Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1952, Blaðsíða 8

Fálkinn - 01.02.1952, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN TVyTAÐUR gengur niður í bæinn rign- ingardag í september. Það er eins og hann viti ekki hvert hann ætlar. Stundum nemur hann staðar, eins og hann ætli að snúa við — stund- um dregur liann eftir sér lappirnar — svo hraðar liann sér dálítla stund, cins og hann liafi tekið ákvörðun, svo riemur hann staðar aftur. Og svona berst hann loksins niður í Aðalstræti. Þetta er reglulegur haustdagur. — Regnið hellist niður af þökununi og fossar niður í rennurnar. Þessi gangandi maður lítur upp. Hann andar gegnum nefið lyktandi af votfi mold. Haust, já .. Hann fer að hugsa um haustið og gætir ekki að sér fyrr en liann er kominn niður i Tollbúðargötu og sveigir þar inn í port. Þá rankar hann við sér og brosir, og hreyfir sig eins og hann væri að hrista eittlivað af sér. En það er eitt- hvað sem dregur hann að þessu porti. Ilann finnur sjálfan sig þar niður frá á hverjum morgni. — Nei, nei, ég verð að hugsa um dagsins nauðsynjar — um mat! Hann segir þetta hátt, eins og hann væri að gera að gamni sínu og leitar svo i vösum sínum. Þar finnur liann 25- eyring. Hann leitar áfram en finnur ekki meira. Stendur kyrr og liorfir á pen- inginn. — Síðasti — allur — mamm- oninn minn. Ilann stingur honum í vestisvasann, og gengur áfram. Hann fer að finna til sviða undir vestinu, en peningar — peningar — hvernig á hann að kom- ast yfir peninga? Staða — ef hann aðeins gæti fengið eitthvað að gera? Hann liafði leitað svo víða fyrir sér. Fyrrum þegar hann var talinn mað- ur með mönnum liafði hann ekki haft hugmynd um þetta. Hvers vegna skyldi Iiann hafa gert það? Þá var hægur vandi að fá stöðu, og liann minntist þess að hann sleppti stöðunni við Karl Poulsen. Hann hlær aftur — við Karl Poulsen! Þetta breyttist allt þegar áfallið kom. Fólk forðast þá, sem óheppnir eru. Enginn var heima þegar hann drap á dyrnar. Og vinir frá fyrri dög- um viku úr vegi yfir götuna — lika Karl Poulsen. Allt i einu slær þessu niður í hon- um: Víxillinn — víxill Lottu frænku! Hann fékk tilkynningu nýlega og nú fer hann aftur að leita í fumi í öll- um vösum. Það var eins og hann hélt: Siðasti dagur í dag. Ilann minnist hvernig þessi vixill varð til. Það var rétt eftir að hann köm út úr fangelsinu. Þegar hann barðist enn við að halda sér ofan- sjávar. Hún hafði komið til hans og boðið honum að borða hjá sér á sunnu- daginn, eins og hún var vön. , Hann mundi hana þegar hún skrif- aði á blaðið — hátíðleg eins og þetta væri merkis athöfn. Skræk, ryðguð rödd hljómar í eyrum hans: — Þú veist að ég á ekki neitt .... Það er eins og honum sé gefinn löðrungur. Hann flýtir sér áfram. Hann nemur staðar fyrir utan veð- lánarakompu og litur kringum sig. Svo smýgur hann inn í portið og flýtir sér upp stigann. Hann kemur inn i rykfallna kompu, þar er fúkkalykt af gömlum fötum, naftalíni og ó- hreinindum. Fólk stendur i hnapp, allir með eitthvað undir hendinni. Þetta er fátækt fólk, gamlar og lúnar verkamannakonur — nokkrir gamlir menn og svo vandræðalegir piltar, stúdentar, sem reyna að láta eins og ekkert sé. Hann dregur upp úr og vindlinga- hylki úr vasa sínum, tekur perlunæl- una úr hálsbindinu og fer í biðröðina. — Get ég fengið 200 krónur út á þetta í nokkra daga? Tvö hundruð lcrónur! Fólkið snýr sér við og starir. 