Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1952, Page 9

Fálkinn - 30.05.1952, Page 9
FÁLKINN 9 „Afsakaðu að ég spyr: Ertu orðinn vitlaus, Óli minn?“ „Nei. Eg var að frétta að við liöf- um unnið fimmtiu þusund i happ- drættinu. Askestad var að hringja Hann heyrði þetta í útvarpinu. Hvað eigum við að gera, Sirri? Nú á ég með öðrum orðum tólf þúsund og fimm hundruð krónur. Eg legg þær fyrir fætur þína. Og svo skalt þú ákveða sjálf!“ Hún þagði lengi. „Eg skíl þetta ekki,“ sagði hún loksins. „Nú höfum við setið liérna og látið okkur dreyma um hvað við ættum að gera ef við ættum peninga. Við höfum talað um Miðjarðarhafsferð og Ameríkuferð, og við höfum talað um bifréið og hús og um liftryggingar og fleira skynsanilegt. En þegar óskin er gengin eftir þá veit ég hvorki upp eða niður. Nei, þú verður að ráða, Óli.“ „Fyrst og fremst giftum við okkur,“ sagði hann. „Við höfum dregið sam- an fyrir húsgögnum og þess háttar. Við getum keypt okkur íbúð ef við viljum. Við þurfum ekki að hugsa um eitt herbergi og eldhús lengur." „En ef við létum það duga og fær- um til Parísar í sumarleyfinu þínu,“ sagði hún dreymandi. „Eða keyptum loðkápu lianda þér. Og seglbát handa mér.“ „Eða kannske .... nei, Óli.“ Ilún hætti við það sem hún ætlaði að segja. „Það var miklu auðveldara að láta sig dreyma um þetta.“ „NÝJA SJÁLAND!“ tautaði Eirílcur Lund óg kVeikti í fjórðu sígarettunni. „Eða Suður-Afríka. Þvi ekki það. Þvi ekki að komast sem lengst burt frá þessu öllu saman!“ Iiann mundi vafalaust ekki kom- ast undir manna hendur fyrir þetta. Oskar frændi mundi ekki láta þetta fara þá leiðina — vegna ættarnafns- ins. Hann mundi viðurkenna að und- irskriftin væri sín, en vitanlega yrði Eiríkur að standa augliti til auglits við hann — og til þess hlakkaði hann ekki. En hann átti enga völ. Blaðið lá fyrir framan hann. Loks tókst honum að stæla nafn frænda síns. Hann hafði æft þetta lengi. Hann ætlaði til Geirs vinar sins á morgun. Hann liafði lofað honum að skrifa upp á ef Oskar frændi gerði það. Annars hafði Eiríkur ætlað sér að biðja Oskar um að skrifa upp á víxilinn. En þá hefði hann orðið að segja honum allt. Og svo var það lika orðið of seint núna. Oskar frændi sigldi til Suður- Ameríku í dag. Ætlaði að verða burtu fáeina mánuði. Vixillinn hljóðaði upp á sex þús- und krónur. Bankinn mundi kaupa hann orðalaust, þvi að Óskar frændi var gott nafn. Vitanlega mundi bank- inn athuga undirskriftirnar, en Ósk- ar var fjarverandi og enginn hafði ástæðu til að gruna Eirík um vixil- fölsun. Hann liafði aldrei gert neitt sem varðaði við lög. Þegar liann fengi peningana ætl- aði hann að borga sjóðþurrðina á skrifstofunni. Þetta var eina leiðin. Nú var hringt. Eirikur hrökk við, eins og liann hefði verið staðinn að glæp. En hann heyrði glaðlega rödd .Askestads i símanum. Hann lagði símtólið frá sér hugs- andi. Það tók hann langan tíma að skilja hvers virði þessi frétt var fyr- ir hann. Tólf þúsund og fimm liundr- uð krónur! Honum var bjargað! Hann gat skilað sex þúsund krónum í sjóðinn og hafði meira að segja sex þúsund og fimm hundruð afgangs! Nei, þetta gat ekki verið satt. En það var satt! Það var óhætt að reiða sig á Askestad. Hann fleygði sér fram á skrifborðið og grét eins og barn. Þegar hann hann róaðist aftur tók liann víxilinn með fölsuðu undir- skriftinni og stakk honum í ofninn. Henning Askestad fór í rúmið aft- ur þegar hann hafði símað til kunn- ingjanna. Þetta hafði verið of mikil áreynsla. Hitinn.hafði yafalaust auk- ist við gleðiboðskapinn. Ilann lá og liugsaði um þetta nýja viðhorf og gerði framtíðaráætlanir, en allar hugsanir hans lentu í flækju. Það eina sem hann gat gert sér Ijóst var að hann ætlaði að hætta að vinna á skrifstofunni. Hann ætl- aði að hyrja á skáldsögunni, sem hann hafði gengið með i huganum svo lengi. Hann hafði nóg að bita og brenna að minnsta kosti eitt ár fram i timann, og liann þurfti ekki að taka tillit til neins, því að