Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1952, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.01.1952, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Þegar ég tek það nú fyrir að skrifa um atburðina, sem gerst hafa undanfarið, ætla ég að reyna að vera hreinskilinn. Eg á að deyja bráðlega, og þarf engu að leyna. Vinir mínir kannast sennilega við mig sem viðfelldinn og laglegan mann. Það var sungið við vöggu mína að ég mundi verða eins kon- ar Aladdin. Eg tók mín próf til og með lögfræðiprófi með lofi. Lag- legasta og gáfaðasta stúlkan í bænum varð konan mín. Faðir minn var dáinn nokkru áður og hafði skilið mér eftir ullarverk- smiðju. Eg tók við henni og hætti á lögfræðibrautinni, enda hafði mig aldrei langað sérstaklega í lögfræðistörfin. Föður mínum kom alltaf vel saman við starfsmennina. Hann var myndugleikamaður en mildur um leið. Sjaldan eða aldrei lét hann undan kröfum um launa- hækkun. Hann lagði rólega fram reikningana sína og þeir sýndu að reksturinn byggðist á mjög takmörkuðum ágóða. Það var ekki hægt að hækka kaupið, þótt ekki væri nema um 5 af hundraði, nema fólkinu yrði þá fækkað um leið, en þá dró jafnframt úr fram- leiðslunni og afraksturinn varð minni. Eg gat oft ekki annað en dáðst að föður mínum undir þeim kring- umstæðum. Það var eins og hann undirstrikaði hvert orð með gull- gleraugunum sinum, sem hann hafði alltaf á milli fingranna þeg- ar hann var að rökræða. 1 fyrsta skpti sem sendinefnd frá starfsfólkinu kom til mín og heimtaði 6% kauphækkun — með tilvísun til þess að vísitalan hefði hækkað — reyndi ég að nota rök föður míns. Það mistókst. Jafnvel lögfræðikunnátta mín kom mér TOSCANINI TIL AMERÍKU. Arturo Toscanini kom nýlega við í Orly-flughöfninni hjá Par- ís, á leið frá Milano til Banda- ríkjanna. Iíér sést hinn heims- frægi hljómsveitastjóri, meðan hann er að híða eftir flugvélinni til New York. ekki að neinu haldi. Mér fannst blátt áfram óhjákvæmilegt að fallast á málstað fólksins. Og þessu lauk svo að allir fengu 6% kauphækkun. Næsta misseri gekk verksmiðj- an raunverulega með tapi. Eg hafði teygt mig lengra en ég þoldi. Þess vegna var ég ekki á marga fiska þegar nefndin kom aftur og sagði: Nú er vísitalan orðin þannig að okkur nægir ekki minna en 15 aura hækkun um klukkutímann. Eg gerði lauslega áætlun og komst að þeirri niðurstöðu að þessi hækkun mundi kosta mig 7500 króna halla á ári. — Jæja, sagði ég, — þið skuluð fá hækkunina. En þá neyðist ég Ævii endar til að segja upp fimm manns. Og samt er það óvíst hvort það dugir. Líklega hefir engum dottið í hug að ég mundi gera alvöru úr þessu. Það er undir manninum sjálfum komið. Og fólk hafði ekki eins mikið álit á mér og á föður mínum. Eigi að síður sagði ég upp fimm manns fyrir nokkrum mánuðum. Eg valdi þá úr, sem síðast höfðu komið, aðallega ungt og einhleypt fólk. Og svo fékk ég þetta bréf, skrifað með skældri hendi: Þér hafið tekið brauðið frá mörgurn saklausum. Þér vitið ekki hvernig pað er að vera atvinnu- laus. Svei! Hálfum mánuði síðar fékk ég annað bréf með sömu skrift og þar stóð: Ef þér viljið leggja 15.000 kr. undir stóru furuna 200 metra fyrir utan Eikarbergsskálann um mið- nætti á morgun skál ég hlífa yður. 1 römmustu álvöru. Maður, sem ekki hefir bragðað mat í þrjá daga. Þetta plagg afhenti ég lögregl- unni og gaf henni um leið nöfn og heimilisfang þeirra fimm, sem ég hafði sagt upp. Sakamálaþjón- ustan lofaði, í syfjulegum tón, að rannsaka málið. Nýtt bréf tveim dögum síðar: Jæja, þér fóruð til lögreglunnar til þess að fá hjálp! Og engir pen- ingar undir furunni. En þér skul- uð ekki sleppa. Ónei. Það eina sem getur bjargað yður úr þessu er að þér leggið 20.000 á sama stað um miðnætti á morgun. Yður skjátlast ef þér háldið að ég sé einn af peim fimm, sem þér