Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1953, Page 5

Fálkinn - 20.02.1953, Page 5
FÁLKINN 5 John Godley: Berdreymi. Mig dreymdi hesta, — og þeir unnu! ÞEGAR ég lagðist til svefns föstu- dagskvöldið 8. marz 1946, hafði ég ekki hinn minnsta grnn um alla þá markverðu reynslu, sem ég átti eftir að verða fyrir næstu þrjú árin. Eg var þá við nám í Oxford, og dag- ufinn ihafði iiðið án þess að nokkuð sérstakt bæri til tíðinda. En um nótt- ina dreymdi mig, að mér fannst ég vera að lesa um úrslit veðhlaupanna í blaðinu daginn eftir. Eg mundi tvö nöfnin, sem efst voru á vinninga- skránni. — Bindal og Juladin. Eg vil taka það fram strax, að ég hafði aldrei áður haft slíka drauma, og að ég er enn mjög efagjarn á alit það, sem ég nú segi frá. Eg ætia að- eins að reyna að gefa hiutiæga lýs- ingu á þessum atburðum i iífi minu, án þess að ég viti, 'hvernig raunveru- lega stendur á þeim. Daginn eftir sagði ég nokkrum vin- um mínum frá þessum draumi, og margir þeirra komu sem vitni, þegar Iíreska sálarrannsóknafélagið tók þetta mál allt til athugunar. Mér tókst að komast yfir fáeina peningaseðla, sem ég borgaði lil umboðsmanns getraunanna ásamt því sem ég átti sjálfur. Klukkan rúmlega þrjú keypti ég dagblað. Bindal liafði sigrað, og ég taldi það alveg öruggt, að Juladin -sigraði líka. Illaupið, sem hann átti að taka þátt i, átti að hefjast kl. 4. Eg iiafði grætt 3 pund á Bindal og uns þykkur vökvi er í bollanum. Það þykir goðgá að nota sykur eða annað í þetta te og það er aðeins drukkið að lokinni máltíð. Að drekka te með matnum á japönsku faeimili mundi verða talin alvarleg móðgun — bæði við teið og húsbændurna. En teboll- inn skal tæmdur með ýmis konar til- burðum og hneigingum, í þremur stórum sopum og einum minni. í Persíu og Rússlandi cr samovar- inn — teketill með glóðarkeri eða olíuvél undir — miðdepiil heimilis- ánægjunnar. Þar er notað svart, kínverskt te, stundum soðið úr því lútsterkt og þyklU seyði, sem síðan er blandað með sjóðandi vatni frá samóvarnum. í báðum þessum lönd- um er ýmiss konar góðgæti látið i teið til bragðbætis, svo sem sykraðir á- vextir, sítrónusneið, alls konar kon- fekt og kökur. í Austurríki og Ung- verjalandi er rommi og rauðvini iiellt út i teið, en í Englandi aðeins sykur og mjólk eða rjómi, en mikið af livoru um sig. Skrítnasta te í heimi fær maður í Tíbet. Þar er notað kinverskt te, mal- að í salla og blandað með villijurtum og pressað í „te-teninga“. í jurtum þessum eru ýmis konar fjörefni. Þessir teteningar eru svo lirærðir út í flóaðri mjólk og salt og væn klípa af gráðasméri sett út í! Tíbetbúar segja að þetta sé langbesta te i heimi! flýtti mér nú að veðja þeim á Juladin. Juladin sigraði, — og það var víða glatt á lijalla í Oxford þetta kvöld. Fimmtudaginn 4. apríl, — 26 dög- um eftir fyrsta drauminn, — kom hið sama fyrir aftur. Eg var þá heima á írlandi í leyfi. Enn fannst mér sem ég væri að glugga í úrslit veðhlaupa og meðal vinningshesta var einn, sem Tubermore hét. Þegar ég kom niður til morgun- verðar sagði ég við fjölskyldu mína: „Mig hefir enn dreymt, hvaða hestur sigrar. Hann heitir Tubermore." Við búum 10 kílómetra frá þorpinu Killashandra og fáum póst aðeins einu sinni á dag. Það er að segja, að við fáum héraðsblaðið rétt fyrir há- degi, en Lundúnablöðin fáum við tveggja daga gömul. Það er mikil- vægt að gera sér grein fyrir þessu, iþví að það sannar, að ég get alls ekki hafa vitað það fyrirfram, að faestur með þessu nafni tæki þátt í hlaupun- um þennan dag. Til þess að fá upplýsingar um eitt og annað, getur maður verið nokkurn veginn öruggur með að fá þær hjá frú McGuinness, póstmeistara í ná- grannabænum Carrigallen. Á föstu- dagsmorguninn iiringdi ég til hennar og spurði, livorl upplýst væri að nokkur hestur með þessu nafni tæki þátt í veðhlaupum einhvers staðar í dag. Hún kvaðst ekki sjá nafnið Tubermore, en á veðhlaupunum í Ainiree væri getið hests, sem Tuberrose héti. Tubermore — Tuberrose. Eg marf að bróðir minn sagði: „Er það ekki skrítið, að Tuberrose skuli taka þált i veðhlaupunum eftir há- degi, og livorki eigandinn, þjálfarinn né knapinn hafa hugmynd um að hún vinnur. En Við vitum það!