Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1953, Blaðsíða 2

Fálkinn - 20.02.1953, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Hér geijast ehhi nð druhhnnm mörnium Hafið hugfast - góður vefnaður þarf góða ummönnun! Yðar dýrmæti fatnaöur þarfnast LU X-meÖferðar. ^,"ii|,||iiirtiii«»"i«i|||1nð|il„i Silki, rayon, ullarfatnað- ur, sokkar og annar heim- ilisfatnaður endist miklu betur sé liann þveginn úr hinu milda froðumikla Lux-þvæli! Notið Lux í allan þvott. Lát/ið L U X vernda fatnaðinn. X-LX 677-BI4-S0 a LEVEll prod’jct iýtt trygðingaféloij, Vdtryggingflfélagið h.f„ stofnað VINSÆLDIR ÁFENGIS eiga sérstak- lega rót sína að rekja tii þess, að nienn verða mjög hrifnir af sjálfum sér, þegar þeir neyta þess. Menn Ijóma af sjálfsánægju, þegar þeir hafa vín um hönd, og gera ráð fyrir, að allir viðstaddir dáist að jieim líka. Þegar nokkur staup 'hafa verið drukk- in, iiðlast jafnvel vitgrönn dáuðyfii greind, djúphugð, fyndni og kven- ■hylli. Hinn drukkni maður er inn- blásinn frásagnaranda og sönghæfi- leikum, hann veit allt i einu, hvernig á að dansa rúmbu, og hann setur sig í nýjar og einkcnnilcgar stellingar. Hann, sem áður var svo.iítill, verður allt í einu svo stór. Jæja, hvað um það, þá geðjast mér betur að iionum litium. Þið megið ekki misskilja mig. Eg er ekki bindindismaður af því, að ég telji það vera liið eina rétta. Nei, bindindi mitt á ekkert skylt við rétt- lætiskennd. Fyrir nokkrum árum varð ég að hætta að bragða áfengi, og síðan hefi ég orðið að þola skripa- læti drukkinna vina minna án þess að vera undir áhrifum sjálfur. Og mér hefir sannarlega ekki geðjast eins vel að þeim og ætlast hefir verið til. Eg 'hefi aðeiris kynnst tveimur mönnum, sem áfengið hefir bætt. En báðir hafa óvenjulega hæfiieika til að vera elskulegir og þægilegir i við- móti. Drukkinn maður hefir yfirnáttúru- lega heyrn og sjón. Ilann kernur auð- veldlega auga á fórnariamb, sem hefir dregið sig út úr skarkalanum og reykjarmekkinum, sem jafnan er sam- fara samkvæmum, þar sem vín er haft um hönd. Allir skyldu varast að láta drukkinn mann króa sig af úti í horni, því að enginn kemst undan ásæknu augnaráði hans og þvingandi framkomu, fyrr en viðkomandi Iiefir játað fyrir honum allar syndir sínaiv Næsta mánuð forðast hann hins vegar fórnarlömhin eins og heitan eldinn af skömm og iðrun. Það er ómögulegt að halda uppi samræðum við drukkinn mann. Hversdagsleg orð fá óræða merkingu fyrir skynjun hans og cinföld 'hug- mynd verður honum hreinasta ráð- gáta, hversu lengi, sem liann glímir við liana. Af sundurlausum orðum drukkins manns má jafnan ráða, að hann fylgir einhverjum eða einhverju eindregið. Ef einhver samsinnir lion- um, reiðist 'hann, því að það þá glatar hann mikilvægri ástæðu fyrir ]iví að vera margorður. Tíminn gildir drukkna menn einu. Það er þess vegna ekki að furða, þótt þeir haldi út alla nóttina. Hefir þú nokkurn tima Icnt i því að reyna að l'á drukkna menn, til að slíta „gleð- skap“? Eg geri mér ætið ljóst, að min bíður erfið og löng barátta, áður en yfir lýkur, þegar ég kem á mannfundi, ]iar sem vin er haft um hönd. „Cocktail party“ eru allra áfengis- samkvæma leiðinlegust fyrir þátttak- endur, jafnvel þótt þeir séu ekki al- gáðir. Það er dapurlegt tákn mann- félagsþróunarinnar, að eftir alda- gamlan reynsluskóla skuli „cocktail party“ skipa öndvegissess í samkvæm- islífinu. Getur nokkurs staðar andlaus- ari dægrastyttingu en slík samkvæmi eru með öllu því tilgangslausa rápi