Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1953, Side 6

Fálkinn - 20.02.1953, Side 6
6 FALKINN FRAMHALDSSAGAN: FJÓRAR Sutch opnaði dyrnar og þeir fóru fram í ársalinn. Þjónarnir voru hátt- aðir fyrir löngu. Durrance stóð um stund þegjandi frammi fyrir liúsbóndanum. — Góða nótt, sagði hann svo og jmeifaði fyrir sér eftir handriðinu. Svo gekk hann upp í svefnherbergið. XXIII. Föðurbæn. Sutch fór seint að hátta en morg- uninn eftir var hann samt snemma á ferli. Hann vakti allt heimilisfólkið, raðaði niður í ferðatöskurnar sínar og reif allt upp úr þeim hvað eftir annað og það gekk svo mikið á fyrir honum að hann var að minnsta kosti lielmingi lengur en hann var vanur, að taka saman farangurinn. Hann var allur i uppnámi eins og strákur, og kannske var það ekki láandi. í þrjátíu ár hafði hann neyðst til að vera óvirkur maður, en nú hafði kraftaverkið gerst og nú hafði liann fengið verkefni, sem þarfnaðist at- orku, lagni og einbeittni. Hann var gagntekinn af ákafa í að hefjast handa. Hann hlakkaði til að komast af stað, en var hræddur um að eitt- hvað babb kæmi kannske í bátinn á síðustu stundu, svo að hann yrði að setjast aftur. — Eg verð ferðbúinn seinnipartinn í dag, sagði hann við Durrance er þeir sátu yfir morgunverðinum. — Eg hefi hugsað mér að fara með næt- urestinni suður yfir meginlandið. Við getum orðið samferða til London — j)að er i leiðinni til Wiesbaden. — Nei, svaraði Durrance. — Eg á dálítið ógert áður eji ég fer frá Eng- landi. Það er heimsókn. Þér gáfuð mér hugmyndina i gær. — Hvað eigið þér við? — Feversham hershöfðingja, svar- aði Durrance. Sutch lagði frá sér hníf og gaffal og horfði forviða á gestinn. — Hvaða erindi eigið þér við liann? spurði hann. — Eg ætla að segja honum að Harry hafi hreinsað sig af ásökun- um og að hann sé enn að þvi. Þér sögðuð i gærkvöldi að þér væruð bundinn heiti um að mega ekki segja honum neitt af syni hans. En ég cr frjáls að því og mér finnst ranglátt að hann fái ekki að vita neitt. Það er vaflaust ekki neitt í heiminum sem særði 'hann meira en að fá sannanir fyrir því að sonur hans væri bleyða. Hann mundi eflaust hafa þolað betur að heyra að liann væri morðingi eða þjófur. í dag ætla ég til Surrey til að segja honum að Ilarry hafi aklrei verið ragmenni. Sutch liristi höfuðið. — Hann skilur það ekki. En vitanlega verður hann yður þakklátur. Og hann gleðst yfir að heyra að Harry hafi endurheimt virðingu annarra, en hann skilur aldrei ástæðuna til þessa máls i heild. Það sem honum þykir vænst um er að heiðri ættarinnar hefir verið bjargað. — Eg er ekki sammála yður um það, sagði Durrance. — Eg lield að gamla manninum þyki mjög vænt um son sinn, jafnvel þó að hann fengist aldrei til að játa það. Eg fyrir mitt 21. FJAÐRIR leyti kann mjög vel við Feversham hershöfðingja. Sutch hafði ekki séð fornvin sinn nema sjahlan síðustu fimm árin. Hann gat ekki fyrirgefið sökina sem hann átti á óförum Harrys. Ef hershöfð- inginn hefði sýnt ofurlítinn skilning á sálarlifi sonar sins l)á hefðu hvítu fjaðrirnar aldrei komið til sögunnar. Hann hafði enga hugmynd um að liann átti sjálfur sök á hvernig farið hafði, en taldi sig eins konar píslar- vott vegna þess, að sonur lians hafði orðið öllum forfeðramyndunum til vansa. Sutch gat ekki talað við liers- höfðingjann um þá hluti. Hann þóttist viss um að engin rök mundu bíta á gamla þrákálfinn. — Það eru ekki margir sem hugsa eins mikið um aðra og þér gerið, sagði hann og horfði á Durrance. Sjálfur hafði hann ekkert hugsað um gamla Feversham í þessu sambandi. — Eg verð að reyna að hugsa um aðra til þess að bjarga