“ Við urðum að bíða, þar til klukkan var farin að ganga sjö, áður en við fengum að vita, að Tuberose hafði sigrað. Eg var, í sannleika sagt, eini maðurinn, sem veðjað hafði á hryss- una. Eg hefi síðan reynt að fylgjast með örlögum hennar í blöðunum, og hún hefir aldrei unnið upp frá þessu eitt einasta hlaup. Mig langar ekki til þess að særa hana, cn mér er samt næst að halda, að hún hafi heldur aldrei sigrað áður. Einnig nú voru að þessu mörg vitni. Fjórir úr fjölskyldu minni höfðu faeyrt mig segja drauminn við morg- unverðarborðið. En þetta var aðeins byrjunin. Eg fór aftur til Oxford, 28. júlí, — 116 dögum eftir annan drauminn, — dreymdi mig, að mér fannst ég vera á leiðinni i Randoiph-ihóte]ið til þess að sima umboðsmanni getraunanna. Eg man, að ég var að reylcja vindling, og þegar ég gekk inn i símaklefann, veitti ég því athygli, að loftið i klef- anum var mjög þungt. Eg talaði við skrifstofumann hjá umboðsmannin- um í London og sagði: „Þetta er Jo,hn Godley, sem talar. Viljið þér gjöra svo vcl að segja mér, hvaða hestur sigraði í seinasta hlaupi?“ Og hann isvaraði: „Andartak, — Monumentor, veð 2,25.“ Eg flýtti mér að klæða mig og hljóp út til þess að kaupa blað. í síðasta hlaupi hafði hestur, sem hét Mentores, tekið þátt. Hann var talinn einna sigurstranglegastur og i miklu dálæti, en veðgróði álitinn litill. Einnig að þessu sinni var dálítill mismunur á nöfnunum, — Monumentor og Men- tores, en orðið mentor var í þeim báðum. Eg símaði umboðsmanni og sagði: „4 pund á Mentores sem sigur- vegara." Eg var ásáttur við sjálfan mig um það, að ef Mentores ætti að sigra, yrði ég að fara eins að i vöku og ég liafði gert i draumnum. Þvi kveikti ég i vindlingi kl. 5 og gekk inn i síma- klefann í Randolph Hótel. Það var mjög þungt loft i klefanum. Eg hringdi til umboðsmannsins og bað skrif- stofumann að segja mér, hver sigrað hefði í seinasta hlaupi. Hann svar- aði: „Mentores, veð 2,25.“ Næsta draum dreymdi mig í Oxford nær einu ári síðar, aðfaranótt laug- ardags 14. júní 1947. Mig dreymdi, að ég væri viðstaddur veðreiðar, og einn hestanna sigraði með miklum yfirburðum. Eg vissi ekki, livert nafn hans var, en ég þekkti knapann, — það var Ástralíumaðurinn Edgar Britt og eins gat ég ráðið það af litunum i fötunum ihans, að eigandi hestsins væri indverski furstinn af Baroda. Jafnskjótt og hlaupinu var lokið, hófst annað, — á þann óraunverulega hátt, sem slikt gerist alltaf í draumi. Eftirlætið i þessu lilaupi hét The Bogie, og þegar hestarnir nálguðust markið, gat ég heyrt áhorfendurna' hrópa: „Uppá'hakiið vinnur! The Bogie!“ Mitt í þessum ógnar hávaða vaknaði ég. Tveir nýir draumar! Eg flýtti mér i fötin, og i blöðunum sá ég, að furst- inn af Baroda hafði tilkynnt þátttöku eins af hestum sínum á veðreiðum i Lingfield seinni hluta dagsins. Sá hét Baroda Squadron, knapi Edgar Britt. í næsta hlaupi átti sá hestur að taka þátt, er The Brogue hét. Þetta nafn minnti ekki svo litið á nafnið i draumnum The Bogie. Eins og liest- urinn, .sem ég hafði séð, var þessi talinn líklegur til sigurs. Er ég faafði hringt til getraunanna, gekk ég á fund vinkonu minnar, sem faeitir Angelica Bohm, en hún hafði ávallt sýnt mikinn áfauga á máli þessu.