sögð- uð upp. Eg starfa á eigin ábyrgð. Enginn kemst undan svörtu hend- inni. Þetta bréf afhenti ég lögregl- unni líka. Varðstjórinn sagði — Hm! Þetta gerir málið flóknara. Ef við eigum þá að trúa því að bréfritarinn sé ekki einn af þess- um fimm. Annars höfðum við fengið skriftarsýnishorn þeirra, og enginn þeirra hefir skrifað þessi bréf. — Þér skiljið víst að þetta fer að fara í taugarnar á mér. Að fá daglega hótanir um að verða drepinn! sagði ég. — Við skulum láta einn af okk- ar bestu mönnum halda vörð hjá yður allan sólarhringinn, sagði varðstjórinn. d lorgin! — Eg tók í höndina á honum. — Viljið þér gjöra svo vel? Þökk fyrir. Þá verð ég rólegri. — Við náum í hann einn góð- an veðurdag. Þér megið treysta því! sagði varðstjórinn. 1 næsta bréfi var morðinginn minn farinn að þúa mig: — Jæja, svo að þú hefir feng- ið snuðrara til þess að gœta þín. Hæ, hæ, en þú ert nú ofurséldur samt, lasm! Sé maður dæmdur til dauða, þá eru ótál leiðir til þess að drepa hann. Dettur yður í hug að þú getir snúið á mig? Á ég að nefna nokkrar aðferð- ir? Eg gæti látið þig verða undir bíl, ég hefi skírteini og gæti náð mér í bíl fyrir eitt húshorn. Eg gæti látið eitthvað detta í hausinn á þér, og margt annað. En ég neita mér um það. Eg hefi ákveðið að þú skulir deyja eðlilegum dauð- daga. Eftir 2Jj tíma — í síðasta lagi. Enginn flýr örlögin. Hvort heldur þú hýrist heima eða dirf- ist að fara út — það kemur út á eitt. Það er úti um þig kunningi, ef þú leggur ekki 25.000 undir furuna í nótt. Þegar lögreglufulltrúinn las þetta bréf gat hann ekki stillt sig um að brosa: — Við verðum víst að athuga málið sérstaklega, sagði hann. — Þekkið þér nokkurt skáld? — Mér finnst þetta of alvarlegt til þess að hlæja að þvi. — Eg umgengst engin skáld. Og ég held ekki að nokkru skáldi gæti dottið svona glæpur í hug. En ég sé að lögreglan getur ekki veitt mér neina verulega hálp. Þið hafið víst nóg að hugsa um morð, sem aldr- ei hafa komist upp. Það er víst lögreglunni um megn að fást við morð, sem ekki er búið að fremja. Eg sit hér og skrifa og spyr sjálfan mig. — Hvað getur venju- legur maður síðustu 24 tímana, sem hann á eftir að lifa? Eg á peninga til þess að geta haldið vinum mínum gott skilnaðarsam- sæti. Væri það ekki veglegt út- gönguvers ævinnar? Nei, það væri fórn á altari tómleikans. En að flýja? Jæja, það væri í hæsta lagi gálgafrestur. Eg á með öðrum orðum 24 tíma ólifaða. Hvað á ég að gera við þá? Þessi vitfirringur getur slys- ast á að hitta mig á morgun, þrátt fyrir varðmanninn minn, sem er mjög áreiðanlegur. Það stendur svo einkennilega á fyrir mér að ég veit dánardag minn upp á hár. Það er víst alveg einstakt tilfelli. Á ég að trúa konunni minni fyr- ir því, sem yfir mér vofir? Hún er hYggnasta konan sem ég þekki. Hun sagði: Þú mátt ekki koma út fyrir húsdyr í viku, Fritz. Þá dvínar morðfýsnin hjá bófanum Eg fór að hennar ráði. En samt bjóst ég á hverju augnabliki við því, að eitthvað voveiflegt mundi ske. Húsþakið gæti hrunið yfir okkur. Sprenging gat orðið í kjall- aranum. Við eigum heima á neðstu hæð. — En ekkert þess háttar gerðist. Varðmaðurinn kom upp að hlið- inni á mér í gær og hvíslaði: — Herra verksmiðjueigandi, nú hefi ég fylgt yður skref fyrir skref í heila viku, en ekki orðið var við neitt grunsamlegt. Eg held helst að þessi hótunarbréf séu blekk- ing. Og lögreglan getur ekki hald- ið þessu áfram til frambúðar — að fylgja yður eftir. Þér hljótið að sjá það sjálfur. — Já, þakka yður fyrir, svaraði ég, — lögreglan hefir gert það sem í hennar valdi stendur. Enginn getur vænst þess að hún finni FOCH MARSKÁLKUR. / Valentine í Frakklandi hefir Auriol forseti afhjúpað styttu af Foch marskálki, hinni frægu hetjv fyrri slyrjaldarinnar. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.