hann var ó- kvæntur. Hann ætlaði að byrja und- ir eins og hann kæmist á fætur. Þetta skyldi verða metsölubók, og síðan . . . Stórsigur. Nýjar skáldsögur. Frjálst lif, engar skyldur, engin bönd. Og jafnvel þó að skáldsagan mistækist hafði hann þó að minnsta kosti f«ng- ið tækifæri til að reyna hvað hann gat. En annars gat þetta ekki mis- tekist, ef hann gæti gefið sig allan að því. Nú var tækifærið mikla komið! Nú var dyrabjöllunni hringt. Hann slagaði fram til að opna og Malla frænka kom inn. „Eg mátti til að líta inn til þin,“ sagði hún. „Það er ekki gaman fyrir einhleyping að liggja veikur. Að þú skulir ekki gifta þig!“ Hann skalf svo að tennur glömr- uðu i skoltunum. „Nei,“ sagði hann. „Ekki ennþá. Ekki fyrr en ég verð ríkur og get boðið henni heimili eins og ég vil hafa það, þá . . . .“ „Maður á að una við það, sem mað- ur hefur,“ sagði Malla frænka. „Þú hefir góða stöðu, og þær eru eflaust margar, sem vilja eiga þig.“ „Hættu nú, hlustaðu á mig. Eg á tólf þúsund, skilurðu. Eg hefi unnið í liappdrættinu, og ég skal ávaxta þá peninga og margfalda þá. Eg liefi skáldagáfu, skilurðu." „Eg óska, þér til hamingjú," sagði Malla. „En.. ertu viss um að þú hafir skáldagáfu? Það er að vísu ansi smellið, sem þú skrifar í blöðin, en enginn skyldi taka munninn svo fullan að hann geti ekki kingt. Kauptu þér heldur lifeyri eða leggðu peningana i öruggt fyrirtæki. Öryggi i ellinni er betra en allt annað. Þú ætlir að gifta þig, Henning.“ „Skelfing ertu alltaf lijartnæm og hugulsöm," sagði Henning. „En held- urðu að þú viljir ekki gefa mér bolla af sjóðheitu vatni með sitrónusafa. Eg er svo skrambi slæmur. Það hringsnýst allt í hausnum á mér.“ Þegar Malla frænka kom inn til hans aftur með sitrónuvatnið var Henning sofnaður. Hún tók upp happ- drættismiðann, sem lá á borðinu hjá honum, setti upp gleraugun og skoð- aði hann vandlega og settist svo með prjónana sína. Þegar hún hafði prjónað um stund mundi lhin að það átti að vera sálma- söngur í útvarpinu. Hún opnaði og vaggaði höfðinu i takt við lögin, sem hún þekkti. Svo sofnaði luin. Hún vaknaði aftur við röddina i þulnum. Hann var að tala um um- ræðurnar á þingi sameinuðu þjóð- anna, verkföll og óeirðir og ýmsar ráðagerðir gegn verðbólgunni. Loksins lcom þetta: „Við endurtökum fregnina um liappdrættið. Fimmtíu þúsund krón- ur féllu á númer 34.479, þrjátíu þús- und krónur á númer 39.899, tuttugu þúsund á númer 5G8.772 og . . . Malla frænka tók upp liappdrættis- miðann og rýndi lengi. Svo tók hún hendinni á ennið á Henning. „Góðurinn mmn,“ sagði hún. „Þú hefir verið eitthvað ruglaður þegar þú hlustaðir á útvarpsfréttirnar klukkan sjö. Númerið sem vann er 34.479 en ekki 54.479.“ IJann horfði á hana sóttheitum augum. Svo hneig höfuðið út af á koddann. „Þú hefir víst rétt fyrir þér. Maður á ekki að gína yfir meiru en maður getur gleypt.“ „En þú hefir góða stöðu og þú hefir — skáldagáfu." Hann brosti. „Heldurðu það?“ Og svo sofnaði hann aftur. Eiríkur Lund stóð eins og stein- gervifingur við útvarpið löngu cftir að fréttalestrinum lauk. Svo fór liann að skrifborðinu. Hann tók upp nýtt víxileyðublað og reyndi með skjálfandi hendi að stæla rithöndina hans frænda síns. Allt í einu varð svipur hans ein- beittur. Hann skálmaði fram og aft- ur uni gólfið og valdi svo númer á símaskífunni. Andersen forstjóri svaraði sjálfur í símanum. „Gott kvöld, þetta er Lund. Eg hringdi til að segja yður að það er sjóðþurrð, hjá mér. Þetta eru sex þúsund krónur. Eg vildi seg'ja yður það áður en endurskoðunin kemst að því. Og ég vil ekki stelast undan á- byrgðinni af því, sem ég hefi gert.