Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1952, Blaðsíða 12

Fálkinn - 04.07.1952, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ARNOLD BENNETT: Silfurpeningarnir ^pemandi leijHitó^e^lu^aga 2. og leigt sér dálitla skrifstofu í Adelphi Terrace. Kynnin við Dolmer lávarð héldust, og þegar lávarðurinn réðst í það, eftir heppn- isdag í kauphöllinni að kaupa sér bifreið með fimm hestafla hreyfli, fóru þeir í ökuferð saman. Redgrave lærði von bráðar að stýra bíl af mikilli leikni, og af því að hann sá fram á að þessi tæki mundu verða þýðingarmikil í framtíðinni kom hann sér í kynni við eig- endur verksmiðju þeirrar, sem hafði selt Dolmer lávarði bílinn. Svo komu lélegir tím- ar. Þörfin fyrir einkanjósnara sem báru af að dugnaði („sérfræðinga" eins og Redgrave kallaði sig) virtist þverra mjög. Richard hafði ekkert að gera og var í þann veginn að velja sér annað starf til að beita hæfileikum sín- um í, er hann fékk bréf frá Dolmer lávarði, þar sem sagði að Simon Lock forstjóri og bankaráðið í British & Ssottish Bank hefðu verkefni handa honum, svo framarlega sem hann vildi taka það að sér. Þess vegna var hann nú staddur • þarna í bankanum við King William Street. Dolmer lávarður benti honum, þar sem hann sat í stólnum við dyrnar. — Má ég kynna yður framkvæmdastjóra okkar, herra Simon Lock — þér kannist vafalaust við nafnið — og meðbankastjóra mínum, sir Charles Custer. Redgrave hneigði sig og bankastjórarnir kinkuðu kolli. — Setjist þér hérna, herra Redgrave, sagði Simon Lock og benti á fjórða stólinn við borðið. Simon Lock var fullorðinn maður, grá- hærður, augun skörp og grá, stuttklippt yfir- skegg. 'Hann var kóngur í fjármálaheiminum. Framkoma hans var í samræmi við það orð sem af honum fór, en stundum lét hann bregða fyrir beiskjublandinni glettni. British & Scottish Bank var aðeins eitt af þeim mörgu fyrirtækjum, sem hann átti hagsmuna að gæta í. Til dæmis var hann einn aðalstjórn- andi voldugrar samsteypu stórra námufé- laga, og réð þar öllu, eins og í öðrum fyrir- tækjum sem hann kom nærri. Þegar hanri hafði orðið steinþögðu þeir báðir hinir, Dolmer lávarður og sir Charles Custer. — Við höfum gert yður orð samkvæmt ráð- leggingu Dolmers lávarðar .... mjög ein- dregnum meðmælum hans, byrjaði Simon Lock. — Hann segir okkur að þér séuð sér- staklega fróður um bílamálefni, og því ættuð þér að vera réttur maður í þessu tilfelli. Eg skal skýra þetta fyrir yður í svo stuttu máli sem ég get. Viljið þér skrifa yður til minnis? — Eg skrifa aldrei mér til minnis sagði Richard. — Það er öruggara að gera það ekki! Eg treysti minninu algjörlega. Simon Lock kinkaði kolli og hélt áfram: — Við rekum útibú í Kilburn, — High Street, og stjórandi þess heitir Raphael Craig. Hann hefir starfað hjá okkur í nálægt tutt- ugu ár. Hann er hálfsextugur. Ekkill og á tvær dætur. Hann kom til okkar úr írskum banka. Við höfum ekki haft neitt út á hann að setja sem bankamann. En fyrir mörgum árum settist hann að á búgarði miðja vegu milli bæjarins Dunstable og þorpsins Hock- liffe í Bedfordshire, nálægt sex mílur frá London. Þér skuluð setja það á yður að Dunstable stendur við hina gömlu, rómversku þjóðbraut Watling Street, sem liggur til Chester. Áður fyrr dvaldi hann ekki í Bed- fordshire nema um helgar, en síðustu árin hefir hann farið þangað oft í viku og stund- um daglega. Hann á tvo eða þrjá bíla, sem hann notar í þessar ferðir, og einu sinni hef- ir hann fengið sekt fyrir að aka of hratt. Þeir segja að hann aki frá Dunstable til London á einum klukkutíma. Þegar hann er í London hefir hann íbúð í bankahúsinu, sem við höf- um séð honum fyrir eins og öllum öðrum útibússtjórum okkar. — Þér segist ekki hafa neitt út á herra Craig að setja sem bankamann, tók Richard fram í. — Hann vanrækir þá ekki störf sín á nokkurn hátt? — Nei, þvert á móti. Hann er afbragðs maður og skyldurækinn, og útibúið okkar í Kilburn er meðal þeirra, sem bera sig best. En látið þér mig nú halda áfram. 