Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1952, Blaðsíða 10

Fálkinn - 01.02.1952, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Tung Lsskinsey j an Spennandi unglingasaga meS myndum. VITIB ÞÉB . . .? nð i Utah plægja, menrt salt? Strendur Saltvatnsinns mikla eru með þykku saltlagi, og er saltið nú plægt upp með þar til gerðum pdógum, sem hægt er að stilla svo nákvæmt, að moldin undir saltlag- inu kemur ekki með. Þessi aðferð hefir það til sins ágæitis að salt- vinnslan gengur fjórum sinnum hraðar en með gömlu mokstursað- ferðunum. Að jrað ágerist mjög að sím- Íöl, sjónvarp, o. j). h. fari út- varpsleiðina með örstuttum bylgjum, en ekki með þrœði. Á ultra-stuttbylgjum er hægt að senda fjölda af samtölum samtímis, en þær hafa þann ókost að þær stöðvast af fyrirstöðum, svo sem fjöllum, og verður þess vegna að reisa endurvarpsstöðvar til að koma bylgjunum áfram í fjalllendi. — Á myndinni sérst amerísk langlinu- stöð fyrir simtöl og sjónvarp. NÆGILEG HEGNING. Svertingjahöfðinginn Fon af Bi- kom í Kamerun er 81 árs. Hann á 110 konur og árið 1948 kærði ka- þólsk trúboðsnefnd frá Bretlandi liann fyrir UNO fyrir fjölkvæni. Málið hefir oftsinnis komið fyrir fund þar án þess að úrskurður hafi verið kveðinn upp. En nú síðast tók iranski UNO-fulltrúinn, Anni Khalidy, til máls út af þessu og skoraði á UNO að láta gamla mann- inn í friði. „Mér finnst það nóg hegning á hann, að þurfa að tjónkast við 110 konur,“ sagði hann. „Guð hjálpi honum og gefi honum styrk til að striða.“ HANDTEKNIB Á NÝ. „Við notum hakann til að mölva kistulokið,“ sagðið Norton og bráð- lega tókst honum að spenna upp lokið, en drengirnir horfðu áfjáðir á. „Guíl! Lítið þið bara á!“ Rödd Bill var skýr og greinileg, og dreng- irnir voru hugfangnir. En það voru fleiri en Joe og faðir hans, sem heyrðu þessi orð. Bak við garðinn lágu Skeat og Lobo ásamt nokkrum af mönnum sínum og hler- uðu. „Þeir hafa þá fundið fjársjóðinn,“ hvíslaði Lobo. „Og þeir hafa sparað okkur erf- iðið ineð þvi að grafa eftir hon- um,“ sagði Skeat illyrmislega. „Um að gera að liitta jafnan á rétta augna hlikið.“ Þeir fikruðu sér nú nær og allt í cinu heyrðist rödd Skeats: „Upp með liendurnar! Hreyfið ekki fjársjóðinn. Hann er okkar eign!“ Þremenningarnir hefðu varla orð- ið meira hissa þó að þeir hefðu séð tunglið lirapa niður í undirdjúp- in. Þessu höfðu þeir síst af öllu húist við! Þeir stóðu og störðu á garðinn, eins og þeir væru grónir fastir við svörðinn. Tunglið var bjart og menn irnir á garðinum, sem miðuðu skammbyssum sinum, voru eins og skuggar. Það tjóaði ekkert að reyna að sýna mótspyrnu. Norton féllst hugur og skóflan datt úr hendinni á honum. Hann rétti upp hendurnar og drengirnir lika. Annað þýddi ekki. Þvi að bóf- arnir inundu ekki liika við að skjóta væri þeim ekki lilýtt. „Við komum á réttu augnabliki,“ sagði Skeat. „Nú þurfum við ekki einu sinni að hafa fyrir því að grafa upp fjársjóðinn. Litið þið bara á — eintómir spánskir gulldublinar. Skrambi voruð þið duglegir!“ Hann talaði hæðilega við hina þrjá fanga sína, sem leiðsögumenn lians liöfðu nú bundið. Bófarnir horfðu með græðgi á gullsjóðinn mikla, en Norton hugsaði með sér: „Hve lengi ætli þess verði að bíða að úlfarnir ráðist hver á annan til þess að ræna hvern annan herfang- inu — en skyldum við hafa nokk- urt gagn af þeirri orrahrið?" ------En fyrst um sinn áttu þeir ekki annars úrkosta en að hafa sig liæga og horfa á bófana gramsa í kistunni. Þarna i kjstunni voru ekki að- eins gullpeningar, þeir voru aðeins í efsta laginu, en undir þeim komu festar úr dýrmætum gimsteinum og perlum, drykkjarskálar og aðrir dýrgripir, allt úr gulli eða silfri, listfenglega unnið og gimsteinar eða emalja greypt í. Ýmsir þessir munir voru þannig, að vinnan á þeim var miklu meira virði en málm- urinn sem i þeim var. Þetta sáu þeir báðir Norton og Skeat. En maljarnir — kynhlendingarnir — mátu aðeins dýru málmana en ekki listina nokk- urs. „Hvernig hafa þeir fundið okk- ur?“ hvislaði Joe að Bill. Lobo, sem hafði afargóða heyrn eins og flest náttúrubörn, heyrði spurninguna þótt livisluð væri og hló illymislega: „Það eigum við þér að þakka, svarti api!“ sagði liann og gaf drengnum olnbogaskot, „þú varðað- ir veginn fyrir okkur — með vörð- um úr gulli — líttu á þetta!“ Og úr vasanum tók hann handfylli af gullpeningunum, sem Joe hafði týnt úr vasa sinum. Joe leit örvænt- ingaraugum til vina sinna, en Bill varð sótrauður af reiði yfir því hvernig óþokkinn Lobo kvaldi Joe veslinginn, og sagði honum til hug- hreystingar: „Kærðu þig ekkert um það, Joe minn — þeir liefðu fundið okkur samt, og hvað sem öðru líður skulu þeir ekki hrósa happi lengi yfir þvi að hafa okkur sem fanga.“ Það lá dýpri merking í orðum Frh. á bls. 11. Ngja hálsbindið. c Jð_____________ —- Eg skil gður — ég er ósköp skelfing kvíðinn sjálfur — þetta er fyrsta barnið mitt — —. Kvíðafulli biðillinn. — Jt't, launakjörin og þess luittar cr mjög a.ðgengilegt, en hvernig er því vurið með eftirlaunin?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.