200 krónur eru stórfé á þessum stað. En afgreiðslumaðurinn lætur ekki liða yfir sig. Hann rann- sakar þetta ítarlega, opnar úrkassann og skoðar verkið gegnum stæklcunar- gler. — Hundrað krónur! — Eg verð að fá tvö hundruð. — Hundrað og fimmtiu er það mesta sem ég get látið. — En nælan ein er 200 lcróna virði. Afgreiðslumaðurinn brosir. — Hún er ekki ekta. — Ekki ekta? Eg keypti hana sjálf- ur. Lítið þér á þetta! Hann sýnir hon- um merki gullsmiðsins. En afgreiðslumanninum finnst ekki taka að þrcfa meira um þetta. Hann snýr sér að konu, sem hefir tekið umbúðir af fatnaði og lagt l|ann á búðarborðið. Hann dokar dálítið við. — Svo tek- ur hann munina aftur og ætlar að fara. en stansar aftur, vindur frakkanum af sér og hendir honum á borðið líka. — Get ég nú fengið tvö hundruð krónur? Afgreiðslumaðurinn sinnir rólegur konu og svo manni sem er að veðsetja buxur, tekur svo frakkann og skoðar hann utan og innan. — Tvö hundruð krónur! kallar hann til gjaldkerans. Tíu mínútum síðar er liann með víxil Lottu frænku milli handanna. Hann rífur hann í smátætlur. Og ósjálfrátt — af gömlum vana — fer hann aftur að leita í vösum sinum. Peningar? Lán? Karl Poulsen? Hann snýr við, geng- ur nokkur skref. Nei — nei ekki hann. Poulsen hvarf lionum þegar ógæfan dundi yfir. En samt? Poulsen hafði svo oft fengið lán lijá honum — í gamla daga. — Eiginlega á Poulsen honum að þakka að hann situr þar sem hann er. Það var hann sem mælti með honurn. En nei — liann fer ekki til Poulsen. Stúlkan hjá Poulsen fór inn og sagði til hans. Hann situr og bíður og veltir fyrir sér hverju hann muni svara. — Fjandinn hafi það! Hann verður reið- ur. Hann er enginn betlari. Hér átti hann að réttu lagi að vera. Þegar — þegar hann hafði tiltrú — þegar allt stóð honum opið. Bara að hann hefði gripið gæsina þá, en hann þurfti þess ekki við i þá daga, en Poulsen var hins vegar illa staddur. Stúlkan kemur út. — Forstjórinn á mjög annrikt, en ef það væri eitthvað sem .... — Sögðuð þér að það væri ég? — Já. — Jæja, ég síma þá seinna. Enn á ný ranglar hann um göturn- ar án þess að vita hvert fæturnir bera hann. Hvers vegna fór hann til Poul- sen? Góðan daginn! Hann hrekkur í kút. Ung dama hlær til hans. — Þér voruð í giftingar- þönkum núna, en nú verðið þér að vera glaðlegur þegar þér sjáið mig, finnst mér. Eða hafið þér kannske gleymt mér? — Benedicta! — Eg kom frá París í gær og nú nýt ég þess að vera heima. Eg hefi verið að heiman meira en heilt ár, vitið þér það ekki. — Eða hafið þér kannske gleymt að þér komuð á bryggjuna, og þá heyrði ég eitthvað um að þér kæm- uð á eftir. En ég fékk enga heimsókn. — Það varð ekkert úr ferðalaginu hjá mér. — Og þér sem ferðist svo mikið! En svona eruð þið piparsveinarnir — undir eins og maður er horfin þá er manni gleymt. En að þér skulið ganga frakkalaus! Það fer hrollur um mig við að sjá yður frakkalausan, mér finnst svo kalt hérna. — Maður verður að halda i sumarið meðan hægt er. — Þér finnið tæplega nokkurt sum- ar á þessu horni. Þá er betra að þér verðið mér samferða hérna upp eftir. Það er svo gaman að hitta gamla kunn- ingja, sjáið þér. En þér eigið svo marga kunningja. Hver veit nema þér séuð líka giftur, þótt ég viti það ekki. — Giftur! Hann reynir að hlæja. — Er ég þesslegur? — En hvað þér eruð orðinn hæ- verskur. Annars er ég á leiðinni i kökubúð Halvorsens. Qg mér sýnist þér þurfa einhverja hressingu lika. Og úr því að þér voruð svo heppinn að hitta mig er best að þér fáið að bjóða mér eina köku. Hún brosir til hans og þetta bros aftrar honum. — Skrifstofan! ætlar liann að segja sér til afsökunar, en í staðinn fylgist hann með henni og hann hugsar með sér. Hún veit ekkert ennþá. Við getum verið saman dá- litla stund eins og i gamla daga. Eg gat fylgt henni til Halvorsens. Og svo tekur hann ekki eftir neinu fyrr en þau eru komin saman að kökubúðinni. En þá man hann eftir hver aleiga hans er og meðan hugur hans er á flótta um alla heima og geima svarar eitthvað inni í honum: Poulsen! Eins og óviðkomandi maður og gegn samviskunnar mótmælum heyrir hann sjálfan sig segja: Afsaltið mig augna- blik — ég verð — ég má til að koma skilaboðum! Og áður en hún getur svarað nokkru er liann horfinn úr dyrunum. Hann hleypur upp í skrifstofu Poul- sens. Þar er enginn frammi við. En úr innri stofunni heyrir hann mikið skvaldur. Peningaskápurinn stendur opinn í horninu. Hann bíður dálítið, ræskir sig, en cnginn heýrir. Honum finnst hann vera að vaða eld. Kannske fer hún — og þá fær hann aldrei að sjá hana aftur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.