Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1953, Side 12

Fálkinn - 20.02.1953, Side 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: Karl í krapinu 10. — Það er jafn hressandi fyrir þreyttan ferðamann að hitta annan eins mann og yður og það væri að fá glas af köldu vatni í miðri eyðimörkinni Sahara, sagði Webster og tók upp seðlavöndul. — Þér skuluð nú biða með gullhamrana þangað til ég hefi séð hvort nokkur klefi er til, sagði maðurinn og tók farþegalistann. — minnsta kosti eru engar horfur á að þér getið fengið hvítan klefanaut. Flest nöfnin eru býsna suðræn. Bíðið þér nú við, hérna sé ég að klefi nr. 34 hefir verið tekinn frá handa manni, sem ætlaði að láta vita fyrir klukkan tvö hvort hann notaði hann eða ekki. Núna vantar klukkuna kortér í eitt. Ef maðurinn lætur ekki heyra frá sér fyrir tvö fáið þér bæði rúmin í klefanum. Viljið þér gefa mér nafn yðar og heimilisfang hér, þá skal ég hringja til yðar. En til bráðabirgða tryggi ég yður annað plássið í þessum klefa. Með leyfi, nafnið var . .. . ? * — John S. Webster. Eg dvel á Hotel St. Charles. Þakka yður kærlega fyrir. — Viljið þér gera svo vel að vera heima við klukkan kortér yfir tvö, hr. Webster. Þá skal ég láta yðar heyra frá mér. Webster borgaði annan farmiðann og fór heim í gistihúsið. Klukkan var stundvíslega kortér yfir tvö þegar afgreiðslumaðurinn hringdi og sagði honum að plássið í klefa 34 hefði verið afbeðið, svo að nú gæti hann feng- ið bæði rúmin. — Viljið þér gefa mér nafnið á þjóninum yðar, þá þurfið þér ekki að gera yður ferð hingað aftur. Eg útfylli bara miðann og sendi hann á gistihúsið. Og þér getið undirskrifað farmiðana og afhent sendlinum peningana. — Ja, þjónninn, sagði Webster. — Svei mér ef ég hefi ráðið hann ennþá. — Nei, það skiptir engu máli. Hann verður vafalaust strandaglópur hvort sem er — er það ekki? — Jú, alveg rétt. En ef ég útvegaði mér þjón þá held ég að hann mundi heita Andrew eða Martin. — Mig minnir að ég hafi einhvern tíma lesið reyfara um þjón, sem hét Andrew Bow- ers, sagði afgreiðslumaðurinn. — Bowers er gott og gamalt nafn. Við skul- um skíra hann Andrew Bowers, sagði Webster. — Þakka yður fyrir. Og þá skrifið þér Andrew Bowers á annan farmiðann. En mun- ið þér að gleyma ekki nafninu. Hálftíma síðar kom sendill frá eimskipa- félagsafgreiðslunni með tvo farmiða. Webster borgaði guðsfeginn, þó að hann yrði að borga tvöfalt fargjald. Webster reyndi að drepa tímann sem • best þessa daga sem hann var að bíða í New Orleans. Hann át gildan miðdegisverð á Antoine-gildaskálanum, sem er annálaður fyrir góðan mat, og fór svo kynnisferðir um hin einkennilegu frönsku hverfi og niður að fyrirhleðslunum við fljótið. Webster var af þeirri túristategund, sem hefir meira gaman af að skoða ræningjabæli en hlíta ráðlegging- um ferðabókanna um hvað markvert sé að skoða i hverri borg. Hann hafði gaman af að fara könnunarferðir upp á eigin spýtur, honum var ástríða að koma í illræmdar veit- ingakrár, og með því að í Orleans er allgóður matur og drykkur á þessum slóðum, taldi hann sig hafa talsvert upp úr þessum skottu- ferðum. Þriðji dagurinn var sunnudagur og Webster afréð að fara í morgungöngu niður á gamla franska torgið, en þar má enn sjá svipmót liðinna alda. Hann var kominn á fætur klukk- an sex, vakti leigubílstjóra sem sat sofandi við stýrið, og sagði honum fyrir verkum. 1 New Oi’leans eins og víðar sefur fólk lengi fram eftir á sunnudögum, svo að göturnar voru mannlausar. Hann mætti ekki öðrum en nokkrum vinnukonum, sem voru að koma af torginu með nýtt grænmeti í morgunmatinn. Hressandi morgunloftið var mettað af sítrónu- ilm, rósaangan og olíuþef. Úr öllum áttum kölluðu kirkjuklukkurnar trúandi fólk til tíða þarna í gamla hverfinu. Blær friðar og hátíð- ar hvíldi yfir öllu, svo að Webster varð grip- inn af heimþrá. Hann varp öndinni. — Jú, jú, Johnny Webster, tautaði hann. — Þú hefir gengið gegnum tilveruna eins og veiði'hundur, forðast allt sem er fallegt og yndislegt, en eingöngu göslað í því sem er hart og hrjúft. Hérna í dag, þarna á morgun, vesæll þræll gullsins með innbúið þitt á bak- inu, eirðarlaus eftir að komast á einhvern stað og ennþá eirðarlausari eftir að komast þaðan aftur til þess að geta farið að grafa á nýjum stað. Og meðan þessu fer fram hleyp- ur ævin frá þér, og þú nærð ekki einu sinni í stélfjöður af henni. Það hefir sjálfsagt verið á svona morgni