Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1952, Blaðsíða 14

Fálkinn - 04.01.1952, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN KROSSGATA NR. 844 GLERAUGUN. Frh. af bls. 11. •— Gott. Það byrjaði fyrir nokkr- om vikum. Það var hræðilegt. — Hvað byrjaði? — Eg fór að finna til þreytu í augunum. í fyrstu skeytti ég þvi ekki, en svo fékk ég höfuðverk og fór til læknis, augnlæknis. Heyrirðu það það, Gerður: augnlæknisl Eg hefði máske getað þraukað dálítið lengur, en ég var viss um að þig var farið að gi'una sitt hvað um mig. Heeld- urðu að ég hafi ekki séð hvernig þú horfðir á mig? — ■—■ En, elsku Gerður, — get ég að þvi gert þótt ég sé dálítið nærsýnn? Hún hafði verið til með að faðma hann þarna á götunni en hún gerði það ekki, þvi að hún var klók Evu- dóttir. Hún hnyklaði bara brúnirn- ar og sagði: — Mér dettur ekki i hug að reiðast þó að þú gangir með gleraugu. En ég kann illa við að þú skyldir ætla að halda þvi leyndu fyrir mér. Elsk- endur mega ekki leyna hvorn ann- an neinu. Ertu mér sammála um það, Eirikur? — Alveg sammála, svaraði hann lágt. — Og til þess að sýna þér og ég hafi fyrirgefið þér og beri engan kala til þin út af þessu, ætla ég líka að fara að ganga með gleraugu ■—• þin vegna — ag þó að ég viti ekkert verra en einmitt gleraugu! TUN GLSSKINSE Y J AN. Frh. af bls. 10. Nú kveiktu þeir aftur á vasaljós- inu og fóru hægt inn eftir hellin- um. Þukluðu hér og hvar á berginu, og allt i einu kallaði Joe: „Sjáið þið hérna! Það er líkast og hér liafi verið lilaðið steinum — þetta er ekki fast berg!“ Norton beindi Ijósinu á staðinn og svaraði ánægður: ., JRétt segir þú, Joe! Þetta er hleðsla, við skulum taka liana úr og sjá hvað fyrir innan er.“ Drengirnir tóku nú til óspilltra mál anna og er þeir liöfðu rutt hleðslunni sáu þeir inn í löng, dimm jarðgöng, sem voru svo há, að maður gat gengið þau með því að beygja sig ofurlítið. „Við skulum halda áfram.“ sagði Bill ákafur og sparkaði síðasta stein- inum frá: „Ætlið þið ckki að koma líka?“ ÞAR SEM JARÐGÖNGIN ENDUÐU. Þeir voru ekki lengi að hugsa sig um og fóru nú allir þrír inn í dimmu göngin. Vasaljósið hitti veggina hér og hvar. Þeir voru sléttir og þurrir. Þeir voru líkastir því að þeir væru gerðir af mannahöndum og sums staðar sáust för eftir hamar og meitil. „Þetta er merkilegt, sagði skip- stjórinn er þcir höfðu gengið nokkra stund. „Hver skyldi hafa gert þessi jarðgöng?“ „Heldurðu að eyjaskeggjarnir sjálfir hafi gert það?“ spurði Bill. Skipstjórinn hristi höfuðið. „Þetta er ekkert líkt handbragði þeirra innfæddu; Eg held öllu frem- ur.------Halló, hvað er nú þetta?“ skaut hann inn í og nam staðar. Nú rákust þeir á nokkur grófgerð þrep og gengu upp. Og þá sáu þeir dálítið, sem gerði þá forviða. Framh. i næsta blaði. Lárétt, skýring: 1. Atriði, sem snerta varðveislu fiskimiða, 2. úrgangur, 13. torfær- ur, 14. handverkfæri, 16. ríkidæmi (þf.), 18. forsetning, 20. æða, 21. ónefndur, 22. rúmfat, 24. hálfvelgja, 26. samhlj. 27. forsprakka, 29. fugl- ar, 30. hvíldi, 32. landeyður, 34. ármynni, 35. frískur (þrátt fyrir liáan aldur), 37. keyr! 38. sam- hljóðar, 39. eldstæði, 40. kven- mannsnafn, 41. mynteining (skst.), 42. frægt baráttulið (skst.), 43. und- irförul, 44. ílát, 45. tónn, 47. tónn, 49. evrópskt stórfljót, 50. ending, 51. útúrdrukkinn, 55. tveir óskyldir, 56. vökvi, 57. með lausa skrúfu, 58. líkamshluti, 60. kátur, 62. lærði, 63. samtenging, 64. ungur, 66. trylla, 68. draga í vafa, 69. karlmannsnafn (þf.), 71. torveld, 73. öfgar, 74. með- hjálpari. Lóðrétt, skýring: 1. Kaup, 2. tóm, 3. skst. 4. upp- lirópun, 5. bókstafur, 6. nema, 7. lit, 8. ókyrrð, 9. skóli (skst.), 10. sund (flt.), 11. skapsmunir, 12,. hann tekur af öll tvímæli, 15. þeir eru i þjónustu lýginnar, 17. fjallsheiti, 19. látnar, 22. tíndi, 23. barnasöngflokk- ur, 24. garðávöxturinn, 25. áma, 28. örsmæð, 29. hvað 31. fljótin, 33. bók stafur, 34. ljót, 36. samhlj. 