“ Eftir nokkrar sekúndur heyrðist rödd forstjórans aftur. „Eg hefi haft auga með yður lengi, Lund. Eg veit að þér hafið átt í ýms- um örðugleikum undanfarið og von- aði að þér munduð koma til mín. Það er alvarlegt mál að stela úr eigin hendi, og þegar snjóboltinn byrjar að velta þá er hætt við að hann stækki. En við skulum nú reyna að kippa þessu í lag með góðu í þetta sinn. Viljið þér koma inn á skrifstof- una til min klukkan tíu i fyrramálið? Þá getum við talað saman í einrúmi." Þegar Eiríkur hafði sleppt siman- um gekk hann aftur að skrifborðinu, tók nýfalsaða blaðið, sem hann hafði liaft svo mikið fyrir að skrifa og fleygði því í ofninn. Hann sat tals- vert langa stund áður en hann kveikti í því. Jóhann var kominn heim aftur. Hann sat i góða stólnum við útvarp- ið og hélt báðum höndum um höf- uðið. „Þessi bölvaður Askestad!“ tautaði hann. „Það var ekki nóg að hann sviki mig um vinninginn heldur hefi ég feugið inflúensuna hans lika. Allt i einu fann liann hönd koma við höfuðið á sér. Húu strauk strítt hárið, sem var farið að grána. „Þig langaði mikið til að eignast mótorbátinn, Jóhann!“ „Honum hefi ég orðið afhuga fyrir löngu. En ég var að hugsa um hve gaman það liefði verið að eignast nýja ljósakrónu hérna. Og nýjan gólf- dúk . . . .“ „Gamli lampinn hefir dugað í átján ár,“ sagði Magda. „Eg mundi sakna hans. Og gólfdúkurinn . . . Þessi á hér heima.“ STJÖJRN U LESTU R Eftir Jón Árnason, prentara. Nýtt tungl 23. maí 1952. Alþjóðayfirlit. Loftsmerkin eru yfirgnæfandi í áhrifum. Umræður miklar og blaða- skrif um heimsmálin og veltur á ýmsu. Framkvæmdaþrekið er frekar veikt, en jafnvægi frekar áberandi, því styrjaldarundirbúninguririn er vel á veg kominn. Þetta styrkist við tölur þær sem eru til staðar er nýja tungl- ið springur út. Hugrænu áhrifin eru yfirgnæfandi, þvi að 5 talan, tala Merkúrs, er i rauninni þreföld, talan 3, tala Júpíters, bendir á jafnvægið, sem styrkist við 8 töluna, tölu Satúrns, sem er útkomutalan og koma þar hygg- indin til greina. Tvitalan er tvöföld, neikvæða tala Tunglsins, sem bendir á daufa aðstöðu i fjárhagsmálunum. Lundúnir. — Nýja tunglið er í 7. húsi. Utanrikismálin mjög áberandi viðfangsefni og mikið um þau rætt og ritað. Eden hefur nóg að gera. Af- stöðurnar frenmr góðar, en þó dálítið óákveðnar. — Merkúr og Júpíter í 5. húsi. Framtak áberandi. Leiklist og leikarar undir fremur góðum áhrif- um og fjárhagsmálin fremur góð, en athugasemdir nokkrar gætu þó átt sér stað. — Mars í 11. húsi. Urgur og á- greiningur í þinginu út af framtaki og fjárhagsmálum, en hefur lítil áhrif á stjórnina. — Úran i 8. húsi. Bendir á dauðsföll vegna sprenginga, ikveikja og slysa. — Plútó í 9. húsi. Saknæmir verknaðir i sambandi við utanríkis- siglingar gætu komið í ljós. Berlín. — Nýja tunglið er 4 G. húsi. Verkamenn og málefni þeirra mun mjög á dagskrá og miklar umræður og blaðaskrif uni þau. Hálsbólga og kvef mun gera vart við sig. — Merkúr og Júpiter í 5. húsi. Iæiklist, leikarar og leikhús mun mjög áberandi á dag- skrá og rekstur þeirra uridir athygli. — Satúrn og Neptún í 10. húsi. Stjón- in á í miklum örðugleikum og við- skipti við aðrar þjóðir háð drætti og töfum. Úran í 8. húsi. Bendir á dauðs- föll meðal háttsettra manna vegna ikveikju eða sprenginga. Moskóva. — Nýja tunglið í 5. húsi, ásamt Venusi. Leikhús, leiklist og leik- arar mjög á dagskrá og veitt athygli Frh. á bls. Í4. „Steina veitti ekki af að fá eitthvað . . . og kápan þín . . . .“ Eg liefi ekki gengið í lienni nema tvö ár. Hún dugir mér í vetur líka. Heyrðu, Jóhanna . . . mér þykir svo leitt hvað ég sagði áðan, og mér sárn- ar að þú skyldir vera gabbaður, en mér gerir þetta ekkert til. Er ekki hægt að kaupa vélbát incð afborgun- um . . . .“ „Eg kemst af bátlaus,“ sagði hann. „Eg kemst bara ekki af án þín.“ „Og ég ekki án þín. Þess vegna verður þú að fara að hátta undir eins! Eg skal koma með eitthvað lieitt handa þér og finna sokk handa þér að vefja um hálsinn. Heyrðu Jóhann, þú ert vonandi ckki reiður við mig?“ „Vertu sæl, Miðjarðárhafsferð!" sagði Óli. „Vertu sæl íbúð og verlu sæl, loðkápa . . . .“ „En draumana eigum við áfram,“ sagði Sirrí. „Þá getur enginn tekið frá okkur. Og svo þykir mér lika svo vænt um þig, Óli!“

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.