfleyga tónlist, svo að ég fæ alveg nóg af því að þurfa að hlusta á hann og hafa hann fyrir augunum á mér i kvöld, þó að við sleppum því að tala um liann hérna á hcimilinu. Leyfðu mér lieldur að dást að konunni minni ofurlitla stund! Þú ert óneitanlega falleg, Dolly! Eg skal segja þér að tvenns konar tilfinningar lieyja baráttu i mér, þegar þú ert sem fallegust, eins °g í dag-“ „Nú, hvaða tilfinningar eru það, mætti ég spyrja?“ „Að sumu leyti langar mig til að ferðast með þig um allan heim, scm sýnisgrip, en að öðru leyti unni ég engum mannlegum augum öðrum en mínuin að horfa á þig. Eg vihli þá geta geymt þig undir lás og slá í skartgripaskríni.“ Dolly skellihló og tók um háls honum. „Nei, Aage, skartgripaskrín kæri ég mig ekki um að komast i.“ Þau töluðu saman góða stund og gleymdu sér, svo að þau urðu of sein til samkvæmisins. En til allrar hamingju tók enginn eftir því, því að heiðursgestinum og dóttur hans liafði líka seinkað. Varla var Dolly komin inn úr dyrunum, fyrr en vinkonur hennar tvær höfðu dregið hana til sín. Þær höfðu aflað sér frekari upplýsinga um fiðlusnillinginn, sem þær biðu með óþreyju eftir að fá að hlýða á. Bæði höfðu þær spurt frænda sinn og húsmóðurina, og nú vildu þær ólmar miðla Dolly af þekkingu sinni. Þannig komst lnin að þvi, að dóttir Henriks Joachim léki einnig á fiðlu og hún ælaði að leika undir á flygilinn fyrir hann, en síðan ætlaði lnin að leika á fiðlu með undirleik föður síns. Loks fékk luin þær upplýsingar að dóttir lians héti Eva. En það hefði verið til of mikils ætlast að heimta það af licnni að hún setti fátæku stúlkuna, sem lék á fiðlu suður í Sviss, í samband við Evu, dóttur Henriks Malte. Dolly liafði tilkynnt húsmóður- inni, að bróðir sinn gæti ekki kom- ið fyrr en eftir klukkustund, þvi að hann væri að Ijúka við áriðandi starf. Loksins kom Henrik Joachim inn í salinn með dóttur sína við hlið sér. Allra augu beindust full aðdáunár í áttina til hins tigulega fiðlusnillings og hinnar glæsilegu dóttur lians. Eva var eins og ævin- týravera, svo fallegur var hinn sæ- blái kjóll, sem hún var í. Hann var einfaldur og án djásna. Mjó bönd lágu yfir axlirnar og héldu honum uppi. Það var sniðið og ljósglitrið á efninú, sem gerði hann svo falleg- an. Allir gestirnir urðu sem mállausir eitt augnablik, er þessi fegurðarop- inberun blasti við þeim, og þar befði enginn getað endurþekkt stúlk una, sem lék á fiðlu í kaffihúsi Schröders. Hið kastaníubrúna hár Evu tók á sig fallegan mólmgljáa i birtunni frá hinum mörgu ljósum og gráu augun geisluðu frá sér mildi og yndisþokka, sem lireif alla við- stadda. Jafnvel kvenfólkið, sem þó öfundaði hana flest af glæsileik hennar, viðurkenndi með sjálfu sér, að slíkan glæsibrag hefðu þær al- drei séð á nokkurri kvenpcrsónu þar um slóðir. Ilúsbóndinn kynnti liina nýju gesti fyrir hinum, og þannig var Eva kynnt fyrir Dolly og manni hennar. Hún hrökk við, er hún sá þau. Hún þekkti strax aftur manninn og stúlk- una, sem hún hafði séð í fylgd með Ib Oldentoft suður í Zúrich i Sviss. Þá hafði hana strax grunað að stúlkan væri systir Ib Oldentofts. En nú var hún kynnt fyrir henni

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.