og randi, sem þar er iðkað, þvinguðum brosum og tilgerðarlegu og vandræða- lcgu málskrafi? Það væri að vísu hægt að gera þessi samkvæmi stóruin verri, ef gest- gjafarnir léðu gestunum gjallarliorn. Drulcknir menn verða sífellt háværari eftir því sem áhrif áfengisins magn- ast. Þetta er eðlileg afleiðing hins aukna sjálfálits, sem þeir fá. Hverjum finnst sín atlnigasemd svo miklu * meira virði, en allar aðrar, að rétt sé að kalla hana upp, svo að hún komist á framfæri. Afleiðingin verður eðlilega sú, að menn gripa fram í hver fyrir öðrum, svo að ekki er lengur hægt að fylgjast með, hver það er, sem grípur fram i, og fyrir hverjum er gripið fram í. Enginn fær lokið setn- ingu. Mig hefir oft langað til að teikna slíkar samræður sem stofnlítið en kvistótt og smágreinótt tré. Þar vaxa margir, en lítilfjörlegir angar af sama meiði. Aðeins lítið eitt hefir verið nefnt. Væri þó ástæða til að minnast manna eins og þeirra, sem verða litilmótlegir, búralegir, önuglyndir, opinskáir o. s. frv. Hvernig á t. d. að svara manni, sem gerist svo djarfur að spyrja: „Konunni yðar geðjast ekki að mér, eða 'haldið þér það?“ Eg þekki nokkra menn og konur, sem halda virðingu sinni undir áhrif- úm áfengis. En er það ekki sóun á góðu viskýi, ef það megnar ekki að svipta fólk virðingunni? Eitthvert markmið var fjárútlátunum ætlað, og eitthvað verða menn að „hafa fyrir snúð sinn“, þótt ekki væri annað en að gera sig að athlægi og erkifífli. Eg er leiður á bröndurum í líkinga- máli og eldlegum áhuga, sem kviknar í áfengisvímu. Leiðindapésar í dag- legu fari skána sjaldnast, þótt þeir skvetti í sig. Þeir færast jafnan í auk- ana og fólk verður ennþá nieira fyrir barðinu á leiðindunum en áður. Tekið er til starfa í bænum nýtt tryggingafélag, Vátryggingafélagið h.f., sem tekur að mestu við vátrygg- ingstarfsemi Trolle & Rothe h.f. og Carl D. Tulinius & Co„ h.f. Hlutafé félagsins er 1,2 millj króna og það er allt innborgað, en stjórn félagsins skipa Carl Finsen, form., Bergur G. Gíslason varaform., og meðstjórnendur Friðþjófur Ó. John- son, Ólafur Georgsson og Árni Krist- jánsson. Félagið mun taka að sér allar teg- undir vátrygginga, er hér þekkjast, en auk þess hefir félagið í hyggju að auka verksvið sitt og taka upp nýjar Nci, mér geðjast ekki að drukkn- um mönnum. En drukknum mönnum stendur hjartanlega á sama, því að Framkvæmdastjóri félagsins er Ólafur Finsen og skrifstolustjóri Gisli Ólafsson. Fyrirtækin Trolle & Rothe og Carl D. Tulinius & Co„ sem hæði hafa starfað hér í bæ um árahil við traust og vinsældir, Trolle & Rothe stofnað 1910 og Carl 1). Tulinius stofnað 19211, munu ekki hætta starfsemi sinni, þótt hið nýja félag muni nú annast hana að verulegu leyti. Þau mnnu t. d. halda áfram að anna.st endurtrygg- ingar og miðlunarstarfsemi, en Trolle & Rothe hefir bifreiðatryggingar eftir sem áður, og heldur einnig áfram að vera umboðsmenn Lloyd’s í London að mínu dálæti á þeim væri algjörlega ofaukið. Þýdd grein eftir Don Herold. þeim geðjast svo vel að sjólfum sér, LEIÐIN TIL SJÁLFSFORRÆÐIS í SÚDAN. — Egyptar og Bretar hafa gert með sér samning um framtíð Súdans. Var hann undirritaður í Kairo fyrir skömmu. Eftir 3 ár fá Súdansbúar að velja milli sjálfsstjórnar cða sambands við Egyptaland. Hér sjást til vinstri enslti sendiherrann í Kairo, sir Ralph Stevenson, og til hægri Naguib hershöfðingi, sem undirritar samninginn. tegundir vátrygginga. hér á landi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.