Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1952, Blaðsíða 3

Fálkinn - 01.02.1952, Blaðsíða 3
Sveinn Björnsson, sem sendiherra íslands í Ka.upmannahöfn 1!)33. undirritar eiðstafinn ú Þingveíli 17. jimí l!)hh. Forsetinn lieim. Hefst nú glæsilegasti kafii í sögu hans. Það kom að því, að spurt var: Hvern á að kjósa? Hver á for- stöðu að veita? Spurningunni var svarað. Sveinn Björnsson var kosinn. Það var sjálfsagt að kjósa hann aftur og aftur. » Sveinn Björnsson var kallaður og útvalinn. Þessi er saga hans. En þessi saga bregður upp fyrir oss mörgum björtum myndum úr þjóðlifi voru. Það eru vormyndir úr sögu vaknandi þjóðar. Það var kallað á Svein Björnsson og sagt: „Tak að þér hið veglega starf og vér viljum fylgja leiðsögn þinni.“ Hvernig svaraði Sveinn Björnsson þessari köllun og útvajningu? Hann gekk að starfi þjónsins. I heilagri ritningu geymast þessi orð hins mesta leiðtoga:„Foringinn sé eins og sá, er þjónar.. Eg er meðal yðar eins og sá, er þjónar.“ Þannig talar Drott- inn. Það er heillavænlegt af honum að læra. Sveinn Björnsson ásetti sér að læra þessa lexíu og láta störfin mótast af þessari gullnu reglu. Með hugarfari þjónsins hefir hann unnið starf foringjans. Þess vegna er starf Forseta íslands, herra Sveins Björnssonar, umvafið heiðrikju og birtu þakklátra lands- ins barna. Hann elskaði þjóð vora. f öllu vildi hann þjóna henni með sonarrækt. Ávallt reiðubúinn að verja málstað hennar með vopnum sann- leika og réttlætis, en allt starf hans skyldi unnið i grandvarleik og virðu- leik. Þannig munum vér þjóniistu- starf Forsetans. Trúr var hann heiti sínu og einkunnarorðum. Þakklæti er í fylgd með samúð. Sveinn BjÖrnsson stjórnaði landi voru. En hann vakti um leið yfir heimili Framhald á bls. 14. Forsetinn í héimsókn hjá Roosevelt forseta i ágúst l!)hh. Forsetinn talar við stjórnarráðshúsið 18. jiini Hlhh. Forsetinn á svölum Alþingishússins 18. júní l!)hh.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.