Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1953, Blaðsíða 7

Fálkinn - 20.02.1953, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 FRÚ PANDIT HJÁ NAGUIB. Vijayalakshmi Pandit, systir Nehru, hefir verið á ferð í Egyptalandi og Líbanon og hjtti Nagui'b einvalds- herra að máli. I miðjunni er Sardar Pannikar, sendiherra Indlands í Egyptalandi. Hershöfðinginn lilýddi á án þess að taka nokkurn tíma fram í og án þess að hreyfa sig í stólnum. Durr- ance gat hvorki lesið Jiugrenningar hans né giskað á þær, en það var þó nokkurs virði að hann tók ekki fram í fyrir honum. Feversham sat þögull nokkra stund eftir að Durrance hafði lokið sögunni. Hann tók hendinni um augum og sat þannig. Vegna ættarsambandsins gat hann ekki látið myndirnar á veggj- unum 'hjá, að hann viknaði við að frétta að heiðri sonar hans væri borgið. — Það sem ég ekki skil, sagði hann hægt, — er hvers vegna Harry fór úr hernum. Og nú skil ég það enn ver, eftir að þér hafið sagt mér hve hugrakkur hann er. Það er ógerning- ur að skýra það, cn vitanlega getur þetta komið fyrir. Eg verð að játa að mér þykir afar vænt um að þér sögðuð mér þetta, Durrance. — Eg gerði það í ákveðnum til- gangi. Þér ráðið því vitanlega, en mér er óskiljanlegt hvers vegna Harry ætti ekki að koma heim aftur og endurheimta allt það, sem hann hefir afsalað sér. — Hann getur ekki endurheimt það allt. Og það væri heldur ekki rétt. Hann verður að gjalda gerða sinna. Hann á enga framavon. — Nei, ekki í liernum, en hann getur tekið eitthvað annað fyrir. Mun- ið að hann er ungur maður ennþá. Og liðsforingjaheitið er það eina sem liann hefir nn'sst. Feversham leit snöggt á Durrance, opnaði munninn og ætlaði að segja eitthvað en hætti við. — Ojæja, sagði hann svo, eins og þetta skipti ekki miklu máli. — Ef Sutch getur bjargað Harry úr fang- elsinu i Omdurman, finnst mér líka óskiljanlegt livers vegna hann ætti ekki að koma heim. Durrance stóð upp. — Þökk fyrir, hershöfðingi. Ef ég gæti fengið vagn á brautarstöðina, gæti ég náð í braut- ina til borgarinnar klukkan sex. — Þér megið til með að vera í nótt? ságði Feversliam. — Það er ekki hægt. Eg fer til Wiesbaden snemma i fyrramálið. Feversham hringdi og bað um vagninn. — Eg hefði haft gaman af að þér hefðuð getað orðið hérna leng- ur, sagði hann við Durrance. — Það koma svo sjaldan gestir hingað. Og mér finnst mig ekki langa að hafa gesti heldur. Maður verður gamall og dyntóttur. — En þér haldið upp á Krímkvöld- in? sagði Durrance glaðlega. Feversham hristi höfuðið. — Ekki síðan Harry fór. Eg hefi ekki liaft skap í mér til þess, sagði hann hægt. Harði svipurinn mildaðist. Fevers- ham liafði liðið mikið þessi siðustu fimm ár, en engan af vinum hans hafði grunað það. Út á við var hann jafn kaldur og hermannlegur og áður. •Honum var keppikefli að enginn skyldi geta bent á liann og sagt: — Hann er orðinn skar! En gagnvart Durrance reyndi hann ekki að leyna hve illa honum leið. Ofurstinn skildi vel að gamansögur gömlu félaganna úr stríðinu voru ein og salt i opið sár. Saga um hetjudáð særði liann jafn mikið og saga um bleyðuskap. Að hann hafði ekki gam- an af Krímkvöldunum sinum, sýndi •best hve mikill einstæðingur hann var orðinn. Það urgaði í mölinni undan vagn- hjólunum fyrir utan. — Verið þér sælir, sagði Durrance og rétti fram höndina. — Það kostar mikið fé að undir- búa flóttann frá Omdurman, sagði Feversham. — Sutch hefir enga pen- inga. Hver ætlar að borga? - Eg. Feversham tók fast i höndina á honum. — Eg hefi forgangsréttinn til að gera það, sagði hann. — Auðvitað. Eg skal láta yður vita hve mikill kostnaðurinn verður. — Þakka yður fyrir. Feversham hershöfðingi fylgdi gesti sinum til dyra. Svo gekk liann hægt inn i ársalinn aftur. — Það er ástæðu- laust að hann komi ekki heim aftur, •sagði liann og leit á málverkin á veggjunum. Heiðri forfeðranna er borgið. — Bara að hann gæti komið bráðum! sagði hann hrærður. Og nú fór hann að hugsa um allar hætturn- ar, sem flóttanum