sem Eva afréð að fara inn í aldingarðinn Eden. Og ég loka mig inni í leigu- bíl og sit hér og horfi á reikninginn hækka á ökumælinum. Nei, það er best að fara út og ganga. Hann var kominn út á Jaekson Square og gegnum skröltið í hreyflinum gat hann heyrt ysinn og skvaldrið frá franska torginu fyrir handan skrúðgarðinn. Hann bað bílstjórann að nema staðar og rétti honum seðil. Eg ætla að ganga gegnum garðinn, sagði hann. — Þér getið ekið í kring og upp á torg- ið og hitt mig þar. Og svo eigið þér að aka mér heim á gistihúsið. Webster teygði úr sér og andaði að sér morgunloftinu. Svo gekk hann mjóan stíg meðfram limgirðingunni og upp á veginn, sem iiggur fram hjá Jacksons-minnisvarðan- um. Ung kreólastúlka mgetti honum, hún mun hafa verið á leið til kaþólsku kirkjunnar sem stendur við endann á garðinum, því að hún var með sálmabók í hendinni. Hún var ljóm- andi falleg, með stór, svört augu, gullinbrúnt hörund og kirsiberjamunn. Hún hæfði svo vel umhverfinu, fegurðinni og hátíðleikanum. Hann elti hana með augunum er hún gekk niður götuna. Allt í einu nam hún staðar. Urígur maður stóð upp af bekk, hann hafði auðsjáanlega verið að bíða eftir henni. Hann hneigði sig og bar hattinn upp að brjósti sér, með sömu háttvísi sem aðeins Frakki eða spánskur grande kann. Stúlkan rétti honum höndina, og hann kyssti á hana með gamaldags hæ- versku. Webster horfði á þau undrandi og hrifinn. Það var eins og honum yrði ljóst á þessari stundu í hverju lifi hans væri áfátt. — Fjörutíu ár! muldraði hann. — Og ég hefi ekki hitt tylft af konum, sem mér hefir orðið hugsað til síðar. Fjörutíu ára gamall, og enn hefi ég aldrei elskað. Þarna niðri á götunni lifir vorið, en í mínu gamla hjarta er haústblíða — „Indian surnmer". Eg ætti flengingu skilið, að hafa farið svona með ævi mína. Elskhugarnir löbbuðu til baka sömu leiðina sem stúlkan hafði komið, og til þess að trufla þau ekki gekk Webster bak við Jacksons- minnismerkið, svo að þau sæju hann ekki. Hann skildi að þau vildu helst hafa þessa kyrrlátu götu út af fyrir sig, og að þau mundu hafa valið þennan stað því að þau vissu að tómt var í garðinum svona snemma morguns. Það var ungi maðurinn sem hafði orðið þegar þau gengu fram hjá minnismerkinu. Hann var að tala um eitthvað alvarlegt, því að rödd hans var heit og titrandi. Hann var með göngustaf með silfurhún og sló honum í grasið við veginn. Stúlkan grét í hljóði. Þau höfðu ekki séð hann og hann laumaðist inn á stíg sem lá til hægri inn á milli trjánna. Hann hafði ekki gengið nema fáeina faðma þegar hann kom auga á tvo menn gegnum skarð í limgirðingunni. Þeir gengu yfir stig- inn og inn á veg, sem lá samsíða þeim, sem elskhugarnir gengu. Þó að hann sæi þá ekki nema í svip þekkti hann þá samstundis aftur. Þetta voru Mið-Ameríkumennirnir suðrænu, sem hann hafði séð á eimskipafélagsafgreiðsl- unni tveimur dögum áður. Þeir höguðu sér ekki eins og kirkjufólk eða menn sem fara til að njóta lífsins. Þeir voru eins og veiði- kettir og Webster þóttist sjá þegar í stað, að þeim væru ill ráð í hug. Hann afréð að veita þeim eftirför. Þeir voru svo sem fimmtíu metra á undan. honum er þeir viku út af veg- inum og fóru að hlaupa við fót yfir grasflötina. Það er best að ég gangi á grasinu líka, svo að síður heyrist til mín, hugsaði Webster með sér, og gekk út á grasið. Mennirnir tveir námu staðar og Webster um leið og faldi sig bak við stóra eik. Hann heyrði enn til elskhuganna fyrir handan næstu tré; þau höfðu numið staðar, auðsjáanlega til að kveðjast. Ungi maðurinn skimaði kring- um sig og þegar hann þóttist sjá að enginn sæi til, þrýsti hann stúlkunni að sér. Hún stóð í faðmlögum um stund og grét. Svo lyfti hann andliti hennar, kyssti hana og sleit sig svo af henni og gekk hratt á burt án þess að líta við. Þetta var hrífandi sjón. — Faðir hennar vill auðvitað ekki að hún eigi unga manninn, hugsaði Webster með sér. Hann þorir ekki að koma nærri heimili hennar. Þau hafa átt stefnumót hérna til að kveðjast. Og ungi mað- urinn maðurinn ætlar líklega vestur á land til þess að græða peninga, svo hann geti komið aftur loðinn um lófana og heimt stútk- una. Hvers vegna tekur hann ekki stúlkuna undir eins, úr því að hann elskar hana? Væri ég í hans sporum mundi ég fara til gamla naggsins og segja honum að ég hefði kosið mér hann fyrir tengdapabba, og ef hann vildi

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.