Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1952, Blaðsíða 11

Fálkinn - 04.07.1952, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 — Þctta getur maður nú kallað þakklæti! — Hérna stendur um mann, sem arfleitt hefir konu að 50 þúsund krónum, fyrir að hún hryggbraut hann fyrir nokkrum árum. — Góða Olga frænka, þú veist ekki hvað okkur þykir gaman að hafa þij gestkomandi hérna nokkra dag! -N Erfið atvinna. — Og til hvers ætlarðu svo að nota peningana, lagsi? LITLA SAGAN Helge Krog: im ai niðju CATO WEIGAARD skólastjóri var á Sandaströnd með fjölskylduna sína í sumarleyfinu. Á Sandaströnd eru tvö gistihús frá fornu fari. Heilir annað „Grand“ og hitt „Central“. í ár var komið þarna nýtt gistihús. Eigandinn hafði í fyrstu hugsað sér iað kalla það „Metropol“. Það var með mesta semingi að liann fékkst til að haetta við þetta nafn á síðuslu stundu — fróðir menn höfðu fundið þvi stað í lærðum 'bókum að slíkt nafn gæti verið villandi á svona stað, eins og Sandaströnd var. Eftir ítarlega umhugsun liafði hann svo af- ráðið að nefna stofnunina „Terminus" og því nafni hét gistihúsið nú. En með þvi að Sandaströnd var ekki enda- stöð á neinni leið, var þetja nafn litlu heppílegra en hið fyrra. Cato Weigaard, sem var tungumála- maður og bar virðingu fyrir fornöld- inni og öllum sígildum verðmætum, blöskraði þessi nafngift, sem í hans auguin var vottur hins argasta sið- leysis. Og af því að samtal hans yfir miðdegisverðinum barst alltaf að þessu sauna, varð samkeppni um það milli binna gestanna að ná i neðsta sætið við borðið. Skólastjórinn sat efstur. í þessa baráttu þurfti bæði skarpskyggni og þol. Loks komst þó jafnan kyrrð á vígvöllinn. Þeir sigr- andi höfðu náð hefð á sætum sínum, og þeir tapandi — aðallega konur og börn — liöfðu sætt sig við orðinn lilitt og biðu eftir betri tímum. Og þeir kornu einn góðan veður- dag — alveg óvænt. Skólastjórinn •kvartaði undan dragsúg frá gluggan- um. Hann sneri sér til forstöðukon- unnar — og einn góðan veðurdag var hann kominn mitt á milli sigur- vegaranna. Aðeins einn þeirra hafði komist hjá meinlegum örlögum: sá sem hafði sætaskipti við skólastjór- ann. En — undir eins og gestirnir höfðu 'sigrast á lömuninni, sem af þessu leiddi, hófst sætastyrjöldin á ný. Og nú svifust menn einskis. Kon- um og börnum var smátt og smátt þokað í námunda við skólastjórann og einn góðan veðurdag sá hann að áheyrendahópur lians var orðinn sá sami og verið liafði áður en liann skijiti um sæti. Til þess að sýna skólastjóranum fulla sanngirni skal það tekið fram að það umræðuefni, sem spannst út af nafninu „Terminus“ var ekki það eina, sem hann hafði á dagskrá. Hann hafði annað efni til. Skólastjórinn var í bcrbergi, sem vissi út að stórum túnbletti. Þennan blelt notuðu synir baðgestanna, þar á meðal Tancred sonur skólastjór- ans, til knattspyrnuæfinga. Dreng- irnir spörkuðu knetti frá morgni til kvölds. Skolastjórinn horfði á þetta úr glugganum sinum og honum gramd- ist það. Ivnattspyrnan var í lians augum gróf og ófögur iþrótt — einn af mörgum vitnisburðum um rudda- skap nútímans og sívaxandi hnignun þjóðarinnar. Þetta var annað umræðu- efni skólastjórans. Cato Weigaard var orðinn sextíu og fimm ára. Og með því að hann hafði verið kennari í tuttugu og fimm ár og skólastjóri fast að því eins lengi. var hann alveg gersneyddur því að •hafa nokkurn skilning á sálarlífi barna. Hann