væri samfara. Hann játaði með sjálfum sér að hann væri orðinn gamall og þreyttur, og hvað eftir annað endurtók hann þessa bæn: — Guð, láttu hann Harry koma fljótt! Hann sat lengi á uppáhalds- bekknum konunnar sinnar úti á svölunum og starði út í tunglsljósið. XXIV. Fangelsi skelfinganna. Fangelsið í Omdurman var i aust- urjaðri bæjarins. Ömurlegri höfuð- staður mun tæplega til i veröldinni siðan i örófi alda. Þar sást ekki nokk- urt blóm, ekki eitt grasstrá, ekki eitt tré. Mórauð slétta, harðbökuð af sólinni, og þarna hafði verið byggður svokallaður bær með þröngum sund- um og hrörlegum hreysum, fullum af óþrifum og smitandi sjúkdómum. Engin 'byggð var milli fangelsisins og Nilar, og föngunum var leyft að brölta niður að ánni i hlekkjunum, til að fá sér að drekka og þvo sér, ef þeir vildu. Þess vegna var ekki ógern- ingur að fiýja, þegar innfæddir menn og svertingjar áttu lilut að máli. Meðfram árbakkanum lá alltaf fjöldi af bátum og þangað kom fólk úr bænum til að versla. Þarna var alltaf margmenni og líf, fangarnir hittu kunningja sina, báru saman ráð sin um hvernig þeir ættu að flýja, og læddust svo gegnum þvöguna til næsta járnsmiðs, sem hætti á að hjálpa þeim þegar hann fékk hlekkina af þeim fyrir vikið. Hlckkirnir vöktu enga athygli i Omdurman. Þrælarnir voru alltaf í járnum og hringlið í lilekkjunum var eitt af þvi sem ein- kenndi hinar viðbjóðslegu götur i Omdurman. En þegar Evrópumenn áttu i hlut var vandinn meiri að flýja. Hvitu fangarnir voru ekki margir og þess vegna var tekið eftir þeim. Ef þeir ætluðu að reyna að flýja urðu þeir að hafa úlfalda til taks úti í eyði- mörkinni góðan spöl frá bænum, og og það kostaði mikið fé og áreiðanlega innfædda menn, sem ekki svikust undan merkjum ef eitthvað bjátaði á. Trench ofursti var farinn að verða vonlaus. Hann vissi að vinir hans voru að reyna að bjarga honum. Drengurinn sem færði honum mat livíslaði stundum að honum að hann skyldi vera viðbúinn. Á hcrsýningun- um var hann stundum leiddur fram og sýndur öðrum til viðvörunar: þannig færi fyrir óvinum bæjarins. Tvisvar sinnum hafði innfæddur maður linippt i hann í þrengslunum á árbakkanum og hvislað huggunar- orðum að honum. En ekkert gerðist. Á hverjum degi bakaði sólin eyði- mörkina jafn miskunnarlaust, dag- arnir urðu vikur og vikurnar mán- uðir. Og engin bjargvættur kom. Kvöld eitt i lok ágústmánaðar, sama árið sem Durrance kom blindur heim frá Sudan, sat Trench ofursti i einu horni fangagirðingarinnar og horfði á sólina, sem var að hniga i vestri. Hitinn hafði verið voðalegur þennan dag, en hann var samt ekkert i sam- anburði við skelfingarnar sem komu á lcvöldin. — Þegar fór að skyggja kom Idris-es-Saier, digri blámaður- inn og hinir fangaverðirnir. — Inn í Steininn með ykkur! Stynjandi og bölvandi reyndu fang- arnir að komast sem fyrst inn úr þröngum dyrunum, þvi að svipurnar dundu alltaf á þeim, sem aftastir voru í hópnum. Um þrjátíu fangar liöfðu þegar lagst fyrir á moldargólfinu þarna inni. Sumir sátu upp við vegg- inn, og flestir voru fárveikir. Svo voru tvö hundruð í viðbót reknir inn. Vistarveran hefir ef til vill verið þrjátíu fet á hvorn veg, en í miðju var fjögurra feta stólpi, sem hélt þak- inu uppi. Enginn gluggi var á þessari myrkvastofu, en örsmá vindaugu uppi undir lofti. Inn i þetta pestarbæli voru fangarnir reknir emjandi og bölvandi. Svo var dyrunum lokað og aldimmt inni, svo að ómögulegt var að sjá hver nágranninn var, sem var að troða mann undir. Trench ofursti barðist íyrir tilver- unni eins og allir hinir. Það var liorn SÖGULEG KAPPSIGLING. — Síðan á 13. öld hefir verið háð nokkurn veginn árlega kappmót gondólaræð- anna úr hinum níu borgarhverfum Feneyja, síðast í byrjun september. Skeiðið sem róið er er sjö kílómetra langt, og núna vann Albini del Rossi mótið. Hann er gondólaræðari en selur auk þess limónaði. Myndin er tekin þegar bátarnir cru skammt frá Rialto-brúnni frægu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.