sjálfum mér, sagði Durrance. — Blindir menn verða alltaf sjálfselskir, og ég er að reyna að spyrna á móti þvi meðan ég get. Hann kom til Broad Place upp úr nóninu. Feversham hersliöfðingi var nú kominn fast að áttræðu. Hann var jafn beinn í baki og forðum þegar hann sýndi Krím-vinunum sinum Harry í fyrsta skipti, en hann var ekki eins hár og andlitið hafði gengið saman. Það voru ekki nema tvö ár liðin síðan Durrance hafði spígsporað þarna á svölunum með hershöfðingj- anum, og J)ó að hann væri orðinn blindur fann liann að árin höfðu kom- ið við gamla manninn. Hann var þung- lamalegri í gangi og röddin var orðin hrjúf. Hafi hann grunað í hvaða erindum Durrance var kominn lét hann að minnsta kosti ekki bera á því. Hann hringdi og svo var borið fram te í stóra salnum með forfeðramyndim- um. Hann spurði um ýmsa foringja í Sudan, sem hann hafði þekkt fyrrum, hann rökræddi hermálaráðstafanir stjórnarinnar og var hræddur um að allt færi i ólestur. — Allt fer-á verri veg ýmist fyrir óhöpp eða óstjórn, sagði hann gram- ur. — Jafnvel ])ér, Durrance, eruð ekki sami maðurinn og fyrir tveimur árum. Háttvísin liafði aldrei verið lians sterka hlið, og það bætti ekki úr skák að hann hafði lifað sem einbúi í svo mörg ár. Durrance hefði getað svarað „þökk, sömuleiðis“, en hann vildi ekki vera ókurteis. — Eg kcm í söniu erindum nú og þá, sagði hann og ekki annað. Feversham rétti úr sér i stólnum. — Og þér fáið sama svarið hjá mér. Eg hefi ekkert að segja um Harry Feversham. Eg ætla mér ekki að tala um hann. Hann sagði þetta kuldalega eins og hann væri að tala við óviðkomandi mann. Durrance fór að hugsa um hvort allt sem héti tilfinningar væri gersamlega afmáð úr honum. — Yður langar þá ekkert til að frétta hvar Harry hefir hafst við síð- ustu fimm árin, og hvar hann er nú? Nú varð þögn — ekki löng, en þó þögn — þangað til Feversham svar- aði: — Ekki minnstu vitund, Durrance ofursti. Svarið var ekki hughreystandi en Durrance liafði tekið cftir þögninni. — Viljið þér ekki heldur heyra hvað hann hefir liaft fyrir stafni? — Mér stendur alveg á sama um það. Mig langar ekki til að hann svelti í hel, og málaflutningsmaðurinn minn segir að hann láti vitja peninganna sinna reglulega. Meira vil ég ekki vita, Durrance. SIR ROBERT MANSERGH general- lautinant í her Breta á með vorinu að taka við stjórn á norðursvæði Atlantshafshersins í stað sir Patrick Brinds aðmíráls. — Eg baka mér vísvitandi reiði yðar, hershöfðingi, sagði Durrance. — Það getur verið hyggilegt stundum, að hlýða ekki þeim sem hærra eru settir. Þér getið vitanlega rekið mig út, en nú ætla ég að segja yður hvern- ig syni yðar og vini mínum liefir vegnað síðan hann fór frá Englandi. Feversham hershöfðingi hló. — Eg get skiljanlega ekki rekið yður út. Röddin varð liörð aftur. — En mér finnst þér núsnota gestrisni núna óþarflega mikið. — Það er vafalaust, sagði Durrance rólega og fór svo að segja frá. Hann minntist á hvernig bréf Gordons hershöfðingja hefðu fundist aftur, talaði um samfundi sina og Harrys og að hann sæti nú i fangelsi í Omdurman. Og lauk frásögninni með þvi að segja að Sutch liðsforingi væri lagður af stað og ætlaði til Suakin. ÓVÆNT VEIÐI. — Þrír Sikhar frá Ðelhi fóru á fuglaveiðar, en komu aftur með — tígrisdýr. Þeir rákust á konungtígris rétt fyrir utan borgina og var hann sár eftir viðureign við aðra veiðimenn. Drápu þeir dýr- ið með byssuskoti og spjótsstungum og drösluðu því inn í borgina á mótorhjólunum sínum. — En það vakti óhug hjá borgarbúum að vita tigrísdýr svona nálægt borginni.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.