var uppeldisfræðingur í húð og bár. Alla ævi sína hafði hann lagt kapp á að kenna öðrum, og þess vegna hafði hann ekkert lært sjálfur. — Heyrið þið drengir, sagði hann. — Á hverjum degi liefi ég horft á leik ykkar bérna á flötinni bak við gistihúsið. Þið eruð i knattspyrnu. Það er ruddaleg og brottaleg íþrótt. IJún þroskar ekki líkamann á sam- ræmdan liátt en eggjar hugann til grimmdar og bryðjuverka. Eg hefi nú hugsað mér að kenna ykkur aðrar íþróttir — hinar hellensku eða grisku. Þið munið sjálfsagt eftir Ólympíu- leikjunum úr sögutimunum? Skólastjórinn blaðaði í stórri bók. Hann sýndi drengjunum margar myndir og útskýrði þær: hlaupara, kringlukastara, spjótkastara og þar fram eftir götunum. — Nú skal ég segja ykkur til í 'þessum iþróttum einhvern næstu daga. Trésmiðurinn hérna er að smíða fyrir mig nokkur spjót og kringlur, og þegar það er tilbúið þá byrjum við. Einn af drengjunum benti á mynd í bókinni: — Hann er allsber þessi! sagði strákurinn. — Þetta er höggmynd, sagði skóla- stjórinn. Mynd af höggmynd. — En við getum ekki hlaupið um berir, sagði stráksi. — Nei, sagði skólastjórinn hugS- andi. Hins vegar ætti nú helst allt að vera í réttum stíl. Forn-Grikkir voru heldur ekki berir .... nú rof- aði allt í einu til fyrir honum .... nei, þeir voru 'berir að mitti. Og það skuluð þið líka vera, drengir. Undir eins og drengirnir voru komnir úr augsýn tóku þeir Tancred og lúbörðu hann. Það var ekki nema sjálfsagt, þvi að syndir feðranna koma niður á börnunum. Nú rann upp dagurinn mikli. Frú Katrín kona skólastjórans liafði aldrei þessu vant litið út eins og hún væri að hugsa um eitthvað, í nokkra daga. Annars var hún að jafnaði eins og fjarlægt bergmál af manninum sín- um. Hún var mögur o galveg flöt. Leit út eins og hún liefði legið lengi í klemmu milli grískrar og latneskrar orðabókar ........ og Jiannig bafði Tancred litli verið kreistur úr henni — öðru vísi var ekki hægt að skýra tilveru lians liér á jörðinni. — Er vert 'að ég komi með þér? sagði skólastjórafrúin. — Drengirnir eiga að vera berir. — Háttvísin er fögur dyggð, sagði skólastjórinn. — En bér á hún ekki heima. Drengirnir eru ekki berir nema niður að mitti. Og auk þess er mannslíkaminn fagur og harmonísk- ur — sérstaklega karlmannsins, — bætti liann við og leit á spóalappirnar á sjálfum sér. Allir gestirnir voru komnir til þess að horfa á Ólympíuleikana. Drengirn- ir höfðu verið látnir fara inn i skúr til þess að fara i íþróttabúningana. Skóla- stjórinn stóð með úrið í liendinni. Stundvislega klukkan tólf liringdi hann bjöllu. Það var merkið. Drengirnir komu skálmandi út úr skúrunum, tveir og tveir saman. Fyrst heyðist ofurlítið óp — skóla- stjórafrúin faldi andlitið í höndun- TÍSKUMYN DIR Maður getur líka bundið loðskinninu undir kragann, eins og sjá má á mynd- inni. Þetta er hermelín og fer vel við svart- og hvílköflólta dragt og svart tillegg. — Falleg undirföt með knipplingum. Yið komumst ekki hjá því að hafa knipplinga á nærfötunum í ár. Hér cr undirkjóll með knipplingum að of- an og neðan og náttkjóll hringskorinn að neðan og úr blúnduefni að ofan. — um. Svo skelliblátur frá áhorfendun- um. Skólastjórinn fölnaði. Drengirnir voru berir — upp að miðju. Nú er venju fremur notað lítið af loð- skinnum, en þau höfð góð. Hér er göngukjóll með bjórskinni um V-lag- að Lálsmálið. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.