“ Að henni viðstaddri og fólki henn- ar, skrifaði ég nákvæma lýsingu á draumi mínum. Síðan gengum við til póstfaússins, og í viðurvist póstmeist- arans var skýrsla min lögð í innsigl- að umslag, skráð á það dagur og stund og læst niður í peningaskáp póstihússins. Bæði Baroda Squadron og The Brogue sigruðu. Stór'blað eitt í Lundúnum liafði heyrt um drauma mína og sendi fréttamann til þess að hafa tal af mér. Þegar úrslit hlaupsins urðu kunn, gengum við saman til pósthúss- ins til þess að sækja hina innsigluðu greinargerð mína. Umslagið var rifið upp í návist póstmeistarans og dag- inn eftir birti blaðið alla söguna á forsíðu: Maðurinn, sem sér inn í fram- tíðina. Heilt syndaflóð af bréfum tók nú að streyma að mér, alls staðar að úr heiminum, — stundum 200 á dag. í 9 tilfellum af 10 báðu brófritarar mig að segja sér frá því, þegar mig dreymdi næst. Nokkrir sendu pen- ingaseðla, sem ég átti að veðja á hesta fyrir þá. Aðrir voru fiisir til þess-að láta allt, sem þeir áttu, og skyldi ég- fá vissan hundraðshluta af gróðanum. Mér voru boðnir peningar, gullliring- ar og demantsarmbönd. Eg svaraði öllum bréfum og hafnaði öllum til- boðum. Ef þetta hefði verið i ævintýri, þá mundu draumarnir hafa haldið áfram á sama faátt. Að lokum hafði ég veðj- að stórfé á algjörlega vonlausan hest, fengið 500 fyrir 5 og siðan dregið mig í hlé sem forríkur maður. En svona átti það nú samt ekki að fara. í október 1947, fjórum mánuðum eftir síðasta draum minn, sneri ham- ingjan við mér baki. (Eg hefi stundum verið að faugsa um, hvort það hafi verið hefndargyðjan, sem sló mig, þar sem ég hafði notfært mér yfirskilvit- lega gáfu í gróðaskyni). Mig dreymdi að ég var á gangi úti á götu, og allt í einu heyrði ég að verið var að endurvarpa um hátalara í einni versluninni frá veðrciðunum í Cambridgeshire. Eg lagði við hlust- irnar, en í sama vetfangi stöðvaðist endurvarpið og ég sagði við vegfar- anda nokkurn: „Gætuð þér gjört svo vel og sagt mér, hvaða hestur vann?“ „Það var Claro, sem vann,“ svaraði hann einkennilega kæruleysislega. Þar með var draumurinn búinn. Daginn eftir veðjaði ég á Claro og hlustaði síðan á endurvarpið með nokkrum kunningjum mínum. Það var ekki svo mikið sem minnst á Claro. Þrátt fyrir ástríðuþrunginn áhuga minn á veðreiðum, tókst mér i des- ember 1947 að Ijúka háskólaprófi. Eg gerðist upp frá þvi blaðamaður við Daily Mirror í London. Eg var fjarri þvi að vera uppnæmur, þegar mig dreymdi næsta draum minn föstudaginn 14. janúar 1949. Mig dreymdi, að ég sæti i ritstjórnarskrif- stofunni og sæi einn starfsbróður minn punkta hjá sér úrslit veðreið- anna þennan dag. Af tilviljun varð mér litið á eitt nafn sigurvegaranna, — Timocrat. Þessi faestur þótti ekki sigurvæn- legur og faeilbrigð skynsemi sagði mér, að ég ætti að faalda mér að eftirlætis- klárnum Prince Rupart. En ég gat ekki að inér gert og veðjaði á Timocrat. Hann varð fyrstur. Þriðjudaginn 10. febrúar 1949 dreymdi mig síðasta drauminn. Mér fannst ég vera að lesa um það í sunnudagsblaðinu, hvernig Monk’s Mistake og Pretence ‘hefðu sigrað. Hvorugur hafði orðið sigurvegari i eitt einasta skipti á þessu ári, og ég faafði ekki, í sannleika sagt, búist við að þeir tækjii þátt i falaupum þennan dag. Morguninn eftir uppgötvaði ég, mér til hiestu furðu, að þátttaka Monk’s Mistake og Pretence var tilkynnt í hlaupunum laugardaginn 12. febrúar! Til þess að liafa sannanir á reiðum faöndum liripaði ég á pappírsmiða: „Eg lýsi hér með yfir, að mig dreymdi ]iað í nótt að Monk’s Mistake og Pretence yrðu livor um sig sigurveg- arar sama daginn. Báðir þessir hestar taka þátt í falaupunum á morgun.“ Eg undirritaði yfirlýsinguna, setti hana í innsiglað umslag og fékk það i hend- ur einum af eldri starfsbræðrum mínum. „Viltu gera mér greiða?“ spurði ég. „Geymdu þelta og lestu það ekki fyrr en kl. 5 á inorgun síð- degis.“ Þegar faann tók við umslaginu, liorfði faann framan i mig og sagði: „Leggðu eitt pund undir fyrir mig.“ „Já, ég skal gera það í þetta cina sinn. En ég geri það á þína eigin ábyrgð.“ Engir veðjuðu á Monk’s Mistake og Pretence. Ef maður héldi sér að öðr- um og veðjaði síðan vinningnum á hinn, gat það gefið i aðra hönd um 100 fyrir 1. Með þvi að leggja undir 5 pund gæti ég grætt 500. Með 20 yrðu það 2000. Eg varð alltaf vissari i minni sök. Nú var minn mikli tími Framhald á bls. 10.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.