1 fyrra dó einhver ættingi Craigs, föðurbróðir hans, held ég, sem var talinn geðveikur. Hann arf- leiddi Craig að hundrað þúsund sterlingspund- um, að mestu leyti ónotuðum silfurpening- um, er mér sagt, — þessi gamli okrari hafði haft þá ástríðu að safni silfri og geyma það í kjallaranum sínum eins og vín. Það skrítna finnst mér að Craig skyldi ekki segja upp stöðunni hjá okkur, eftir að hann varð efna- maður. Hvaða gaman getur hann haft af að stjórna smá-útibúi, úr því að hann þarf þess ekki með? Okkur hefir fundist þetta kyn- legt, já, grunsamlegt, segi ég. — Mjög grunsamlegt, muldraði- sir Charles Custer í skeggið. — Yður líkar vitanlega ekki að neinir starfsmenn bankans séu .... hvað á maður að segja — sérvitringar? — Nei, við fellum okkur ekki við það, herra Redgrave. Sérvitringar eru ekki æski- legir menn í bönkum. Svo er annað einkenni- legt atriði í málinu. Fyrir mánuði bar það við að gjaldkerinn í Kilburn-útibúinu, miðl- ungs starfsmaður en ábyggilegur, Feather- stone að nafni .... maður á sextugsaldri, en ekki nógu duglegur til að hægt væri að trúa honum fyrir hærri stöðu, en sem vissu- lega hefði ekki getað fengið sér neitt að gera ef hann hefði misst stöðuna hjá okkur .... sagði allt í einu upp stöðunni. Hann tilgreindi enga ástæðu fyrir uppsögninni, og Craig ekki heldur. Viku síðar framdi Featherstone sjálfs- morð. Þér hafið vafalaust lesið um það í blöðunum. Bækur mannsins voru í röð og reglu. Hann var ókvæntur, og lögreglan gat ekki fundið að hann hefði nokkur sambönd neins staðar. Jæja, svona er þetta nú, í stuttu máli. Viljið þér spyrja mig einhvers frekar? Redgrave hugsaði sig um. Sat og starði gegnum gullspangagleraugun. Svo sagði hann: — Aðeins eitt. Hvað viljið þið vita? — Við vitum eiginlega ekki hvað það er, sem við viljum vita, sagði Simon Lock. — Allt og ekkert, liggur mér við að segja. Grun- ur okkar er of veikur til þess að við getum komið orðum að honum, en sem stjórnendur stórs fjármálafyrirtækis verðum við að sýna varúð. Við viljum ekki segja herra Craig upp að ástæðulausu. Það væri óréttlátt .... og mundi ekki borga sig. Redgrave sagði: — Get ég kannske sagt að svo sé ástatt, að þér séuð að vísu ekki hræddur, en getið þó talið hugsanlegt að hér sé einhvers konar hneyksli í uppsiglingu, eitt- hvað sem mundi geta orðið álitshnekkir fyr- ir bankann? Og þess vegna óskið þið að fá að vita hvers vegna herra Craig fer svona oft milli Bedfordshire og London í bifreið. í öðru lagi: hvers vegna hann, sem á 100 þús- und sterlingspund, vill haida starfi sínu ^fram. Og í þriðja lagi: hvers vegna þessi Featherstone fyrirfór sér. — Alveg rétt, sagði Simon Lock ánægður. — Eg skal taka að mér að útvega upplýs- ingar um þetta, sagði Redgrave, með sjálf- traustssvipnum, sem honum var svo eiginleg- ur. — Og hvað kostar þetta? spurði Simon Lock. — Ekkert, ef mér mistekst. Og ef það tekst skal ég koma með reikninginn við síð- ara tækifæri. — Hvenær má ég búast við að heyra frá yður? — 1 síðasta lagi eftir mánuð. Síðar þennan sama dag labbaði Richard upp Edgware Road til Kilburn og leit á Kilburn-útbúið frá British & Scottish Bank .... að utanverðu. Það var ekkert eftirtekt- arvert við þetta hús. Richard tók minna eftir húsinu en veginum, þessari merkilegu sam- gönguæð, sem liggur í beina línu frá Marble Arch til Chester. Gömlu rómversku vegaverk- fræðingarnir höfðu látið allt annað víkja fyr- ir því að gera vegina sem stytsta og beinasta. Watling Street liggur þráðbeint upp ása og niður í dali. Eftir að þessi vegur hafði verið ónotaður í sextíu ár var hann nú orðinn einn af merkilegustu þjóðvegum Englands. Hjól- reiðamenn og bifreiðamenn höfðu skapað þar nýtt líf og nýjan ys, eftir langan svefn. Redgrave fannst þessi vegur ævintýra- og heillaboði. Hann þaut í huganum þessa sex kílómetra frá London til Dunstable og sá hið afskekkta hús Raphaels Craig, bankastjór- ans, bifreiðamannsins og erfingja að hundrað þúsund sterlingspundum í gljáandi silfurpen- ingum. Viku síðar kom Richard Redgrave til Dun- stable . .. . og hafði ekki setið auðum höndum síðan hann talaði við Simon Lock. Þetta var steikjandi heitur dagur, sem virtist hæfa þess- um syfjuiega smábæ, en í sólskininu naut gamla kirkjan og húsin þar sín vel. 1 Dun- stable er ekkert leikhús né hljómleikasalur, yfirleitt ekki neitt til að skapa líf og fjör í þessum æruverða bæ, nema þá sjaldan að þar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.