39. vatna- dýr (forn ending), 45. spil, 46. tví- hljóði, 48. bjálfar, 51. þunnur í roð- inu, 52. skst. 53. einkennisstafir, 54. sbr. 49. lárétt, 59. lama, 61. heiðursmerki, 63. liærra uppi. 65. nefnd, 66. tryllt, 67. forað, 68. sagn- mynd, 70. skst. 71. sérhlj. 72. ísl. rithöfundur (skst.), 73. vitskert. LAUSN A UMM. NR. 843 Lárétt, ráðning: 1. Þursi, 7. pakki, 11. ellin, 13. stúlka, 15. ær, 17. álna, 18. arka, 19. óm, 20. tík, 22. an, 24. úti, 25. óku, 26. akur, 28. illar, 31. Ögur, 32. atar, 34. val, 35. fönn, 36. ári, 37. ei, 39. aa, 40. ana, 41. þingræður, 42. Týr, 45. kn, 46. at, 47. Þór, 49. kaka, 51. æra, 53. ylur, 55. sjúk, 56. hraða, 58. óræk, 60. auð, 61. la, 62. sl. 64. aka, 65. kr. 66. fata, 68. skák, 70. tn, 71. álfar, 72. lagar, 74. rotta, 75. trega. Lóðrétt, ráðning: 1. Þræta, 2. RE, 3. slá, 4. illa, 5. ana, 6. Ása, 7. púki, 8. aka, 9. ká, 10. ilmur, 12. inni, 14. trúr, 16. rík- ar, 19. ókunn, 21. kuti, 23. blaðrarar, 25. ógna, 27. Ra, 29. LV, 30. al, 31. öö, 33. reika, 35. fauti, 38. inn, 39. aða, 43. ýkjur, 44. rauð, 47. Þura, 48. órækt, 50. kk, 51. ær, 52. að, 54. ló, 55. sakar, 56. hata, 57. aska, 59. kanna, 61. lafa, 63. lágt, 66. flt. 67. arg, 68. slæ, 69. kar, 71. át, 73 RE. PI-PA-KI. Frh. af bts. 3. ar og skyldurnar við keisarann og framalöngunin liins vegar. Margt er spaklega sagt, en það, sem gerir leiksýninguna fyrst og fremst nýstár- lega, er sviðsetningin. Leikstjóri er Gunnar R. Hansen, sem leikhúsgestum er að góðu kunn- ur frá þvi í fyrra. Hann hefir einnig samið hljómlistina og gert teikning- ar að búningum og leiktjöldum, cn Lothar Grundt hefir málað leik- tjöldin. Eiga þeir mikið lof skilið fyrir störf sin, og þeim er það að verulegu leyti að þakka, hve glæsi- Jeg leiksýningin cr. Aðallilutverkin leika Gísli Hall- dórsson, Erna Sigurleifsdóttir, Guð- !)jörg Þorbjarnardóttir og Þorst. Ö. Stephensen, og gera þeim ágæt skil. Leikendur eru annars mjög margir, og af þeim ber sérstaklega að nefna Guðlaug Guðmundsson, Guðjón Einarsson og Áróru Hall- dórsdóttur. Líklegt er, að leikrit þetta muni ná miklum vinsældum. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Afgreiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. — Herbertsprent. H.f. Eimskipafélag Islands: íctlin um jeriir ms. „GDIHOSS" jinðnr-npril 1951 1 L 1 2- | 3. | 4. 5. Frá Kaupmannahöfn þriðjudag kl. 12 á liád. | 15. jan. 5. febr. | 26. febr. | 18. mars | 8. april | Til Leith fimmtudag árd. | 17. ■— 1 7- — | 28. — | 20. — | 10. — j Frá Leith föstudag | 18. — i 8. — | 29. — | 21. — j 11. — | Til Reykjavíkur mánudag árd. [ 21. — | 1 n- — | 3. mars | 24. — | | | 14. — 1 1 1 Frá Reykjavik 1 laugardag kl. 12 á hád. | 26. — | 16. — | 8. — 129. — 119. — | Frá Leith þriðjudag | 29. — 19. — 111. — | 1. apríl | 22. —x)| Til Kaupmannahafnar fimmtudag árd. | 31. — | 21. — 113- — 1 3. - 124. — 1' x) Félagið áskilur sér rétt til að sleppa viðkomu í Leith á útleið í þessari ferð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.